Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Side 28

Morgunn - 01.12.1976, Side 28
126 MORGUNN anna. 1975 var gefin út fyrsta bókin sem gefur yfirlit yfir hið feiknamikla svið yfirskilvitlegra fyrirbæra í þessu furðu- lega landi og hún er einmitt eftir þennan unga Englend- ing Guy Playfair og ber hið furðulega nafn Fljúgandi kýriti. Nafnið er sennilega dregið af brandara, sem höfundur segir í formála bókarinnar. Iíann segir að i Brasilíu sé fólk svo vant furðulegum fyrirbærum, að ef einhver kæmi lieim til sín og segði konunni sinni að harm hefði séð fljúgandi kú, þá myndi hún yppta öxlurn og í mesta lagi spyrja hvernig hún liefði verið á litinn! Rannsóknir Playfairs á yfirskilvitlegum fyrirbærum í þessu sálrænasta allra landa eru ævintýralegar og það hefur farið fyrir honum, eins og mörgum öðrum heiðarlegum raimsóknar- mönnum, að hann þóttist upphaflega næstum viss um, að það sem hann hugðist ætla að rannsaka, myndi reynast byggt á hjátrú og hégiljum að mestu, en það var nú öðm nær. Þrátt fyrir það að hann geri sér það fyllilega ljóst að efast verði um frásagnir bóka hans og jafnvel hlegið að þeim, þá hefur hann ákveðið að segja sannleikann eins og hann hefur kynnst hon- um umbúðarlaust. Þessi bók hans hefur verið svo vel tekið, að hann hefur þegar skrifað aðra, sem út kom á þessu ári og hann kallar The Indefinite Boundary, eða Landamœrin án takmarka. Og nú skulum við heyra, hverju hann hefur kynnst í sambandi við ósjálfráða skrift í Brailíu. Það var blátt áfram öngþveiti á bílastæðunum í stuttu hlið- argötunni í Sao Paulo útborg Sao Bemardo de Cainpo í Bras- ilíu. En í aðalsalnum í íþróttaklúbbnum sátu um átta hundruð manns á bekkjaröðum og beið fólkið þess þolinmótt, að að því kæmi. Jafnóðum og rýmkaðist færði það sig nær hljómsveitar- pallinum í enda danssalarins. Hver fyrir sig hélt á einni eða fleiri bókum og beið þess að ganga i röð fram fyrir langa borð- ið fyrir framan bekkina, sem var stráð rauðum rósum. En við mitt borðið sat ritliöfundurinn önnum kafinn við að skrifa nafnið sitt á bækurnar og heilsa aðdáendum sínum með lianda- bandi og kyssa á liendur kvennanna um; lejð. og hann réttj

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.