Morgunn - 01.12.1976, Page 73
TIL LESENDA MORGUNS
Eins og ykkúr mun kunnugt lauk ritstjóri MORGUNS ný-
loga erindaflokki sjö erinda um dulskynjanir í rikisútvarpi.
í siðasta erindi var skorað á hlustednur að senda timaritinu
dulrænar frásagnir úr eigin lífi, því öll höfum við frá ein-
hverju að segja i þeim efnum ef við hugsum okkur um. Það
er mjög mikilvægt að slikar frásagnir glatast ekki, þvi þær
gela orðið rannsóknarefni síðar. Þessari áskorun vill MORG-
UNN nú sérstaklega beina til lesenda sinna.
Þessar frásagnir þurfa að sjálfsögðu að vera athyglisverðar
með einhverjum hætti, Það er ljóst að sumar slíkar frásagnir
eru að sjálfsögðu oft mjög persónulegs eðlis og verður því
tekið fullt tillit til nafnleyndar, ef þess er óskað. Sem betur
fer hefui' komið út allmikið af bókum með dulrænum frá-
sögnum islenzks fólks. En þó býr fólk yfir mikilli óskráðri
reynslu í þessum efnum. Má jafnvel segja að vart finnist sá
Jslendingur, sem ekki telji sig hafa orðið fyrir reynslu, sem
ekki verður útskýrð með venjulegum hætti. MORGIJNN vill
vinna að því að bjarga sem mestu af slíkum frásögnum frá
glötun. Þær eiga einmitt heima í MORGNI. Sendið þær því
ritstjóranum hið fyrsta.
Þá vill MORGUNN einnig með öðrum hætti auka sem mest
sambandið við lesendur á öðrum sviðum. Útvarpsenndaflokk-
uririn um dulskjmjanir hefur vafalaust vakið hjá hlustendum
ótal spurningar, sem þeim kynni að leika nokkur forvitni á að
fá svör við. Sama má reyndar segja um ýmislegt af efni því,
sem birst hefur í MORGNI á undanfömum árum. Ég vil því
eindregið hvetja lesendur til þess að senda spurningar til min
og mun ég leysa úr þeim eftir beztu getu. Með þessum hætti
fá lesendur ekki einungis svör við spurningum, sem þeim eru