Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Side 13

Morgunn - 01.12.1976, Side 13
DUI.SKYNJANIK 111 Yaranlegan sess sem einvaldar yfir hugsun mannsins. En á iinium þegar andrúmsloft er þrungið þrúgandi tilfinningu yfirvofandi lia'ttu, og það tekur að hrikta í grundvelli rök- hvggjunnar og menn snúa sér aftur til fornrar trúar, þá kann að vera að hún reynist ekki alveg eins blóralaus hjátrú og svo- kallaðir lœr'Öir menn kunna að halda.“ Þegar ég var að skyggnast eftir efni i þetta erindi tók ég bók útúr hillu hjá mér, sem ber nafnið Merkir draurnar og gefin var út á íslenzku 1952 í þýðingu séra Sveins Víkings- Eg yar þú búinn að vclrita það sem hér er á undan liefur sagt verið. Ég opnaði bókina einhvers staðar af tilviljun og vinstra megin á opnunni var frásögn með fyrirsögninni Titanic-slysi'Ö. Höfundur bókarinnar, sem heitir William Oliver Stevens, kemst svo að orði: „Þennan draum sagði nrér kona sú, sem dreymdi hann. Og hún kvað drauminn hafa verið svo sterkann og ljósann, að hún liefði vaknað við, vakið manninn sinn og sagt honum að hér hlyli að vera um meira en draum að ræða. ,.Eg þóttist í draumnum," sagði þessi kona, „sjá mömmu mína í björgunarbáti, sem var að hrekjast á sjónum yfirfullur af fólki. Hélt ég að hann myndi sökkva á hverri stundu. Við það hrökk ég upp, vakti manninn minn og sagði honum hvað mig hafði dreymt. En hann var syfjaður og vildi sem minnst úr þessu gera, sagði að ég skyldi ekki taka mark á þessari vit- leysu, mamma mín væri áreiðanlega heima hjá sér í Englandi og ekkert myndi að henni ama. En fortölur hans komu fyrir ekki. Mér kom ekki dúr á auga það sem eftir var nætur.“ Þannig lýsti konan þessu. Um morguninn fluttu blöðhi hina dapurlegu fregn um Tiianic-slysið. Brá konunni heldur en ekki i brún, er hún las nafn móður sinnar á farþega- skránni. En svo giftusamlega tókst til, að gamla konan var ein af þeim sem björguðust. Þegar hún kom heim til dóttur sinnar í Ne\\ York, kvaðst hún hafa tekið sér far með Titanic frá Englandi og ætlað að koma dóttur sinni á óvart. Og á þeirri sömu stundu og konuna dreymdi drauminn, hafði gamla kon-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.