Morgunn - 01.12.1976, Side 27
DIJI .SK.YMJAIN'IR
125
fram skyggnilýsingar á hverjum degi, hugleiðsla, og fundir
hjá einstökum miðlum. Tónlist er þar mjög notuð við hug-
leiðslu og sýna sérfræðingar táknrænt gildi lita og mismun-
andi áhrif þeirra á sálarlifið. Þar fara einnig fram í sérstakri
kapellu guðsþjónustur að sið spiritismans. Gegna miðlar þar
prestshlutverki og sýna fram á tengsl spiritiskrar lífsskoðunar
og samræmi við kenningar Krists. 1 Englandi hafa spiritistar
fengið að reisa sínar eigin kirkjur og skipta þær hundruðum í
landinu. Hafa kennimenn þeirra, sem kallaðir eru „ministers“
löglega heimild til þess að annast útfarir, hjónavígslur o- þ. h.
Á fyrrgreindu landssetri sem heitir Stanstead Hall er viku-
lega tekin fyrir sérstaklega ákveðin hlið dulskynjana og fengin
til þess sérfræðingur, oftast einhver kunnur miðill, að skipu-
leggja og stjórna verkefnum þeirrar viku. Þannig að skipt er
um verkefni vikulega. Hver sem vill getur fengið að biia þarna
i góðu herbergi og neytt einfaldrar en hollrar fæðu. Dagur-
inn hefst með morgunverði kl. 8,30. Þarna er miklu ódýrara
að búa heldur en í London og náttúrufegurð dásamleg. En
það sem þó er athyglisverðast á þessum stað er það andrúms-
loft samúðar og kærleika sem þar ríkir. Þarna fara einnig
fram huglækningar á hverjum degi, því þarna eru jafnan
einhverjir kunnir huglæknar sem sinna hverjum sem þiggja
vill og allt öldungis ókeypis, því öll vinna þarna er sjálfboða-
liðastarf þeirra sem vilja fara að kenningum spiritismans um
mikilvægi þjónustu við meðbræðurna.
Þar kynntist ég ungum, feimnislegum englendingi með
barnsleg blá augu, Guy Lyon Playfair, að nafni. Hann fædd-
ist á Indlandi en hlaut menntun sína í Englandi. Hann hefur
ferðast víða um heim, en átt heima í Brasilíu síðan 1961, þar
hefur hann unnið fyrir sér sem rithöfundur, blaðamaður og
þýðandi úr portngölsku á ensku og öfugt fyrir ýmis kunn
útgáfufyrirtæki og tímarit í Brasilíu, Bandarikjunum og Bret-
landi. Playfair sagði mér að Brasilía væri sálrænasta land
veraidar- Meirihluti ibúanna eru að nafni til kaþólskir, en
hhis vegar trúa Brasilíumenn af öllum kynflokkum og stétt-
um tilveru annars heims, sem í þeirra augum er heimur and-