Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Page 12

Morgunn - 01.12.1976, Page 12
11 0 MORGUNN Mirldleton. í bréfi sem birl var í tímariti Sálarrannsóknarfé- lagsins i Lundúnum segir Middleton frá óþægilegum draumi, sem gerði hann dapran og jafnvel hugsjúkann. Hann kvaðst hafa pantað far með Titanic yfir Atlantshafið til þess. að m;i'ta á fundi um kaupsýslumál í New York. En tíu dögum fyrir brottfarartímann dreymdi hann um skipið þar sem það flaut á hvolfi á hafinu og farþegar og áhöfn á sundi í kring um það. Hann dreymdi aftur sama drauminn næstu nótt á eftir. En með þeirri breytingu ])ó, að nú virtist honum hann svífa í loftinu rétt yfir skipsflakinu. Tveim dögum síðar fékk hann skevti um það að fundinum hefði verið frestað, og þá var hann fljótur að afpanta farið með skipinu. Hann var ber- sýnilega ekki feigur. Colin Macdonald, 34 ára gamall vélstjóiá hefði einnig getað farist með Titanic. En hann fann sterklega á sér að skips- ins biði einhver ógæfa. Hann neitaði þrisvar sinnunr að ráða sig sem annan vélstjóra á Titanic. Árið 1964 var dóttir Mac- donalds sem hefur sálræna hæfileika rannsökuð af einum af hel/.tu sálarrannsóknarrnönnum Bandarikjanna. Stúlkan sagði honurn þá meðal annars, að faðir hennar hefði fundið mjög sterklega á sér að eitthvað rnundi lrenda Titanic. Enda hafði það komið alloft fyrir að hann hafi getað skyggnst inní franr- tíðina. Vélstjórinn sem ráðinn var í staðinn fyrir Macdonald fórst með Titanic. Á þeim tima, þegar TVtomc-sjóslysið varð árið 1912, var 20. aldar maðurinn rétt að byrja að efast um hina rikjandi heimspeki efnishyggjunnar sem hafnaði hinu yfirskilvitlega. Framtíðarskyggni — það er þekking á framtíðar-viðburðum árr beitingar hinna fimrn skilningarvita -—■ var útskýrð sem tilviljun eða jafnvel svikabrögð. Og skipti þá engu máli, hvort þessi þekking á framtíðinni var fengin með lófalestri, draumum, stjörnuspám, eða með því blátt áfram að finna eitthvað á sér — venjulega ógnandi — sem í vændum væri. Fræðimaður nokkur, sem vitnað er i í bókinni Nostradarnus eftir .Tames Laver, komst þannig að orði: „Þegar dró að lok- um 19. aldar virtist rökhyggjan og efnishyggjan liafa lilotið

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.