Morgunn - 01.06.1973, Blaðsíða 39
SÁLRÆNIR HÆFILEIKAR FRUMSTÆÐRA MANNA 37
komst um innfæddan mann, sem hafði myrt og rænt öldung
ættflokks nokkurs í Harrar-héraði:
„Dansandi og patandi Labashadverguriim leiddi fólkið að
húsi því, þar sem glæpurinn hafði verið framinn. Þar féll hann
til jarðar og brá annari hönd fyrir augu í sterkri hugareinbeit-
ingu. Allt í einu spratt hann á fætur, læddist að dyrum hússins
og laumaðist inn.
Að nokkurri stundu liðinni kom hann aftur út með bogið
bak og upplyftum höndum, eins og haim bæri þungan sekk á
bakinu. Hann var áberandi haltur i gangi, og hélt nú áfram
í nokkura fjarlægð frá húsinu. Þar lagði hann hinn ímyndaða
poka niður, dró einhvem ímyndaðan hlut úr belti sér og kast-
aði lionum inn i runna þar rétt hjá. Prestur nokkur, sem hafði
fylgt honum fast eftir, beygði sig niður og rannsakaði runn-
ann. Hann teygði liöndina inn i hann og lyfti upp hlut, sem
hann hafði fundið þar. Það var blóðidrifinn hnífur.
Þvi næst sneri dvergurinn við og haltraðist niður veginn í
átt að litlum kofa, sem stóð þar niðri í brekkunni. Þegar hann
nálgaðist skauzt innfæddur maður út um dyrnar og skundaði
til skógar. Hreyfingar hans voru snarar en krampakenndar —
hann var haltur. Rétt um það bil og hann var að komast að
trjánum, náði dvergurinn honum, hljóp upp á bak honum og
tókst að fella hann til jarðar í átökunum.
Glæpamaðm-inn liafði verið handtekmn af innfæddum sjá-
anda, sem sameinaði í sér hæfileika miðils, sporhunds og
leikara.“
Hinar margvíslegu aðferðir Kaffíranna í Suður-Afríku við
skyggni og vatnsleit hafa verið rannsakaðar vísindalega og
hlotið staðfestingu viðurkemidra aðila og yfirvalda.
Þótt allmiklar hömlur hafi verið lagðar á starfsemi inn-
fæddra töfralækna og þeim hafi farið mjög fækkandi, þá eru
þó enn allmargir sem sýnt hafa stórmerkilega sálræna hæfi-
leika. Þessir töfralæknar eru ekki valdir af handahófi. Ættar-
höfðingjarair verða að vera samifærðir um sálræna hæfileika
þeirra áður en þeim er leyft að þroska þá. Það er ekki fyrr en
hinn andlegi þjálfari telur næmi lærlingsins fyrir sálrænum