Morgunn - 01.12.1976, Blaðsíða 11
DULSKYNJANIll
109
en það var þó ýmislegt fólk sem síðar gal sannað, að það
hafði sagt. fyrir um hin hörmulegu endalok þessa mikla skips.
Þannig voru tveir ófreskir menn, sem einn af farþegum hafði
leitað til. — En farþeginn var viðkunnur og merkur blaðamað-
ur og rithöfundur, William T. Stead — Munu ýmsir íslend-
ingar kannast við hann sem höfundar bókarinnar: Bréf frá
Júlíu, sem Stead skrifaði ósjálfrátt, því hann var sjálfur sál-
rænn. Þessir tveir „sjáendur“ höfðu báðir varað hann við að
ferðast á vatni áður en hann fór þessa feigðarför. Annar þess-
ara ófresku manna hafði sagt við Stead hálfu öðru ári áður
en ferðin hófst að hann myndi sigla til Ameríku innan eins
eða tveggja ára frá þvi er Stead leitaði til hans. En hann sagði
ennfremur við Stead: „Ég sé meir eu þúsund manns, sjálfan
yður þar á ineðal. Þetta fólk berst af örvæntingu um í sjón-
um. Það æpir á hjálp og berst fyrir lífi sinu. En allt er það
unnið fyrir gýg — einnig hjá yður.“
Sjálfur hafði Stead feugið fyrirboða um hörmuleg örlög
skipsins og sjálfs sin.
Þegar hann var ritstjóri hjá Lundúnablaði allmörgum árum
áður, þá hafði hann birt skáldaða frásögn af því hvernig stórt
farþegaskip fórst og átti þetta að vera frásögn manns, sem
komisl liefði af. Sem eftirmála við þessa skáldsögu hafði rit-
stjórinn bætt þessum spámannlegu orðum: „Þetta er nákvæm-
lega það sem gæti átt sér stað, ef skip eru send út á hafið án
nægra björgunarbáta." Nokkrum árum síðar skrifaði Stead
tímaritsgrein þar sem hann lýsti sjóslysi þar sem stórt far-
þegaskip rakst á borgarísjaka. Þetta var auðvitað skáldskapur,
en i þessari frásögn þá lét Stead aðeins einn farþega komast
h'fs af. Og ])ótt ótrúlegt megi virðast, þá dreymdi Stead draum
])ar sem hann sá sjálfan sig standa á þilfarinu á hinu sökkv-
andi skipi Titanic. í draumnum var hann án björgunarbeltis
og horfði á síðasta björgunarbátinn hverfa út i nóttina. Hann
skorli því ekki viðvarnir.
En eins og fyrr greinir skellti Stead skollaeyrum við öl 1 -
um fjTÍrboðum og spám um hið ókomna og fórst með Titanic.
Þessu var öðru vísi háttað um samlanda hans einn, J. Connon