Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Side 29

Morgunn - 01.12.1976, Side 29
DULSKYNJANIR 127 hverri fyrir sig tvær rósir og stundum brosti liann hinu kunna brosi sínu til sjónvarpsvélanna og blaðaljósmyndaranna. Þessi athöfn var í tilefni þess að út voru að koma tvær síð- ustu bækur sérkennilegasta rithöfundar í heimi. En hann hef- ur skrifað svo að segja látlaust síðan 1932, að jafnaði fast að þrem bókum á ári. En hundruðustu bók sína gaf hann lit árið 1969. Þetta eru Ijóð, barnabækur, sögulegar skáldsögur og nú- timaverk, auk þess ritgerðir um vísindi, heimspeki og trúar- brögð. Samanlagt hafa verið seldar eftir þennan höfund um þrjár milljónir eintaka, og er hann þannig einn af vinsælustu rithöfundum í bókmenntasögu Brasilíu. Þessi höfundur er dáður sem hetja miljóna manna í Brasilíu, jafnt ríkra sem fátækra. Nafri hans er jafnt þekkt og nafn Peles knattspyrnumannsins heimsfræga og kappaksturskapp- ans Emersons Fittibaldis. Hann er heiðursborgari flestra helztu borga Brasilíu. Og þegar hann kom tvisvar fram í sjónvarpi árið 1970 var talið að um tvær milljónir manna hefðu setið við skjáinn heima hjá sér. En slíkt er óþekkt nema þegar sýndir eru þar í landi úrslitaleikir i heimsmeistarakeppni í knatt- spyrnu. En þrátt fyrir þessar óhemju vinsældir og metsölur á bók- um hans er Francisco Candido Xavier fátækur maður. Hann hefur aldrei fengið né farið fram á eyrisvirði fyrir það sem hann liefur skrifað. Því Chico Xavier eins og hann er kallaður, er spiritiskur miðill, sem er sérfræðingur í ósjálfráðri skrift eða psychography, eins og Brasilíumenn vilja lieldur kalla það. Samkvæmt síðustu talningu hefur hann jiannig tekið við ritverkum um 500 mismunandi látinni höfunda. Allar þessar bókmenntir hefur hann skrifað í transi, og margt af því opin- berlega í miðstöðvum spiritista í borgunum Pedro Leopoldo, þar sem hann bjó þangað til 1958, og Uberaba, þar sem hann nú býr i húsi fátæklega búnu húsgögnum á rikis-eftirlaunum sínum, sem eru um $100 á mánuði eða um 17 þúsund krónur. Chico er dáður og virtur af brasihskum spiritistum, sem hin mikla fyrirmynd mannanna, sem lielgar allt lif sitt því einu að hjálpa þeim meðbræðn.uu, sem minnst bera úr býtum og

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.