Morgunn - 01.12.1976, Síða 72
170
KYNI.KG FYRIRBÆKI
inn í stofu til þess að aðgæta, hvort ég sæi þessum amrarlega
gesti bregða fyrir. En svo reyndist ekki. Hefi ég hvorki séð
lrann fyrr né síðar.
Líða nú allmörg ár. Þá bar svo til, að staddir eru hjá mér
nokkrir gestir. Sitjum við öll inni í vestari stofunni. Talið
harst að ýmsum dulrænum fyrirhærum. Meðal annars sagði
ég gestum minum frá fyrrgreindum dulargesti. Virtist þeim
misjafnt til þeirrar fivisögu koma. Hafði einn á orði, að slíkir
hlutir væru annaðhvort ímyndun ein, skrök eða draumur. En
varla hafði liann sleppt orðinu, er margt óvænt bar við nær-
fellt samtimis- Það kólnaði skyndilega i stofunni. Þá var likt
og einhver frussaði, og barst fínger'Öur úÖi yfir viÖstadda. Brá
mönnum mjög. Andartaki síðar heyrðust dynkir og skruðn-
ingar frá stofunni fyrir innan. Spruttu allir upp úr sætum
sinum, felmtri slegnir, til þess að athuga, hverju þetta sætti.
Þá kom í ljós, að allstórt málverk, sem hafði hangið á veggn-
um fyrir ofan píanóið, hafði fallið á það ofan og um leið fellt
um ýmislegt lauslegt, er þar var. Þá hafði önnur minni mynd
dottið niður af veggnum andspænis og lá á gólfinu. Báðar voru
myndirnar óskemmdar með öllu. Voru þær nú athugaðar
nánar. Málverkið hafði verið hengt upp með þeim hætti, að
fii'gerðum virspotta, sem festur var sitt hvoru megin á hak-
hlið þess, var brugðið vfir nagla i veggnum. A svipaðan hátt:
hafði minni nryndin einnig verið hengd upp. Báðir þessir
hankar voru óslitnir, og sáust engin ummerki á þeim. Nagl-
arnir voru einnig óhreyfðir á sínum stað í veggjunum- Ein-
hver dularkraftur eða vera hafði þvi hafið bæði málverkið og
myndina upp af nöglunum samtímis, og hvorttveggja síðan
fallið niður nreð ]reim afleiðingum er fyrr segir. Ósjálfrátt
setlu viðstaddir ]rað i samhand við þann annarfega gest, er
hafði sótt mig heim þessa sumarnótt mörgum árum fyrr, og
ég var að enda við að segja þeim frá. Hefur hann trúlega
viljað með þessum eftirminnilega hætti sanna tilvist sína og
árétta, að fyrri heimsókn hans var hvorki imyndun, skrök né
draumur. F.ða hvaða skýringu aðra vilja menn gefa á þessu
undarlega fyrirhæri, sem svo margir voru vitni að?