Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 13

Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 13
KYLFINGUR 13 á 90, sem gefur raunar ekki rétta mynd af spili hans þann daginn, þar sem hann lék 15. holuna, sem er par 5, á 12 höggum, og Bjössi Knúts á 95. íslenska liðið lék því samtals á 162 höggum og vorum við í 9. sæti eftir fyrri keppnisdag. í heild voru ekki góð skor þennan fyrsta dag. Einn leikmaður lék að vísu á pari, en það var Daninn Jan Frej Pedersen. Við urðum fyrir nokkrum von- brigðum með veðrið þennan dag, og reyndar í allri ferðinni, enda var nokkuð mikið rok og jafnvel rigning á köflum, og þar sem trén eru mjög há var mjög erfitt að átta sig á vind- inum. Okkur kom saman um, að þessi völlur væri nú ekki sá erfiðasti sem maður sér, en hann leynir töluvert á sér og má ekkert út af bregða, ef ekki á illa að fara. Hann er ekki mjög langur, aðeins rétt rúmir 6000 m, par 73, en frekar þröngur og á mörgum braútum er nauðsynlegt að staðsetja sig vel upp á 2. höggið. Ef það tekst ekki nógu vel eru 90% líkur á því, að þú hafir tapað einu höggi. 32 bestu spilararnir komast áfram eftir 36 holu höggleik og eftir skorin fyrri daginn var búist við, að 162 högg kæmust áfram, jafnvel 163. Það þýddi, að aðeins ég og Úlli áttum raunhæfa möguleika á því að kom- ast áfram, en auðvitað gátu hinir 4 allir dottið á dúndurhringi og komist áfram. Eftir fyrri hringinn á öðrum keppnisdegi var útlitið ekki gott. Ljóst var, að nú áttum ég og Úlli ein- ir möguleika á að komast áfram, en þeir höfðu minnkað verulega. Úlli lék fyrri hringinn á 44 höggum og ég á 41. Því var ljóst, að Úlli mátti ekki leika seinni hringinn á fleiri höggum en 38, sem er einn yfir pari og ég á 39, þannig að nú var við ramman reip að draga. En þá sýndi Úlfar sitt rétta andlit svo um munaði og sýndi enn einu sinni, að hann er frábær keppnismaður með stáltaugar, hann lék seinni hringinn á 37 höggum eða á pari, en það gerðu ekki margir í forkeppninni. Ekkert gekk upp hjá mér við flatirnar fremur en fyrr, og tókst mér ekki að ná tilskyldu skori, en ég kom seinni hringinn á 42 högg- um. Úlfar lék því á 81 höggi, Bjössi Axels og Siggi einnig á 81, ég á 83, Biggi á 85 og Bjössi Knúts á 92. Úlf- ar komst áfram á 161 höggi. 163 högg dugðu í bráðabana um 32. sæti, þannig að ég hafnaði tveimur höggum þar á eftir. Það fóru tveir í þann bráðabana á 1. holuna, sem er METBÓK 18MÁNAÐA SPARIBÓK SEMRÍS UNDIR NAFNI 'BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.