Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 16

Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 16
16 KYLFINGUR Verðlaunahafar i meistaraflokki kvenna 1972: F.v. Hanna Aðalsteinsdóttir GR, Elísabet Möller GR og Jakobína Guðlaugsdóttir GV. holum stóð Ómar uppi sem yfir- burðasigurvegari, var á 330 högg- um, en Pétur Auðunsson GK náði 2. sætinu á síðustu stundu eftir umspil við Jónatan, en báðir voru á 350 höggum. Búist var við mikilli baráttu í meistaraflokki kvenna, en raunin varð sú, að Jakobina Guðlaugsdótt- ir GV sigraði nokkuð örugglega. Reiknað var með nokkurri keppni frá Ólöfu Geirsdóttur GR, en hún fékk frávísun á 2. degi fyrir að leika röngum bolta, og eftirleikurinn var Jakobínu auðveldari. Ekki dregur það þó úr ágætri spilamennsku hennar. Eftir 36 holur átti Jakobína 8 högg á Hönnu Aðalsteinsdóttur GR, sem var í 2. sæti á 183 höggum. Eftir 54 holur hafði Elísabet Möller GR dregið aðeins á Jakobinu, en til þess þurfti hún að setja vallarmet, 82 högg, munurinn var nú 4 högg. En þegar mótinu var lokið hafði Jakob- ína mikla yfirburði, hún sigraði á 351 höggi. Elísabet var í 2. sæti á 362 höggum, og Hanna náði 3. sætinu á 374. Keppnin í meistaraflokki karla var mjög spennandi og að sumu leiti furðuleg. Ungur kylfingur úr GR, Óskar Sæmundsson, tók forystuna á 1. degi, lék á 74 höggum. Höggi lakari voru þeir félagar úr GR, Einar Guðnason og Óttar Yngvason. í 4.-5. sæti voru nafnarnir Björgvin Þorsteinsson GA og Björgvin Hólm GK, sem háðu svo eftirminnilega baráttu á Akureyri um meistaratitil- inn árinu áður, sem lauk með sigri norðanmannsins. Á 2. dvgi hætti Björgvin Hólm í mótinu, eftir erfið- an hring og lýsti því síðan yfir í blöð- um, að hann væri alveg hættur að keppa í golfi. Vakti þetta óneitan- lega mikla furðu. Nafni hans og ís- landsmeistari, Björgvin Þorsteins- son, lék hins vegar manna best þenn- an dag og var kominn í 1. sæti á 151 höggi. Á 153 höggum voru Óskar, Óttar og ungur kylfingur úr NK, Loftur Ólafsson. Á 3. degi setti Loftur vallarmet á 71 höggi og tók forystuna á 224 höggum samtals. Björgvin var í 2. sæti á 228 höggum, Jóhann Benediktsson var 3. á 235 höggum og Óskar í 4. sæti höggi lakari. Síðasta daginn voru um 400 áhorfendur vitni að mjög skemmti- legri baráttu þeirra Lofts og Björg- vins. Strax í upphafi vann Björgvin upp forskot Lofts. Náði hann að jafna á 5. holu, og eftir 12 holur var hann kominn með 4 högga forskot. En Loftur lék síðustu holurnar mjög vel og náði að sigra með 2 höggum, var samtals á 302 höggum, en Björg- vin í 2. sæti á 304. Óskar náði hins vegar 3. sætinu á 318 höggum, eng- inn verðlaunahafi því i meistara- flokki karla yfir tvítugu það árið. LANDSMÓT 1973 var haldið á tveimur völlum, Hvaleyrarvelli hjá Hafnfirðingum og Hólmsvelli hjá Suðurnesjamönnum, dagana 17,- 21. júní. í sveitakeppninni sigraði Golf- klúbbur Suðurnesja á 468 höggum. í 2. sæti varð Golfklúbbur Reykjavík- ur á 470, og Keilir varð í 3. sæti á 471. Ólafur Ág. Ólafsson GR sigraði í öldungakeppni án forgjafar á 81 höggi, Hólmgeir Guðmundsson GS varð 2. á 82 höggum, en Jóhann Eyj- ólfsson GR hlaut 3. sætið á 84 högg- um, sama höggafjölda og Kristinn Bergþórsson GR. í öldungakeppni með forgjöðf sigraði Jóhann Guð- mundsson GA, en í 2. og 3. sæti urðu Kristinn og Ólafur Ág. á 69 og 70 höggum. í stúlknaflokki sigraði Jóhanna Ingólfsdóttir GK á 201 höggi. Ágústa Dúa Jónsdóttir GR var í 2. sæti á 224 höggum, og 3. varð Harpa Guðmundsdóttir GR á 293 höggum. Sigurvegari í telpnaflokki varð Kristín Þorvaldsdóttir GK á 245 höggum. Keppnin í unglingaflokki varð aldrei mjög spennandi, þar sem Sig- urður Thorarensen GK sigraði nokkuð örugglega, lék hann samtals á 305 höggum. 12. sæti varð Ragnar Ólafsson GR á 312 höggum, og í 3. sæti varð Rúnar Kjærbo GS á 316 höggum. í drengjaflokki varð keppnin hins vega mjög tvísýn. Magnús Birgisson GK bar þar sigur úr býtum á 322 höggum. Hálfdán Karlsson GR varð i 2. sæti á 323 höggum, og Ómar Ö. Ragnarsson GL varð í 3. sæti á 325. Keppnin í III. flokki var spenn- andi að vanda. Þegar mótið var hálfnað hafði Jóhann Guðmunds- son tekið forystuna á 177 höggum. Höggi lakari var Gunnar Kvaran GR, og í 3. sæti var Ingólfur Helga- son GR á 179. Sömu menn voru í efstu sætum eftir 54 holur, þá var Gunnar kominn í 1. sæti á 268 högg- um. Jóhann var á 180 höggum og Ingólfur á 171. Gunnar vann síðan keppnina á 357 höggum, en Ágúst

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.