Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Side 32

Morgunn - 01.12.1976, Side 32
130 MORGUNN Fast miðilsstarf byrjaði hann árið 1927. Ein systir hans virðist hafa orðið geðveik og var mjög illa haldin. Huglækn- ingamiðill i nágrenninu skoðaði hana, komst að þeirri niður- stöðu að hér væri um andsetni að ræða og læknaði hana þegar í stað. Þetta hafði svo djúp áhrif á Xavier-fjölskylduna, að hún varpaði kaþólskunni fyrir borð og þau gerðust öll spiri- tistar. Kona lækningamiðilsins, Carmen Perácio, varð svo hrif- in af lækningunni á systur Chicos, að hún ákvað að stofna litinn spiritisma-hring. Og ekki stóð á Chico að vera með, þvi hann hafði orðið djúpt snortinn af lækningu systur sinnar. Þann 8. júlí það ár skrifaði hann dálítið ósjálfrátt- Frú Perácio heyrði rödd sem sagði henni að fá Chico blað og blý- ant, hvað hún og gerði. Það sem hann skrifaði svo var andleg leiðsögn á seytján blaðsíðum. Á öðrum fundi skömmu síðar sá frú Perácio í sýn manna í prestsklæðum sem var umvafinn geislandi bliki, sem aftur sagði henni að fá Chico blöð og blý- ant. Chico sem þá var seytján ára gamall skrifaði svo nákvæm- ar leiðbeiningar um meðferð á systur sinni, sem svo nýlega virtist hafa verið læknuð af hættulegum geðsjúkdómi. Þessi andi kynnti sig fyrir frú Perácio sem „Emmanuel1', og kvaðst vera vinur Chicos í andaheimi, þótt það yrði ekki fyrr en árið 1931, sem Chico sjálfur varð var við þennan aðalstjónianda sinn, sem hefur fylgt honum alla tíð síðan. Á öðrum af fyrri fundum í Pedro Leopoldo-hringnum, sá frú Perácio í sýn það sem hún lýsti sem bókaregni, sem félli allt í kring um höfuð Chicos. Túlkaði hún þetta sem merki köllunar, sem hann ætti að fylgja. Það er því óhætt að segja, að bókmenntastaríinu hafi bókstaflega verið þröngvað uppá Chico. Síðan 1927 hefur hann eytt að meðaltali fimm klukku- stundum á degi hverjum í beinu sambandi við anda-stjóm- endur sína. Ævivinur hans, rithöfundurinn og skáldið, Elias Barbosa hefur reiknað það út, að Chico liafi eytt samtals 73,000 vinnustundum sem miðill, en það samsvarar rúmum átta árum á fvrstu fjörutíu árum starfsemi hans, og allt er þetta unnið utan venjulegs vinnutíma. Það kom fljótt í ljós, að Chico var ótrúlega afkastamikill við

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.