Morgunn - 01.12.1976, Side 34
132
MOHGUNN
bindi undirrituð af Campos (meðal tólf annara rita eftir ýmis
önnur látin skáld).
Að visu lýsti einn rithöfundur því yfir, að þessi rit, sem
eignuð va^ri de Campos. hlytu að vera verk djöfulsins, sem
með þessu vildi rugla fólk, hins vegar viðurkenndi hann að
hinn sérstaki stílmáti Camposar væri alls staðar augljós. En
virtasti gagnrýnandi Brasilíu, Agripino Griego, sem hafði
verið náinn vinur Camposar, var hins vegar ekki í minnsta
vafa um það, að þessi verk væru „hreinn Humberto", eins
og hann komst að orði. Til þess að binda endahnútinn á málið
fékk gagnrýnandinn sérstakan fund hjá Chico og það skipti
engum togum: miðillinn skrifar niður tuttugu blaðsiðna skila-
hcð frá Camposi til vinar sins og liafði það djúp áhrif á hann.
En það var hins vegsr örmur manneskja sem lét sér fátt
um finnast og það var ekkja Camposar. Hún taldi að nú væri
nóg komið og sér hæri tvimælalaust ritlaun, ef maður hennar
hefði í sannleika skrifað þessi nýju ritverk. Árið 1944 var
Chico þvi dreginn fyrir rétt til þess að verja sig og var hon-
um þó nokkur huggun að því, að móðir hins látna skálds sem
enn var á lifi, hafði algjörlega sannfærst um það, að þessi
skáldverk væru eftir son sinn.
En dómarinn kvað það álit sitt, að það vau i með öllu ókleift
að sanna það, að andi Composar hefði skrifað þessar bækur,
enda þótt Chico biðist vinsamlega til þess að rita ósjálfrátt
enn nokkur sýnishom þarna i sjálfum réttarsalnum. Að skiln-
ingi réttarins var Campos lagalega dauður, og hafði því engan
frekari rétt. Málinu var vísað frá,
Chico hefur sjálfur lýst því, hvernig ljóðin i Parnassus voru
skrifuð: „Þegar ég var að skrifa þau hafði ég cdltaf sterka
tilfinningu ])ess að kröftug hönd stýrði hreyfingum handar
minnar. Stundum virtist mér einhvers konar óefnisleg bók
vern fyrir framan mig og las ég úr henni og endurskrifaði.
1 önnur skipti fannst mér líkast ]>vi sem lesið væri fyrir í eyru
mér. Þegar ég rkrifaði ósjálfrátt þá hafði ég alltaf þá tilfinn-
ingu i liandleggnum, eins og um hann léku stöðugt einhvers
konar rafstraumar. Svij)að er að segja um heila minn, sem