Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 31

Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 31
KYLFINGUR 31 Jack Nicklaus nýbúinn að renna boltanum i 16. holuna. viðkomu, snöggt og mjúkt. Eins og þeir þekkja sem leikið hafa erlendis er vissara að vera þeinn í höggunum. Til beggja hliða eru mishá tré reiðu- búin að grípa inn í leikinn. Fire- stonevöllurinn er nokkuð hæðóttur og mikið er um vatnstorfærur, þar sem meira en helmingur vallarins liggur að og útí vatn. Okkar hópur tapaði ekki færri en 18 boltum í hringnum. Flatirnar voru þó okkur öllum erfiðastar. Komu þær ekki einungis undirrituðum í opna skjöldu, heldur einnig þeim sem vanir eru betri völlum en algengir eru hérlendis. Flraði boltans á flöt- unum var ótrúlegur. Varla mátti koma við boltann, þá skaust hann áfram og ætlaði aldrei að stöðvast. Það var algengt, að fyrstu holurnar væru 4—5 púttaðar. Að okkar leik loknum fórum við til búningsklefa, þar sem skór okkar voru hreinsaðir og burstaðir. Á hinum vellinum voru aftur á móti frægari menn á ferðinni. Þar á meðal má m.a. nefna Greg Norman, Seve Ballesteros, Craig Stadler, sem ég hitti aðeins í búningsklefanum, Ray Floyd og John Mahaffey, sem vann keppnina að lokum. Fórum við þangað til þess að horfa á snilling- ana slá réttu sveifluna. Sáum við þá Jack Nicklaus, Bernhard Langer, Tom Kite og Raymond Floyd koma inn á 16. holu, þar sem slegið er yfir vatn inn á flöt. Þar fór Jack Nick- laus á ,,þirdy“ með fráþæru pútti. Dagur fjölskyldukeppninnar rann upp, og greinileg spenna var á milli manna. Til þess að setja rétta stemmningu á daginn var búið að ákveða dagskrá fyrirfram. Vaknað var kl. 8:00 og haldið til morgun- verðar á nærliggjandi matsölustað. Eftir morgunverð var farið út á æf- ingasvæði og æfð högg. Síðan var farið á æfingapúttsvæði og púttin æfð í hálftíma, áður en keppnin hófst. Við upphaf keppninnar var af- hentur nýr farandgripur, sem var handsmíðaður hickory púttari frá St. Andrews í Skotlandi. Átti hann að koma i hlut þess er fæst pútthögg hefði eftir 18 holur keppninnar. Nákvæmni og alvara leyndi sér ekki, þegar formaður keppninnar dró upp skífumál á fyrsta teig og mældi hæð kúlu sinnar frá jörðu. Keppnin var afar spennandi allt fram á síðustu holu, en þar réðust úrslitin. Vann loksins formaður Dave Johson með einu höggi og fór á 83 höggum netto. Þá var komið að því að telja saman púttin og kom í ljós, að þrír voru jafnir á 34 púttum, og var ég þar á meðal. Því var haldin þriggja holu púttkeppni til að fá úrslit. Mér til mikillar undrunar og ánægju vann ég þessa keppni og kom því heim með þennan forláta grip. Því var ákveðið, að ég kæmi aftur að ári til þess að verja titilinn og reyna við golfbikarinn. Verður afar spennandi að taka þátt í þessari skemmtilegu fjölskyldukeppni og fá tækifæri til þess að leika á hinum fræga, fallega og erfiða Firestone- velli. Kristinn Guðjónsson. KYLFINGUR n ÚtKctandi: Goinílúhhur Keykjavíkur, Grafarholti — Pósthólf 4071 — 104 Reykjavík — Sími 84735. Ábm.: Björgúlfur Lúðvíksson. Umbrot: Hilmar Karlssonog llalldór Bragason Setning og prentun: l élagsprentsmiðjan h.f.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.