Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Side 62

Morgunn - 01.12.1976, Side 62
ÁKNI ÓLA, rithöfundur: FYRIRBURÐUR 1 STRANDARKIRKJU Þriðjudaginn 16. júlí 1963 efndu safnaðarfélögin í Lang- holtsprestakalli til skemmtiferðar fyrir aldrað fólk. Voru við- komustaðir 1 Krýsuvik, Strandarkirkju, Eyrarhakka, Stokks- eyri og Þingvöllum. Ég var fenginn til að vera með í þessari för og segja ferðafólkinu eitthvað um leiðina og merka staði. Akveðið var að dveljast ákveðinn tíma í Strandarkirkju og hafa þar guðræknis- og fræðslustund. Fyrst skyldi sóknar- prestur Langholtssóknar, séra Árelíus Níelsson, ávarpa söfn- uðhin og siðan sungnir sálmar. Þá átti ég að segja ágrip af sögu kirkjunnar og síðan skyldi séra Halldór Kolbeins flvtja ræðu. Veður var hið ákjósanlegasta er við komum að Strandar- kirkju og fólkið streymdi þar inn og fyllti kirkjuna svo sem mest mátti verða, en þó stóðu nokkrir úti fyrir kirkjudyrum. Þegar röðin kom að mér, sagði séra Áralius mér að ganga upp i prédikunarstólinn, því að hvergi gæti ég verið nema þar. Ég gekk svo í stólinn og hóf að rekja sögu Strandar og kirkjunnar. Hafði ég talað í 12-14 minútur er ég kom að helgisögnirmi um uppruna kirkjunnar. Eg fór að segja frá timburskipinu sem var að hrekjast þar við ströndina í stórsjó, ofsaveðri og nátt- myrkri og að skipverjar bjuggust þá flestir við dauða sínum. En skvndilega birtist þeim lýsandi vera á ströndinni og héldu þeir það vera engil. Hann gaf þeim merki um að stefna á sig. Þeir hlýddu og skipið rann úr briminu inn í sandvik og var þá borgið bæði fé og mönnum. „Síðan heitir hér Engilvik og til minningar um þenna atburð er engillikneskjan sem stendur

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.