Morgunn - 01.12.1976, Side 67
ÆVAll R. KVARAN:
HEILSULIND
Á LAUGALANDI 1 EYJAFIRÐI
MERKILEG TILRAUN
Tuttugasta öldin er ekki sambærileg neinni annari öld
skráðrar sögu vestrænnar menningar. Sjötugur Islendingur
hefur lifað stórfenglegri breytingar uppfinninga og framfara
á sviðum vísinda og tækni en þótt hann hefði dáið 300 ára
gamall um aldamótin síðustu. Um hægfara þróun er ekki
lengur að ræða í þessum efnum. Sannleikurinn er sá, að
hraðaaukningin er svo gífurleg, að sálarró mannsins fer að
stafa hætta af henni, ef ekki er hrugðist við þessu með skyn-
sarajegum hætti. Þjóðfélagið tekur hreytingum næstum frá
degi til dags og nánasta framtíð vofir yfir okkur með ennþá
óskaplegri umbyltingum í lífi okkar og umhverfi, sem geta
haft ófyrirsjáanleg áhrif á geðheilsu manna. Nægir hér að
henda á nokkur dæmi um þetta: Borgir undir yfirhorði sjávar,
svo og úti í geimnum, aukinn menntunarhraða með notkun
lyfja. hóp-hjónabönd, vélrænar samfarir, harnafæðingar án
meðgöngu, þjóna úr dýraríkinu, hópgiftingar, kynvillingafjöl-
skyldur, og þannig mætti lengi telja. Og allt er þetta yfirvof-
andi á næstunni, sökum hins gífurlega síaukna hreytinga-
hraða. Fram á þetta er sýnt með óhrekjandi rökum í hók
Alvins Tofflers Future Shock, sem kalla mætti á íslenzku
Ognir framtíSar.
Það er einmitt hinn sívaxandi breytingahraði, sem er svo
ógnvekjandi, því maðurinn hættir að geta fylgst með jiessuin
ósköpum. Hann er þegar orðinn of mikill og afleiðingm er
vaxandi streita. Getur hver maður litið í eigin bann í þessum
5