Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 36

Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 36
36 KYLFINGUR hættu, og sigraði hún örugglega með 8 högga mun, var samtals á 389 höggum. Björk hafnaði í 2. sæti á 397 höggum, og Kristine náð 3. sæt- inu á 400 höggum. Keppni í 2. flokki karla var ákaf- legaspennandi. Segjamá, að Jón frá Suðurnesjum hafi tekið forystuna í upphafi móts í þessum flokki, því að 3 Jónar frá GS röðuðu sér í efstu sætin. í 1. sæti var Jón Ólafur Jóns- son á 82 höggum, en höggi lakari voru Jón Pálmi Skarphéðinsson og Jón Jóhannsson. Eftir tvo daga voru Suðurnesja- menn enn í efstu sætunum, en nú var aðeins einn Jón á meðal þeirra. Jón Pálmi var í 1. sæti á 164 höggum. Lúðvík Gunnarsson GS var á 165 höggum í 2. sæti, og í 3. sæti var Ög- mundur ögmundsson GS á 166. Röð efstu mann var óbreytt eftir 54 holur. Jón Pálmi var á 249, Lúð- vík á 250 og Ögmundur á 251. Þegar leiknar höfðu verið 72 hol- ur, þá þurfti umspil um öll verð- launasætin í þessum flokki, svo jöfn og tvísýn hafði keppnin verið. En sigurvegari í flokknum varð Lúðvík Gunnarsson GS á 334 höggum. Jafn honum að höggafjölda, en í 2. sæti varð ögmundur Ögmundsson GS. í 3. sæti varð Bernharð Bogason GE á 336 höggum, eftir umspil við Tómas Baldvinsson GG. Frá verðlaunaafhendingu: F.v. Konráð R. Bjarnason forseti G.S.Í., Hörður Guðmundsson form. GS, Gylfi Kristinsson GS, Úlfar Jónsson GK og Ragnar Óiafsson GR. Frá verðlaunaafhendingu: F.v. Konráð R. Bjarnason forseti G.S.Í., Hörður Guðmundsson form. GS, Steinunn Sæmundsdóttir GR, Jóhanna Ingólfsdóttir GR og Ásgerður Sverrisdóttir GR. Aldrei lék nokkur vafi á, hver yrði sigurvegari í 1. flokki kvenna. Alda Sigurðardóttir GK lék sérlega vel, í raun eins og meistaraflokkskylfing- ur. Hún tók í upphafi 9 högga for- ystu og jók hana síðan jafnt og þétt alla keppnisdagana. Á 1. degi lék Alda á 85 höggum, en Ágústa Guð- mundsdóttir GR var í 2. sæti á 94 höggum. Guðrún Eiríksdóttir GR og Aðalheiður Jörgensen GR voru báðar á 100 höggum. Röðin var óbreytt efir 36 holur. Alda var á 168 höggum, Ágústa á 189 og Aðalheiður á 192. Þessi röð var enn sú sama eftir 54 holur og reyndar einig í mótslok. Sem fyrr segir sigraði Alda með fá- heyrðum yfirburðum, lék samtals á 341 höggi, en Ágústa, sem varð í 2. íslandsmeistarar karla og kvenna: Úlfar Jónsson GK og Steinunn Sæmundsdóttir GR.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.