Kylfingur - 01.05.2006, Page 34

Kylfingur - 01.05.2006, Page 34
WsW'fTI svtirað 1 « ■ ilnlnW 1 ■:: ‘írf iiiiij# Hhb Nafn? -Ragnheiður •Lárusdottir' Aldur? Á besta aldri á hverjum tíma í GR síðan? Alltof stutt Forgjöf? Ég finn það á mér að ég er á hraðri niðurleið Slæsari eða húkkari? Hvað er það? Á ekki að slá beint á braut? Sullari eða þrípúttari? Það er alveg ótrúlega misjafnt St. Andrews eða Augusta National? Bara Grafarholtsvöllur Erfiðasta höggið í golfi? Öll Uppáhaldsbraut á völlum GR? Fallegust er 7. brautin í Grafarholtí Uppáhaldsvöllur? Grafarholtsvöllur Skemmtilegasti kylfingurinn? Siggi Dags. Drgumahollið? Fullt af Mafíósum Markmið í golfinu? Alltaf að gera betur Holl ráð fyrir golfið? Það þarf að aefa < þessa íþrótt Ertu í golfklíku og ef svo er, hver er hún? MAFÍÓSUM, Bella Donna Ég held með? Áfram VALUR! Að vera í GR er? Forréttindi, prontó! Félagsstarf í Golfklúbbi Reykjavíkur á ári. Konur halda sitt sérstaka uppskeru- mót með öllu tilheyrandi, en það er eins og alltaf að drífandi leiðtogar verða að halda utan urn svona starf, því annars ger- ist ekki neitt. Stórglæsilegt Gala-kvennakvöld var haldið í byrjun mars, rúmlega 100 konur gerðu sér dagamun, mættu í síðkjólum og slógu að sjalfsögðu allar í gegn. Ekki má gleyma að glæsilegasta kvennamót lands- ins hefur verið haldið í Grafarholti undan- farin 3 ár, Opna Nancy-Lopez/Nevada Bob og selst upp í það á nokkram klukku- stundum. Aðrar uppákomur eru t.d. Jónsmessan sem hefur hingað til tekist þokkalega, leikið golf og slett úr klaufunum, stór- glæsileg verðlaunaafhending í lok meist- aramóts, stiginn dans fram eftir kveldi og að ógleymdri Bændaglímu. Það má heita furðulegt að í 2.350 rnanna klúbbi komi aðeins rúmlega 100 manns í Bændaglím- una. Svo kvarta menn yfir að félagsstarf- ið sé lélegt. Það er alltaf þannig að maður er manns gaman, það er erfitt fyrir stjómarmenn að skipuleggja félagsstarf þegar mætingar eru dræmar. Eg hef gengið með það í maganum í mörg ár að halda árshátíð t.d. í febrúar. Ef eitthvað hefur verið, þá draga allir í kringum mig úr mér kjarkinn og telja að mæting verði slæleg. Skora ég á einhverja hressa menn/konur að leggja á sig smá vinnu og koma á laggimar góðri árshátíð, eins og á árum áður, konur í síð- kjólum og herrar í smóking. Það hæfir stærsta golfkklúbbi landsins. Að lokum skal minnast á Greifakvöld- ið, sem er herrakvöld GR, virðing og þátt- taka hefur aukist með áranum, allur ágóði rennur til unglingastarfs klúbbsins og er það vel. Við skulum ekki gleyma því að allur sá fjöldi af boðsmótum og fyrirtækjamótum sem í boði eru slær á félagslegu þörfina hjá stórurn hópi kylfinga í GR, en það er engin launung að betur má ef duga skal. Skora ég á félagslega þyrsta kylfinga að gefa sig fram og hjálpa til við að auka fél- agslega þáttinn, því hann verður að koma innan frá. Jón P. Jónsson, varaformaður GR. Ég sé mig tilneyddan til að stinga niður penna og fjalla lauslega um félagsstarf- ið í GR. Komið hefur fram á spjallrás- um netsins að margir kvarta yfír lélegu félagsstarfi innan klúbbsins. Förum lauslega yfir það sem er í boði. Unglingastarfið er mjög öflugt með allskonar uppákomum, æfingaferðum og keppnum sem heldur okkai' yngri kylfing- um við efnið. GR býður t.a.m. uppá bamagolf í Básum á laugardögum í sam- starfi við Nevada Bob, rekur golfskóla á Korpu á sumrin í samstaifi við ITR og býður að auki uppá æfingar fyrir alla krakka sem eru meðlimir í klúbbnum. Þar sem golfsumarið er alltof stutt og skólar byrja um miðjan ágúst, þá miðast öll vinna við sumartímann, en einungis er um 8-9 vikna tímabil að ræða. Yfir vetrartím- ann eru æfingar haldnar innanhúss og í Básum. Árangur síðustu sumra stendur uppúr, GR-ingar eru margfaldir Islands- og stigameistarar í flokkum unglinga. Það vinna 3-6 kennarar og leiðbeinendur með krökkunum okkar og hefur þeim tekist mjög upp. Kvennastarf Sérstök kvennanefnd starfar innan klúbbsins og tekur að sér ferðir og mót á vegum klúbbsins. Kvennanefndin skipu- leggur kvennagolf einu sinni í viku í sér- stökum kvennatímum sem eru rnjög fjöl- sóttir. Farnar era ein til tvær kvennaferðir 30 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.