Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 2
2 30. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Grétar, eru fasteignasalar eldhressir með þetta? „Já, þessi bæklingur fer eins og eldur í sinu á milli fasteignasala þessa dagana.“ Félag fasteignasala hefur dreift eldvarnar- bæklingi til allra félagsmanna. Grétar Jónasson er formaður félagsins. FANGELSISMÁL Við skoðun sem fang- elsismálayfirvöld gerðu á Kvía- bryggju í lok síðustu viku kom í ljós að mótorhjól, bifreiðar og fjór- hjól í eigu fanga hafa verið geymd í fangelsinu um eitthvert skeið. Hafa fangarnir haft tækin til umráða. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar fóru að Kvíabryggju í gær, þar sem bókhald fangelsisins sætir nú rannsókn vegna gruns um fjárdrátt forstöðumannsins. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins eru tækin sem um ræðir þrjú mótorkrosshjól, eitt fjórhjól og þrír bílar. sem ekki er heimilt að hafa í fangelsinu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsis- málastofnunar, staðfestir að þessi tæki hafi fundist við skoðun sem framkvæmd var í fangelsinu síð- astliðinn fimmtudag og segir ekki heimilt að hafa þau í fangelsinu. „Tækin verða fjarlægð þegar í stað,“ segir hann. „Við leggjum þunga áherslu á að farið verði að einu og öllu eftir reglum er gilda í fangelsum landsins. Ég fundað með fangavörðum og föngum þar sem farið hefur verið yfir þessi mál.“ Forstöðumaður Kvíabryggju var í síðustu viku leystur frá störf- um vegna gruns um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út varning í nafni fangelsis- ins til eigin nota. Grunur leikur á að meint misferli hafi átt sér stað um skeið, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, og að um umtalsverðar upphæðir gæti verið að ræða. Það var Fangelsismálastofnun sem vakti athygli dómsmála- og mannréttindaráðuneytis ins á aðfinnslum sem hún hefur gert við fjárreiður og bókhald fangels- isins að Kvíabryggju. Ráðuneyt- ið ræddi málið við forstöðumann fangelsisins og óskaði hann í fram- haldi af því að Ríkisendurskoðun yrði falið að fara yfir bókhaldið. „Við erum byrjaðir að skoða málið og erum að heimsækja fang- elsið fyrir vestan,“ segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Við viljum sjá hvaða gögn eru á staðn- um, eins og gerist þegar menn eru að rannsaka mál af því tagi sem um er að ræða,“ segir Sveinn og bætir við að hafin sé athugun á bókhaldi fangelsisins. Spurður um framhald- ið segir hann niðurstöðurnar verða sendar dómsmálaráðuneytinu og Fangelsismálastofnun. Síðan sé eðlilegast að Fangelsismálastofnun vísi málinu áfram til þar til bærra aðila, séu efni til þess. Birgir Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi fangavarðar á Kvía- bryggju, hefur verið settur for- stöðumaður meðan á rannsókn stendur. jss@frettabladid.is KVÍABRYGGJA Í ljós hefur komið að fangar á Kvíabryggju voru með sjö farartæki af ýmsum toga. Fangar með torfæru- hjól á Kvíabryggju Við skoðun fangelsisyfirvalda í fangelsinu á Kvíabryggju í lok síðustu viku fund- ust þrjú mótorkrosshjól, fjórhjól og þrír bílar í eigu fanga. Forstjóri Fangelsis- málastofnunar segir þetta óheimilt og að tækin verði fjarlægð hið fyrsta. STJÓRNLAGAÞING Niðurstöðu kosn- inga til stjórnlagaþings er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi í dag. Talning hefur tekið lengri tíma en ætlað var sökum fjölda atkvæða sem þurfti að skoða nánar. Um 10.000 af þeim 83.000 atkvæðum sem greidd voru þurfti að fara yfir á ný og hélt sú vinna áfram fram á nótt að sögn Ástráðs Haraldssonar, formanns landskjör- stjórnar. Í samtali við Fréttablaðið sagði Ástráður að grannskoðunin hefði reynst vera tafsamt ferli, en allt kapp væri lagt á að vanda til verka. „Þarna er aðeins um að ræða atkvæði þar sem einhver grunur leikur á að kjörseðillinn sé hugsan- lega ógildur að einhverju eða öllu leyti. Ef fimm frambjóðendur hafa verið valdir á seðli og allt er rétt gert kemur hann ekki til skoðunar. Tafsamt ferli við yfirferð vafaatkvæða í stjórnlagaþingskosningum: 10.000 atkvæði tefja talningu Kjörsóknin dregur ekki úr vægi þingsins REYKJAVÍK Golfklúbbur Reykjavíkur hefur fallist á að styrkveiting Reykjavíkurborgar til félagsins fyrir árin 2010 til 2013 verði lækk- uð úr 230 milljónum króna í 185 milljónir. Um það bil viku eftir að borg- in gerði nýjan samning við GR í vor kom fram í gögnum frá fram- kvæmdastjóra golfklúbbsins, Garðari Eyland, að af 210 milljón- um króna sem borgin hefði veitt klúbbnum vegna tiltekinna fram- kvæmda á árunum 2007 til 2009 hefðu 115 milljónir í raun ekki farið til framkvæmda heldur til að greiða niður lán í þann mund sem bankarnir hrundu. Þetta tóku þáverandi borgaryfirvöld óstinnt upp og vildu taka samninginn upp. Nú er viðræðum um það lokið með fyrrgreindri niðurstöðu. „Samningurinn sem var gerður í vor reyndist naglfastur en þeir sættust á að endurgreiða borginni tæplega helmings hlut af kostn- aði vegna vélageymslu sem þeir eiga ennþá eftir að byggja,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. Hann kveður samning- inn frá í vor hafa létt af öllum fyrri skuldbindingum golfklúbbsins. „Við höfðum ekki beinlínis mikil lagaleg rök heldur fyrst og fremst siðferði- leg. En það þurfti að klára málið og menn mættust á miðri leið,“ segir formaður borgarráðs. - gar Samkomulag náðist í styrkjamáli Reykjavíkurborgar og Golfklúbbs Reykjavíkur: Styrkir til GR lækka um 45 milljónir GARÐAR EYLAND Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur. Ef seðillinn er hins vegar með eyðu inni á milli eða óskýrt skrifaður þarf að líta aftur á hann.“ Þegar yfirferð er lokið á enn eftir að fara yfir heildarniðurstöðuna að nýju. - þj „Ég hefði vitaskuld fagnað meiri þátttöku en raun varð á en það breytir því ekki að yfir áttatíu þúsund manns nýttu lýðræðislegan rétt að kjósa til stjórnlagaþings sem í mínum huga er stór- merkileg tilraun til að færa valdið til fólksins til að hafa áhrif á breytingu á stjórnarskránni. Þingið hefur verið ófært um það nema að takmörkuðu leyti marga síðustu áratugi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.“ Heldurðu að kjörsóknin dragi úr vægi þingsins? „Nei, ég held ekki. Ég tel þingið vera stóran þátt í lýðræðisumbótum sem vakið hafa athygli erlendis. Ég óska þeim velfarnaðar sem veljast til setu á þinginu.“JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR SLYS Orsök flugslyssins í Selár- dal í Vopnafirði í fyrrasumar, sem kostaði einn mann lífið, er að flugvélinni, eins hreyfils Cessnu var flogið undir lágmarksflug- hæð. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa, sem var gefin út í gær. Flugmað- urinn, sem komst lífs af úr slys- inu, hafi ekki séð rafmagnslínu sem var strengd yfir Selá þvert á flugstefnu flugvélarinnar með þeim afleiðingum að flugvélin fór utan í línuna og brotlenti. Farþeg- inn lést á slysstað og flugmaður- inn slasaðist mikið. - þj Orsök flugslyss ljós: Flaug neðan við lágmarkshæð STJÓRNMÁL „Það er verið að gera úrslitatilraun til að ná saman. Þeir [bankarnir og lífeyrissjóð- irnir] eru að skoða hugmyndir frá okkur og ég vonast eftir svari ekki seinna en á morgun [í dag],“ segir Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Hún kveðst telja mikilvægt fyrir alla aðila að sameigin- leg niðurstaða fáist í stað þess að hver fari í sína áttina. „Það er ekki síður til hagsbóta fyrir bankana og lífeyrissjóðina að við náum sanngjarnri niðurstöðu fyrir alla.“ Stjórnvöld fóru í gær yfir stöð- una með forystu stjórnarandstöð- unnar. Þrjár vikur eru síðan hópur sérfræðinga skilaði útreikning- um um kostnað af ýmsum leiðum til lausnar á vandanum. - bþs Aðgerðir vegna skuldavandans: Verið að gera úrslitatilraun SUÐUR-KÓREA, AP Suður-kóreski herinn tilkynnti í gær að til stæði að hefja á ný stórskotaliðsæfing- ar á eyjum skammt frá norður- kóresku yfirráðasvæði. Stuttu síðar var tilkynnt að æfingunum hefði verið frestað. Sams konar æfingar urðu til þess að stjórnvöld í Norður- Kóreu skutu yfir 200 sprengikúl- um á eyjarnar fyrir viku. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa varað stjórnvöld sunnan landa- mæranna við því að hefja æfing- ar á eyjunum á ný. Spennan hefur enn aukist síðustu daga, eftir að bandaríski og suður-kóreski flotinn hófu æfingar á hafsvæði skammt frá Norður-Kóreu. - bj Áfram spenna á Kóreuskaga: Stórskotalið frestar æfingu SPENNA Bandarísk flotadeild hefur verið við æfingar á hafsvæði skammt frá lög- sögu Norður-Kóreu undanfarna daga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti hefur ítrekað við Ólaf Ragnar Grímsson, for- seta Íslands, áhuga sinn á samstarfi ríkj- anna. Sendiherra Rússlands á Íslandi, Andr- ei Tsyganov, afhenti Ólafi Ragnari bréf forsetans þar um í gær. Í því er ítrekaður áhugi á aukinni samvinnu, með tilliti til nýsköpunar í orkumálum, nútímavæðingar, fjárfestingar- verkefna og málefna norðurslóða. Forsetarnir hittust í Rússlandi í september og ræddu ofangreind málefni, auk annarra. - bþs Medvedev sendir Ólafi bréf: Rússar ítreka samstarfsáhuga ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON WASHINGTON, AP Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, staðfestir að yfirvöld rann- saki mál sem tengist hugsanleg- um fjármálabrotum á Wall Street. Holder hélt blaðamannafund um málið í gær. Hann vildi ekkert segja til um það hvort rannsókn- in beindist að starfsemi vogun- arsjóðs eða innherjaviðskiptum. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) gerði húsleit á skrifstofum þriggja vogunarsjóða í New York, Connecticut og Massachusetts í síðustu viku. - jab Grunur um brot á Wall Street: Stærsta húsleit alríkislögreglu SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.