Morgunn - 01.12.1976, Síða 46
144
DR. MED. SHAFICA KARAGUI.LA
líka orkukerfi, þótt flestir lýsi þeim ekki. Eii greinilegt er að
þau eru tengd orkukerfum ljósvakasviðsins og þau tengja
þannig saman tilfinninga- og ljósvakasviðið. Einnig er til geð-
lægt svið, sem líka birtist i litum og gefur til kynna sálræna
gerð einstaklingsins. Loks er svo fjórða sviðið, orsakasviðið,
sem sameinar og umlýkur hin sviðin þrjú. Það gegnir því
hlutverki að vera eins konar samantekt af öllu því, sem ein-
staklingurinn er og hefur verið, á líkari hátt og litningar
frumu, sem hefur að geyma alla mótun hans í framtiðinni.
Þessar uppgötvanir hafa stórkostlega þýðingu fyrir mig sem
geðlækni, því að með þessu móti fæst skilningur á mismun-
andi og persónulegum einkennum hjá fólki.
Rlaðam.:
Þér minnist á liðna og ókomna tilveru. Má þá gera ráð fyrir
að bér trúið á cndurholdgun?
Karagulla:
Já, en það er ekki aðeins trú. Þeir skyggnu skynja orku-
sviðin í annarri vídd og sjá þar þróun einstaklinganna í nú-
verandi tilveru þeirra sem heild, hvort sem líf þeirra er að
hefjast eða kveðja. Þeir sjá einnig hvernig endurholdgunin á
sér stað við það, að skyni gædd vitundin líkt og rvður sér braut
út í lífið af eigin krafti. Samkvæmt skilgreiningu þeirra óskar
barn í móðurkviði sjálft eftir að fæðast, og ég held, að ef fólki
skildist hvað það er, sem raunverulega gerist við fóstureyð-
ingar, þá mundi afstaða manna til þessara mála breytast, því
að svo virðist að barn ráði sjálft vali á foreldrum sínum. Vit-
undin reynir, með öðrum orðum, að mynda sér það fomi eða
ytri aðstæður, sem henta henni best. Til þess verður hún að
kjósa sér foreldra í samræmi við þá tiðni, er gerir henni mögu-
legt að öðlast lilfinningalegt móttökutæki eða líkama, sem
nauðsynlegur er vegna þess þróunarlögmáls, sem ræður orsök-
um og afleiðingum og sem hún verður að gangast undir.
Blaðam.:
Varðandi orkusviðin, hvernig eru þau tengd sín á milli?