Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 30. nóvember 2010 15 AF NETINU 25% af launum í aukakostnað vegna krónunnar Vextir hér eru og verða alltaf a.m.k. 5% hærri vegna krónunnar. Vextir leiða til hærra verðlags. Óstöðugur gjaldmiðill leiðir til enn hærra verðlags. Það eru aðstæður og skilyrði sem ákvarða hvort fyrirtæki vaxa og dafna. 25% af launum íslendinga fara í aukakostnað vegna krónunnar. Til þess að hafa svipuð laun og annarsstaðar á norðurlöndunum þurfum við að skila 25% lengri vinnuviku. Ef fjölskylda sem kaupir sér eitt hús á Íslandi og önnur kaupir sér hús t.d. í Danmörku. Þá er staðan sú eftir 20 ár að þá hefur íslenska fjölskyldan greitt sem svarar andvirðis tveggja húsa, séu greiðslur bornar saman við endurgjald dönsku fjölskyldunnar. gudmundur.eyjan.is Guðmundur Gunnarsson Núverandi ríkisstjórn hefur að ýmsu leyti sérstöðu á sviði utanríkismála enda stjórn- arflokkarnir með mjög ólíka stefnu í þeim málaflokki. Þetta hefur verið áberandi í tengslum við Evrópusambandið og aðildar- umsókn Íslands að því. Þetta á ekki síður við varðandi afstöðuna til NATO. Samfylkingin styður aðild að þessu hernaðarbanda- lagi og reiðir sig þar á stuðn- ing stjórnarandstöðuflokkanna, einkum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar flokks. Þessi stefna er afleiðing sein- ustu kosningaúrslita og það er ekkert óeðlilegt að flokkar sem eru ósammála í þessu máli komi sér saman um að mynda ríkis- stjórn til að koma fram öðrum málum. Finna má dæmi um þetta frá ýmsum öðrum ríkjum, t.d. Danmörku, þar sem utanríkis- pólitíski meirihlutinn var annar en ríkisstjórnarmeirihlutinn á níunda áratugnum. Á hinn bóginn er engin ástæða til að breiða yfir þennan ágreining eða láta eins og hann sé ekki til. Viðleitni til þess má finna í skrifum forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra að undanförnu. Þar reyna þau að gera NATO aðlaðandi í augum friðarsinna með því að gefa til kynna að bandalagið hafi breyst. Nánari athugun á málavöxtum styður hins vegar ekki þá skoðun. Það er rétt að eftir að hann var kjörinn Bandaríkjaforseti gaf Barack Obama til kynna að hann hygðist breyta verulega um stefnu varðandi vígbúnað og afvopnun. Stærsta breyting- in var sú að Bandaríkin hafa nú gert kjarnorkuafvopnun að loka- markmiði sínu. Fyrir yfirlýsingar sínar í þessum málum fékk Obama friðarverðlaun Nóbels 2009. Sú viðurkenning var þó of snemmbær. NATO-fundurinn á dögunum samþykkti stefnu sem er í meginatriðum sú sama og var ákvörðuð á svipuðum fundi 2008, þegar George W. Bush var Bandaríkjaforseti. Sérstak- lega er eftirtektarvert að ekki skuli hróflað við kjarnorkustefnu bandalagsins. Ef mark væri takandi á yfir- lýsingum Obamas um kjarnorku- afvopnun hefði NATO getað stigið ýmis skref í átt að kjarn- orkuafvopnun. Í fyrsta lagi með því að falla frá núverandi stefnu sem felur í sér að bandalagið áskilur sér rétt til að beita kjarn- orkuvopnum að fyrra bragði. Það gerðist ekki heldur rígheldur NATO í þá stefnu. Þetta gerir það að verkum að eldflaugavarna- kerfi sem bandalagið kemur sér upp verður ekki skilgreint öðru- vísi heldur en sem árásarkerfi. Með þessu kerfi kemur banda- lagið sér upp aðstöðu til að gera kjarnorkuárásir á önnur lönd án þess að þurfa að óttast gagnárás. Slíkt er ögrun við öll kjarnorku- veldi sem standa utan þessa sam- komulags, þ.á m. Kína, Indland og Pakistan. Það felur einnig í sér aukna hótun um árás á hvert það ríki sem Bandaríkin ákveða að skilgreina sem óvinaríki hverju sinni, óháð því hvort það hafi yfir kjarnorkuvopnum að ráða eða ekki. Eina breytingin á fyrri sam- þykktum um eldflaugavarnir er aukið samráð við Rússland. Í því felst þó afar lítið framfaraspor því að eftir sem áður mynda slík- ar eldflaugavarnir ógn við öll ríki þriðja heimsins og þar af leiðandi mikinn meirihluta jarðarbúa. Í öðru lagi hefði bandalagið lagt eitthvað að mörkum til að draga úr útbreiðslu kjarnorku- vopna, með því að flytja banda- rísk kjarnorkuvopn frá Þýska- landi, Ítalíu, Hollandi, Belgíu og Tyrklandi. Engin slík ákvörðun var þó tekin. Í því ljósi eru yfirlýsingar um andstöðu við útbreiðslu kjarnorkuvopna mark- leysa. Í þeim felst ekki annað en að Bandaríkin vilja taka sér einokunarrétt á því að breiða út kjarnorkuvopn. Í þriðja lagi gætu NATO-ríkin hafa tekið ákvörðun um að styðja framvegis við bakið á einni af þeim tillögum sem reglulega koma fyrir allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna, um að ríkjum heimsins beri að ná samkomu- lagi um að banna hvers konar framleiðslu og meðferð kjarn- orkuvopna, ekki síst beitingu kjarnorkuvopna eða hótun um að beita þeim. Jafnframt beri að útrýma slíkum vopnum hið bráðasta. Hingað til hafa NATO- ríkin, ásamt Rússlandi, tilheyrt fámennum minnihlutahópi ríkja sem standa gegn slíkum tillögum. Ástæða væri til þess að fagna ef NATO-ríki tækju skref til þess að vinna að friði í heimin- um í stað þess að vera ein helsta ógnin við hann. En það er ekki nóg að tala um að þjóðir vilji frið og afvopnun þegar þær eru ekki reiðubúnar að stíga örsmá skref í þá átt. Hvað varðar „friðarbanda- lagið“ NATO þá hefur bilið á milli orða og athafna aldrei verið breiðara. Utanríkisstefna ósk- hyggjunnar Sverrir Jakobsson sagnfræðingur Í DAG Þar reyna þau að gera NATO aðlaðandi í augum friðarsinna með því að gefa til kynna að bandalagið hafi breyst. Nánari athugun á málavöxtum styður hins vegar ekki þá skoðun. Í aðdraganda Stjórnlagaþings og reyndar allt frá Hruni hefur mikið verið rætt um lýðræði. Um þátttöku almennings i stjórnmálum og ákvarðanatöku. Það er spenn- andi umræða og mikilvæg. Hún hefur þó stundum verið dálítið ein- hliða. Mig langar að velta upp einu atriði sem þessu tengist en það er menntun. Ég hef þá kenningu, sem reynd- ar er studd óteljandi rannsóknum, að því meiri menntun sem fólk hafi, því meiri líkur séu á því að það taki þátt í lýðræðinu á virkan hátt. Þetta sýna bæði danskar, breskar og bandarískar rannsóknir. Ég hef starfað í fullorðins- fræðslu í nokkur ár, einkum þó að menntun þeirra sem stysta mennt- un hafa, og þetta kemur mér ekki á óvart. Margir þeirra sem stysta menntun hafa nota ekki eða lítið tölvur, veigra sér við að senda eitt- hvað frá sér skriflega, lesa lítið sem ekkert og þannig mætti lengi telja. Það þarf hins vegar ekki að þýða að skoðanir þeirra og við- horf séu eitthvað minna virði en okkar sem erum meira fyrir að tjá okkur skriflega, höfum áhuga á pólitík og notum mikinn tíma til þess að fylgjast með og tjá okkur um pólitík. Það þýðir hins vegar alveg örugglega að það eru minni líkur á því að þetta fólk taki þátt í umræðunni á Skuggaþingi, Betri Reykjavík eða öðrum þeim vefsíð- um sem kunna að verða settar upp til að stuðla að þátttöku almennings í ákvörðunum. Það eru líka minni líkur á því að fólk með stutta menntun að baki hafi aflað sér upplýsinga um fram- bjóðendur til stjórnlagaþings á net- inu. Almennt eru minni líkur á því að þessi hópur taki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál. Það þýðir líka að það er minna mark tekið á þeim sem tjá sig, skriflega, á netinu án þess að vera vanir/vanar því að skrifa um sínar hugmyndir. Það er minna mark tekið á þeim sem orða hlutina ekki vel og gera stafsetningar- og mál- fræðivillur heldur en þeim sem eru vanari að tjá sig skriflega. Því get ég lofað. Það er ekki sanngjarnt en þannig er það. Alveg eins og fyrir 109 árum þegar Pjetur G. Guð- mundsson langafi minn stofnaði leshring verkamanna. Leshring sem hafði það verkefni að þjálfa þátttakendur í að tjá sig; munnlega og skriflega. Því eins og Pjetur benti á dæmir fólk formið en ekki innihaldið. Þetta þarf ekki að þýða að við eigum ekki að leggja áherslu á þátt- tökulýðræði. Nei, það sem þetta þýðir er að ef við viljum auka lýð- ræði í landinu þurfum við líka að auka menntun. Þetta benti Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra á nýlega á ráðstefnu símenntunar- miðstöðva. Þar sagði hún að lýð- ræðisrökin væri mikilvæg rök fyrir því að leggja áherslu á fullorðins- fræðslu. Ég er sammála henni um það. Þátttökulýðræði og menntun Stjórnlagaþing Ingibjörg Stefánsdóttir verkefnastjóri Staðgreiðslulán Borgunar eru einföld leið fyrir verslanir til að bjóða viðskiptavinum sínum að dreifa greiðslum á kreditkort í allt að 48 mánuði. MasterCard og VISA korthafar eiga kost á að nýta sér þessa greiðsluleið. Kostir Staðgreiðslulána Bætt þjónusta Engin þjónustugjöld Uppgjör á öðrum degi Borgun ábyrgist uppgjör til seljanda Hafðu samband við okkur í síma 560 1600 eða á fyrirtaeki@borgun.is og kynntu þér kosti lánanna. Auðveldaðu viðskiptin með Staðgreiðslulánum Borgunar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.