Morgunn - 01.12.1976, Qupperneq 47
MOROUNN
145
Karagulla:
Þau hafa orkukerfi, sem eru tengd hvert öðru: Það gerist
á sama hátt og taugaboð, sem berast frá heila og framkalla
ákveðin viðbrögð í líkamanum.
Ef einstaklingur er skoðaður með hliðsjón af þvi, hvernig
ljósvakasviðið, tilfinningasviðið og huglæga sviðið starfar, er
einnig hægt að sjá, hvort ósamræmi cr í starfsemi orkukerf-
anna og þar ai' leiðandi hægt að vita á hvern hátt er hægt að
hjálpa honum til að öðlast samræmi og heilsu á ný.
Blaðam.:
getiS bér sagt okkur um Kundalini, þessa orkumiÖslöS,
sern sumir lwlda fram að liggi ónotuð við rætur mœnunnar?
ÁHtið þér, að hœgl sé að gera hana virka og koma þannig af
stað andlegri vakningu og nœmari skynjun?
Karagulla:
Það eru svo margir, sem vilja öðlast andlega vakningu án
nokkurrar fyrirhafnar. Að „vekja upp Kundalini“ getur reynst
mjög hættulegt. Ef einstaklingur safnar saman orku úr einni
orkustöð, áður en samræmi liefur náðst í líkamanum í öðrum
orkukerfum, getur bókstaflega orðið sprenging. Það sem gerist
er það, að þegar orku er beint inn á kerfi þar sem önnur svið
þess eru ekki orðin nægilega ]>roskuð og þar af leiðandi ófær
um að samræmast hinni nýju orku, þá hefur hún truflandi
áhrif. Þess vegna er hættulegt að fara óvarlega með þessa
orku. Ef hún er leyst úr læðingi hjá einstaklingi, sem er ekki
nógu þroskaður andlega til að veita henni viðtöku, verður af-
leiðingin sú að hún eyðileggur allt orkukerfið eða leitar á þann
stað þar sem ósamræmi er eða veik hlið. Ef t. d. kynhvöt er
áberandi þáttuv hjá einstaklingi, þá leitar Kundalini-orkan
þangað og orsakar sjúklegar hvatir og þjáningar. Ef einstakl-
ingur er mjög lilfinninganæmur, þá beinist orkan að solar-
plexus (miðorkukerfi í nánd við maga) og afleiðingin verður
óhófleg græðgi og ástriður. Ef hins vegar, öll kerfi og svið lík-
amans eru í jafnvægi, bæði á efnissviði og andlegu sviði og
einnig á ljósvakasviðinu, þá stöðvast þessi orka ekki, heldur