Morgunn - 01.12.1976, Síða 63
MORGUNN
161
hérna á hólnum," mælti ég. Um leið varð mér litið út um
kirkjuglugga hjá prédikunarstólnum, yfir Engilvik og hólinn,
sem voru böðuð björtu sólarljósi.
En nú brá einkennilega við. I sama vetfangi hvarf mér
kirkjan og fólkið, sem þar var. Ég var staddur á víðavangi og
umhverfis mig stór hópur manna og kvenna, sem ég hafði
aldrei séð. Þetla fólk var að tala við mig og mér virtist erindi
þess vera að fræða mig betur um sögu kirkjunnar og uppruna
hennar. Mér varð þegar ljóst, að þetta fólk hafði verið uppi á
annarri öld, sá það á búningum þess. Jafnframt því sem fólkið
talaði við mig, var sem brugðið væri upp fyrir sjónum mér
svipmyndum úr sögu kirkjunnar. Þessar myndir voru einna
hkastar skuggamyndum, eða jafnvel kvikmyndum, en voru þó
hvorugt. Það var eins og þær svifu í glóbjörtu loftinu yfir
höfðum múgsins og liver mynd væri einhver atburður úr sögu
kirkjunnar. En ég fann ekki samhengi í þeim. Þá var sem
fólkið. er næst mér stóð, hyrfi til hliðar og annað kæmi i stað-
inn, eldri kvnslóð. sem átti að vita betur. Þetta gerðist mörg-
um sinnum. Þarna kom hver kynslóðin af annarri og gat ég
séð það á búnirigum fólksins, því að þeir brevttust stöðugt.
Hef ég hvorki fyrr né siðan séð svo forneskjulegan klæðaburð,
og sérslaklega þóttu mér búningar kvenna furðulegir og marg-
litir. Alltaf fjölgaði fólkinu og var hópurinn orðinn svo stór,
að vel mátti skipta þúsundum. Ég vissi að ég var kominn langt
aftur í aldir, og stöðugt var verið að sýna mér fleiri myndir
og útskýra ])ær fvrir mér.
Eg lieyrði glöggt það sem fólkið sagði við mig, en allan
timann hevrði ég tika hjáróma rödd. Það var rödd sjálfs min
og mér fannst sem hún kæmi ofan úr lausu lofti. Eg lagði þó
okki eyra við henni, þvi að mér þótti það allt merkilegra, sem
fólkið var að segja mér.
Nú ber þess að gæta, að þennan tima allan stóð líkami minn
í prédikunarstólnum í Strandarkirkju og hélt áfram að tala
við ferðafólkið i kirkjunni. Það var rödd mín þar, sem ég
hévrði koma utan úr lausu lofti, meðan ég var að tala við
fólksfjöldann mikla úti á víðavangi og virða fyrir mér myndir