Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 17

Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 17
KYLFINGUR 17 Svavarsson GK skaust í 2. sæti á 359 höggum, en Iiigólfur varð í 3. sæti á 365. Geysihörð keppni varð í II. flokki. 3 kylfingar skiptust á um for- ystuna frá degi til dags, og á endan- um röðuðu þeir sér í verðlaunasæt- in. Úrslitin urðu þau, að sigurvegari varð Finnbogi Gunnlaugsson GL á 348 höggum. í 2. sæti varð Halldór B. Kristjánsson GR á 349 höggum, og Gunnar Pétursson GR varð 3. á 351. í I. flokki kvenna tók Kristín Páls- dóttir GK í upphafi forystuna og hélt henni allt til loka og sigraði nokkuð örugglega á 417 höggum. Svana Tryggvadóttir GR varð í 2. sæti á 424 höggum, og Inga Magnús- dóttir GK hafnaði í 3. sæti á 428 höggum. Þó Marteinn Guðjónsson GV tæki í upphafi móts forystuna, þá varð keppnin í I. flokki karla aldrei mjög spennandi, því að Ómar Kristjánsson GR sló alla andstæð- inga sína út af laginu á 2. og 3. degi með mjög góðum leik. Þegar um lauk hafði hann 9 högg á milli sín og næsta manns. Lék hann á321 höggi, en Marteinn náði 2. sætinu á 330 höggum. Örn Isebarn GK hafnaði í 3. sæti á 332 höggum. Tvöfaldur öldungameistari 1972: Jóhann Eyjólfsson GR. Aldrei lék nokkur vafi á því, hver sigra myndi í meistaraflokki kvenna, slíkir voru yfirburðir Jakobínu Guðlaugsdóttur GV. Á 1. degi lék hún á 87 höggum, á meðan Laufey Karlsdóttir GR var á 93 höggum og Sigurbjörg Guðnadóttir GV á 95. Sama sagan endurtók sig síðan alla dagana, Jakobína átti besta skor á hverjum degi og sigraði á 351 höggi. Keppnin um 2. sætið varð hins vegar mjög jöfn. Lauk henni með umspili milli Laufeyjar og Ólafar Geirsdóttur GR, en báðar léku þær á 380 höggum. í umspilinu sigraði Laufey og hlotnaðist henni því 2. sætið, en Ólöf varð 3. Keppnin í meistaraflokki karla varð aftur á móti mjög tvísýn og skemmtileg. Á 1. degi lék Gunnlaug- ur Ragnarsson GR best á 74 högg- um. Jafnir í 2. sæti voru Þorbjörn Kjærbo GS og Hannes Þorsteinsson GL á 75 höggum. Þá var Atli Aðal- steinsson GV á 76 höggum, en Björgvin Þorsteinsson GA og Har- aldur Júlíusson GV báðir á 77. Ann- an daginn lék Þorbjörn best allra á 73 höggum og tók forystu á 148 höggum. Jafnir í 2. sæti voru Björg- vin og Hannes á 141 höggi. Gunn- laugur var á 153 höggum og Harald- ur á 154. Enn hélt Þorbjörn forystu eftir 54 holur með Björgvin og Hannes fast á hælum sér. Þá voru einnig rétt á eftir Loftur Ólafsson, sem lék best 3. hringinn á 72 höggum og Gunnlaugur. Staðan fyrir síðasta hring: Þorbjörn 225, Hannes og Björgvin 226 og Gunnlaugur og Loftur 227. Keppnin síðasta daginn var feykilega spennandi. Þorbjörn lék mjög vel á fyrri 9 holunum og var kominn með 4 högga forskot á Björgvin, sem var í 2. sæti. En þá snerist dæmið við, og Björgvin sax- aði jafnt og þétt á forskot Þorbjarn- ar og jafnaði við hann á 15. holu. Þeir veru jafnirá 16. holu, en Björg- vin halaði inn sigurinn á 2 síðustu holunum og sigraði á 299 höggum. Þorbjörn varð i 2. sæti á 302 högg- um eftir umspil við Loft, sem varð í 3. sæti. Gunnlaugur varð í 4. sæti og Hannes í 5. á 306 og 307 höggum. Ólafur Schram veitingasali. Nýr veitingasali Þær breytingar urðu í veitinga- sölu Golfskálans í Grafarholti þ. 1. nóvember sl., að nýr aðili tók við rekstrinum. Þeir Halldór Snorrason og Sigurberg Jónsson, sem rekið hafa veitingasöluna á þessu ári með miklum sóma, sjá sér ekki fært að sinna þessu starfi lengur. Ástæðan til þess að þeir hætta er einfaldlega sú, að þeir hafa allt of mikið að gera og verða að minnka við sig. Járnin þeirra í eldinum eru of mörg. Stjórn GR vill þakka þeim, og sérstaklega Sigurveigu Sæmundsdóttur, fyrir samstarfið, sem var einkar ánægju- legt í alla staði og árnar þeim alls hins besta í framtíðinni. En maður kemur í manns stað. Við rekstrinum tekur Ólafur Schram, rúmlega þrítugur Reykvík- ingur, sem verið hefur þjónn á Hótel Loftleiðum sl. 14 ár. Vill stjórn GR bjóða Ólaf velkominn til starfsins og væntir góðs af samstarfi við hann. Rétt er að benda meðlimum GR á, að Ólafur mun í vetur leigja út veit- ingasalinn í Grafarholti til hvers- konar veislu- og fundahalda. Þeir sem þurfa á slíkri þjónustu að halda í vetur ættu því að hafa samband við Ólaf og skemmta sé, þannig á heimavelli. Þá hefur stjórn GR einnig til athugunar, hvernig hægt væri að lífga upp á félagsstarfið í klúbbnum í vetur í samráði við Ólaf.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.