Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 15

Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 15
KYLFINGUR 15 LANDSMÓ TIN 1972 og 1973 LANDSMÓT 1972 var haldið í Grafarholti 1.—5. ágúst. Keppend- ur voru 182. Á þessu móti var bætt við nýjum flokki, I. flokki kvenna. í sveitakeppninni sigraði Golf- klúbbur Reykjavíkur með yfirburð- um á 469 höggum. í 2. sæti varð Keilir á 513 höggum, og Suðurnesja- menn urðu i 3. sæti á 519 höggum. Jóhann Eyjólfsson GR sigraði í öldungakeppni án forgjafar á 81 höggi. í 2. sæti varð Hólmgeir Guð- mundsson GS á 86 og Bogi Þor- steinsson GS í 3. sæti á 88 höggum. í keppni með forgjöf urðu 3 kylfing- ar úr GR jafnir á 74 höggum, Jó- hann Eyjólfsson, Gunnar Pétursson og Lárus Arnórsson. Ákveðið var, að skor þeirra í flokkakeppninni daginn eftir yrði látið ráða um röð þeirra, og þá sigraði Jóhann. Á þessu móti var keppt í 4 ungl- ingaflokkum. í stúlknaflokki sigr- aði Jóhanna Ingólfsdóttir GK á 191 höggi, en í 2. sæti varð Sigríður E. Jónsdóttir GR á 212 höggum. í telpnaflokki varð Alda Sigurðar- dóttir GK hlutskörpust á 233 högg- um, en Kristín Þorvaldsdóttir GR varð önnur á 238 höggum. Leiknar voru 36 holur í þessum flokkum. í drengjaflokki var Sigurður Thorarensen GK með forystu eftir hálfnað mót á 154 höggum, en Sig- urður Sigurðsson GR varð í 2. sæti á 159 höggum. Keppnin stóð ein- göngu milli þeirra tveggja. Síðasta daginn lék Sigurður Thorarensen mjög vel,á meðan nafna hans mis- tókst. Hlaut hann því 1. sætið á 307 höggum samtals, en Sigurður Sig- urðsson hafnaði í 2. sæti á 327 högg- um, og Guðni Jónsson hlaut 3. sætið á 330 höggum. I unglingaflokki, eins og pilta- flokkurinn nefndist, tók Hallur Þór- mundsson GS forystu í upphafi, en Sigurður Hafsteinsson GR og Ragn- ar Ólafsson GR fylgdu fast á eftir. Skáru þessir þrír sig nokkuð úr öðr- um keppendum í þessum flokki. Hallur hélt forystunni allt til enda, en Sigurður og Ragnar skiptust á um 2. og 3. sætið. I mótslok stóð Hallur uppi sem sigurvegari eins og áður sagði á 330 höggum, en Ragnar varð í 2. sæti á 339, og Sigurður í 3. sæti á 345 höggum. Tveir kylfingar úr GR léku best á 1. degi í III. flokki karla, þeir Jón Ó. Carlsson og Samúel D. Jónsson, báðir á 96 höggum. í 3. sæti var Sig- urður Þ. Guðmundsson NK á 100 höggum. Sömu menn voru í efstu sætum alla keppnisdagana, en Jón tryggði sér í raun sigurinn í flokkn- um með mjög góðum leik á 3. degi. Sigraði hann á 383 höggum, Samúel varð annar á 385 höggum og Sigurð- ur þriðji á 389 höggum. í II. flokki tók Bergur Guðnason GR forystu eftir 18 holur á 90 högg- um. Á 2. degi mistókst Bergi herfi- lega, og Sigurjón tók forystuna á 181 höggi. Marteinn var 2 höggum lakari, og í 3. sæti var Henning Bjarnason GK á 188 höggum. Sigur- jón hélt enn forystu eftir 54 holur á 275 höggum, en Marteinn og Henn- ing höfðu hlutverkaskipti í 2. og 3. sæti. Sigurjón gaf ekkert eftir á lokadegi og sigraði á 372 höggum. Henning hafnaði í 2. sæti á 377 höggum, en Bergur náði 3. sæti með góðum lokaspretti á 378 höggum. I. flokkur kvenna lék 54 holur. Þar hafði Inga Magnúsdóttir GK forystu tvo fyrstu dagana, en með góðum leik á síðasta hring tókst Svönu Tryggvadóttur GR að sigla framúr Ingu og sigra á 303 höggum. Inga varð í 2. sæti á 398 höggum, og Salvör Sigurðardóttir GR í 3. sæti á 332. Viðar Þorsteinsson GR var í for- ystusæti í I. flokki karla í upphafi á 82 höggum. 2 kylfingar úr Keili voru höggi lakari, Birgir Björnsson og Gísli Sigurðsson. Ómar Kristjáns- son GR lék best allra á 2. degi og náði forystu, var á 162 höggum. Gísli var í 2. sæti á 168 höggum. Enn lék Ómar best á 3. degi og gerði raunar út um mótið, var samtals á 249 höggum. Gísli var á 262 höggum í 2. sæti og Jónatan Ólafsson NK í 3. sæti á 266 höggum. Að loknum 72 Verðlaunahafar í meistaraflokki karla 1972: F.v. Óskar Sæmundsson GR, Loftur Ólafsson NK og Björgvin Þorsteinsson GA.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.