Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Page 31

Morgunn - 01.12.1976, Page 31
DUI.SKYNJANIR 129 hann orðinn því alvanur að heyra raddir og verða var við anda í návist sinni. Dag nokkurn var nemendum sagt að skrifa ritgerð um sögu Brasilíu, sem aetlunin var að færi í samkeppni, sem ríkið hafði stofnað til. Chico litli var að byrja á þessu og velta því fvrir sér, hvað hann ætti að skrifa. En þá sá hann mann við hlið sér sem virtist lesa honum fyrir: „Brasilíu, sem Pedro Alvares Cabral uppgötvaði, má líkja við dýrmætasta gimstein i heimi, sem brátt átti að festa í krúnu Portugals . . .“ ('liico skrifaði það sem hann heyrði og hlaut lof fyrir rit- gerðina í samkeppninni, kennslukonu sinni og bekkjarsystkin- um til stórfurðu. FJcki dró það úr undrun þeirra, þegar hann hélt þvi fram, að hann hefði fengið riigerðina, eins og hún lagði sig, frá anda. Var nú skorað á hann að leika þetta aftur og féllst Chico á að reyna það- Áskorandinn, sem var bekkjar- hróðir hans, átti sjálfur að ákveða ritgerðarefnið. En meðan hann var að hugsa sig um stakk einhver upp á þvi að ritgerð- in fjallaði urn sand. Og allir skellihlóu að svo vitlausu rit- gerðarefni, nema Chico, sein gekk upp að töflunni, tók krit- ina og byrjaði strax að skrifa: „Synir minir, sköpunin lætur ekki að sér hæða. Sandkorri er næstum ekkert, samt birtist það eins og örlitið stirni sem endurspeglar sól Guðs . . .“ Þá þagnaði bekkurinn, en kennslukonan harðbannaði hvers kcnar frekara umtal um raddir frá ósýnilegum verum þaðan í frá. En þareð þetta var gæðakona tók hún Chico afsiðis eftir kennslustund og sagði hcnum að hiðja um leiðsögn að venju- legum kaþólskum hætti. Chico lauk barnaskólanámi sínu þrettán ára gamall. En í Brasilíu árið 1923 var það la'past na'gileg undirbúningsmennt- un fyrir pilt sem átti eftir að verða afkastamesti rithöfundur þjóðarinnar- Hann var reyndar enn i skóla þegar hann byrjaði að vinna fyrir sér. Fyrst ellefu ára i vefnaðarverksmiðju og þar var hann fjögur ár. Siðar vann hann sem aðstoðarsveinn í eldhúsi og búðarmaður, og að lokum fékk liann lága stöðu í einni deild landhúnaðarráðuneytisins. Og þar starfaði hann frá 1933 og þangað lil hann hætti vegna aldurs 1961.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.