Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 34

Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 34
34 KYLFINGUR Norðurlandameistaramót Það var ekki fyrr en um mánaða- mótin febrúar-mars í ár, að Golf- sambandi íslands bárust upplýsing- ar um það frá Danska Golfsam- bandinu, hvar í Danmörku Norður- landameistaramót karla og kvenna skyldi haldið í ár. Niðurstaðan varð Hvide Klit golfvöllurinn nyrst á Jót- landi, og voru sumir, og þá sérstak- lega Danir, undrandi yfir þessu vali. Þetta var dýrasti kosturinn fyrir okkur íslendinga, en hagstæður kostur fyrir hinar þjóðirnar (nema þá fyrir Dani), þar sem hagstætt er að koma á bílum með ferju frá Noregi og Svíþjóð til Skagen. Eftir því sem við komumst næst mun það hafa verið dreifbýlissjónarmið, sem réði að mestu þessu vali. Hvide Klit golfvöllurinn er stað- settur 17 km frá bænum Skagen, og liggur hann á þessum mjóa skaga, sem trjónir út í Norðursjó. Þarna er mjög vindasamt og höfðu heima- menn á orði, að ekki væri komið dæmigert Hvide Klit veður,fyrr en komin væru 7 til 8 vindstig, sem blésu þvert á skagann. Fyrri hluti vallarins er mjög skógi vaxinn og brautirnar margar hverjar mjög þröngar, enda áttu leikmenn oft í miklum erfiðleikum með fyrri níu holurnar, en náðu að laga heildar- skorið á seinni hlutanum. Kom það oft fyrir með góð, og manni fannst bein högg, að ef kúlan fór upp fyrir trjátoppana, eftir að úr hraða henn- ar dró, fauk hún inn í skóg mönnum til mikillar armæðu. Lengd vallar: Gulir teigar 6275 m. SSS 74. Bláir teigar 5606 m. SSS 74. Kvennalandslióið, undir stjórn Kristínar Pálsdóttur, fékk tækifæri til að fara fimm dögum á undan karlaliðinu og æfa sig á vellinum og búa í skóla aðeins einnar mínútu gang frá honum. Kom þessi dvöl lið- inu mjög til góða og var greinilegt, að þegar að sjálfri keppninni kom var sá skrekkur sem greip um sig hjá mönnum við að spila fyrsta hringinn löngu horfinn hjá þeim. Ekki má heldur gleyma því, hversu gott það var fyrir karlpening- inn að koma á staðinn, þegar búið var að kanna allar aðstæður, skipu- leggja og undirbúa alla nauðsynlega þætti fyrirfram. Það var greinilegt eftir móttökunum að dæma, sem við karlmennirnir fengum, að dömurn- ar okkar höfðu lagt jákvæðan og góðan grunn að komu okkar með framkomu sinni. Ekki var nægt gistipláss fyrir alla þátttakendur í þessum skóla, og þurftu því allir að búa á sumarhótel- inu Tannishus, sem er í bænum Tversted, 15 km frá golfvellinum. Engar skipulegar sætaferðir voru á milli hótels og vallar, og var því úti- lokað annað en hafa bíla til umráða til að koma mannskapnum á rétta staði á réttum tíma. Má geta þess, að stúlkurnar okkar höfðu útvegað tvo bíla til umráða, einn frá bílaleigu og annan hjá klúbbfélaga Hvide Klit, sem við fengum til afnota allan tim- ann á mjög góðum kjörum. Liðin voru skipuð eftirtöldum kylfingum: Konur: Ásgerður Sverr- isdóttir GR, Jóhanna Ingólfsdóttir GR, Ragnhildur Sigurðardóttir GR og Steinunn Sæmundsdóttir GR. Karlar: Gylfi Kristinsson GS, Hann- es Eyvindsson GR, Ragnar Ólafsson GR, Sigurður Pétursson GR, Sveinn Sigurbergsson GK og Úlfar Jónsson GK. Liðsstjórar voru þau Kristín Páls- dóttir og Guðmundur S. Guð- mundsson. Einnig var forseti G.S.Í., Konráð R. Bjarnason, með í ferðinni, og sat hann einnig fund Norðurlanda- sambandsins, sem alltaf er haldinn í tengslum við mótið. Mótið var sett 22. ágúst af borgar- stjóra Skagen Kommune, Erik Thomsen og forseta danska golf- sambandsins, Helge Ejrnæs. Sjálf keppnin, sem er 72 holu keppni, leikin á tveimur dögum, hófst kl. 8 daginn eftir. Danski kvennameistarinn Merete Meiland sló fyrsta teighöggið, og var Ragn- hildur Sigurðardóttir með henni í fyrsta riðlinum. Merete spilaði þennan fyrsta hring á 83 höggum og Ragnhildur á 85. Fyrsta keppnisdag- inn spilaði aðeins ein kona, Anna Öquist, Svíþjóð, undir 80 höggum, eða á 78. Meðalskor kvennanna þennan fyrsta dag var 86 og karl- anna 79,5 og voru keppendur að vonum mjög óánægðir með árangur sinn. Seinni keppnisdagurinn gekk heldur betur hjá liðunum, og má nefna, að íslenska karlasveitin var í 3. sæti eftir 54 holur. En Norðmenn og Finnar áttu mjög góðan enda- sprett og endaði karlaliðið þar af leiðandi í síðasta sæti, svo og kvennaliðið. Meðalskor seinni daginn varð næstum sú sama og þann fyrri, þá spiluðu konur á 85 höggum að með- altali og karlar á 78,5 höggum. Á þessu sést, að margir áttu í miklum erfiðleikum með þennan erfiða og langa skógarvöll. Árangur okkar keppenda varð eftirfarandi: i. 2. 3. 4. samr. Steinunn Sæmundsdóttir 87 96 86 89 358 Ragnhildur Sigurðardóttir 85 92 92 90 359 Ásgerður Sverrisdóttir 92 89 93 95 369 Jóhanna Ingólfsdóttir 98 91 86 96 371 Landsliö ásamt forseta G.S.Í: F.v. Konráð R. Bjarnason forseti, Guðmundur S. Guðmundsson liðssfj., Sigurður Pétursson, Ragnar Ólafsson, Sveinn Sigurbergsson, Hannes Evvindsson, Úlfar Jónsson, Gylfi Kristinsson, Ragnhildur Sigurðardóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Jóhanna Ingólfs- dóttir, Steinunn Sæmundsdóttir og Kristín Pálsdóttir liðsstj.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.