Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 19

Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 19
KYLFINGUR 19 þegar þau komu til landsins, og næsta dag fór framkvæmdastjóri GR með þeim í ferð til Hveragerðis, Gullfoss, Geysis og Þingvalla. Snæddur var hádegisverður í Valhöll og síðan hald- ið í Grafarholt og leikinn hringur. Um kvöldið var þeim búin góð veisla í Golfskálanum, þar sem þau systkini færðu klúbbnum að gjöf nýjan far- andgrip til keppni um í Jason Clark mótinu. Næsti dagur var sjálfur keppnis- dagurinn. Fyrri hluta dags var farið með þau til Álafoss í innkaupaferð, og síðan var sjálf keppnin. Því miður var veður slæmt þennan dag, en slíkt létu þau ekki á sig fá og börðust eins og sannar hetjur í roki og rigningu. Öll eru þau systkini liðtækir kylfing- ar, en John er þeirra bestur með 8 í forgjöf. Var hann látinn leika af gul- um teigum og stóð sig þar með prýði. Morguninn eftir notuðu þau til hvíldar, áður en þau héldu heimleiðis um hádegisbil, ákaflega ánægð eftir vel heppnað ferðalag til íslands. Þau systkini eru öll sérlega elsku- legar manneskjur, sem gaman var að kynnast. Þá var og gaman að kynnast skoðunum þeirra á landi og þjóð. Þau voru öll mjög jákvæð í garð okkar og alveg hugfangin af náttúru landsins. Ánægjulegt var að heyra ummæli Carolyn um unglinga í GR. Henni fannst mjög athyglisvert, hversu fág- aða og prúða framkomu þeir hefðu, jafnframt því að vera frjálslegir og líf- legir. Öll eru þau staðráðin að láta ekki þann þráð slitna á ný sem tengir Clark fjölskylduna við Island. Megum við vænta þeirra aftur, vonandi fyrr en síðar. Þau munu ávallt verða aufúsu- gestir hjá GR. Frá Vallarnefnd Þegar þessi orð birtast á prenti mun flötin á lstu braut vera fyrir bí. Föstudaginn 24ða október byrjuðu framkvæmdir á fyrstu braut með því að ýta ruddi burt þúst, sem leikið hefur verið á í meir en 20 ár. Margar eru minningarnar, sem tengjast lstu flötinni; ófáir hafa bráðabanarnir ráðist á pútti (eða þrípútti) á sléttri en misjafnri flötinni. Hróður lstu flatar var góður á ár- um áður, meðan kröfur golfara voru hófsamari en í dag, og í blámóðu minninganna þykist maður sjá fyrir sér ýrgræna og stórgóða flöt. En lsta flöt endar sitt skeið á tímum aukinna krafna og í kjölfar 2ja hall- æra, sem hafa gert hana öldungis óboðlega sem andlit vallarins. Helstu ástæður þess hve léleg lsta flötin hefur verið á undanförnum árum liggja í uppbyggingu hennar. Undirlag flatarinnar var rauðamöl sem er mjög einangrandi efni, og það sem verra er heldur í sér frosti ,,fram eftir öllu“. Hversu afgerandi áhrif þessi þáttur hafði á gróður eða öllu heldur gróðurleysi flatarinnar skal ósagt látið, en þyngra á metun- um vegur yfirlagið, moldin sjálf. Staðreyndin er sú, að gras náði vart að skjóta rótum i leirkenndri mold- inni; víðast hvar á flötinni risti gras- rótin ekki dýpra en 1 cm, nema þar sem götun og toppdressun hafði bætt jaðveginn með sandblandaðri mold og gert rótinni kleyft að kom- ast allt að 5 cm niður. Þetta sýnir mikilvægi götunar, en hinn mikli umgangur véla og manna gerir þessa viðhaldsaðgerð óhjákvæmilega, og skal þetta tækfæri notað til þess að skora á kylfinga klúbbsins að sýna þessu starfi þolinmæði og skilning. Og nú, til þess að létta spennunni af óþolinmóðum kylfingum, skal stóru spurningunni svarað: ,,Hve- nær verður hægt að leika á nýju flöt- inni?“ I haust verður unnin mestöll undirbúningsvinna flatarinnar fyrir sjálfa mótun hennar; búið er að ýta niður á fast, keyra undirlagsmölina og yfirlagið, moldina og sandinn á sinn stað. Flötin verður síðan mótuð við fyrsta tækifæri næsta vor, og ef sáning tekst vel verður hægt að leika á henni seinni hluta sumars. Fram að þeim tíma verður leikið á „vetrar- flöt“, og'enn og aftur eru kylfingar minntir á, að „þolinmæði þrautir vinnur allar.“ GOLFSKÁLINN GRAFARHOLTI LEIGJUM ÚT SALARKYNNI FYRIR ALLAR TEGUNDIR MANNFAGNAÐA ÁRSHÁTÍÐIR - ÞORRABLÓT FERMINGAR - GIFTINGAR ERFIDRYKKJUR - AFMÆLI DANSLEIKI - JÓLABÖLL O.F.L. HAFIÐ SAMBAND VIÐ ÓLAF SCHRAM FLYÐRUGRANDA 12 S. 19408 • 38340 • 686765

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.