Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 20
 30. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 Urta Islandica hefur hafið framleiðslu á kryddsultum og íslensku jurtatei í pokum, auk ýmiss konar urta- og berjasýróps. Einnig hafa þær Þóra Þórisdóttir og Ólöf Erna Adams- dóttir, sem standa að Urta Islandica, opnað sérverslunina Gömlu matarbúðina sem mun sérhæfa sig í mat- og snyrtivörum unnum úr íslenska jurtaríkinu. „Við Ólöf kynntumst á Brautargengisnám- skeiði Impru í fyrra,“ segir Þóra. „Ég var þá búin að vera að vinna að þessu í um tvö ár. Ólöf hins vegar var með kryddsultuuppskrift sem hafði verið að þróa árum saman og kom á námskeiðið með viðskiptahugmynd um hana. Ég var meira te-megin og í heilsuvörunum og ég stakk upp á því við Ólöfu að við skelltum okkur saman, í stað þess að vera hvor í sínu horni.“ Samstarfið blómstraði og nú hefur Urta Islandica sett á markað tvær kryddsultur, rabarbararögg og bláberja-chilli, alls konar te svo sem aðalbláberjate, detox-blöndu með gul- möðru og boðflennur sem er blanda úr hvönn, njóla og kerfli, jurtum sem taldar hafa verið boðflennur í íslenskri náttúru. „Svo erum við með mikið úrval af jurta- sýrópi,“ segir Þóra. „Sú hugmynd fæddist í framhaldi af teinu. Sýrópið var upphaf- lega hugsað til að sæta teið en er allt í einu komið í gourmet-deildina því fólk hefur verið að nota þetta út á ís, í eftirrétti, á kökur og til að gljá osta og ég veit ekki hvað og hvað.“ Jurtasýrópið er meðal annars gert úr birki- laufi, rabarbara, hrútaberjalyngi og villiberj- um og Þóra segir það hafa komið þeim stöllum gleðilega á óvart hversu mikla hrifningu sýr- ópið vakti. „Það er gömul aðferð til að varð- veita jurtir að geyma þær í sykri,“ segir hún. „Og svo var þessi aðferð líka notuð í gamla daga ef jurtirnar voru bragðvondar, sérstak- lega til að koma þeim ofan í börn.“ Þóra og Ólöf létu ekki staðar numið við framleiðslu varanna frá Urta Islandica heldur hafa opnað sérverslunina Gömlu matarbúðina að Austurgötu 47 í Hafnarfirði. Þar selja þær ekki einvörðungu eigin framleiðslu heldur vörur frá flest- um þeim sem framleiða mat- eða snyrtivörur úr íslenskum jurt- um. „Okkur langaði til að sjá samlegðaráhrifin og athuga hvort verslun á þessu þrönga sviði gæti gengið,“ segir Þóra. „Og við sjáum ekki betur en þetta sé bara alveg ljómandi hugmynd. Viðbrögðin hafa verið alveg rosalega jákvæð og við finn- um það að fólki finnst mikill munur að geta gengið að þessum vörum á einum stað. Við höfum þrjá markhópa: matgæðinga, heilsumeðvitaða og erlenda ferðamenn og allir þess- ir hópar virðast vera að taka vel við sér.“ Í Gömlu matarbúðinni má fá vörur frá Móður jörð, Íslenskri hollustu, Blóð- bergsgarðinum, Sögu Med- ica, Villimey, Sóley og Önnu Rósu grasalækni auk varanna frá Urta Islandica. Vörurnar frá Urta Islandica fást einnig í Melabúðinni, Búrinu og Ostabúðinni Bitruhálsi. fridrika@frettabladid.is Kryddsultur, te og sýróp úr urtum Urta Islandica sem framleiðir matvöru úr íslenskum jurtum er samstarfsverkefni Ólafar Ernu Adamsdóttur og Þóru Þórisdóttur. Þær hafa einnig opnað verslunina Gömlu matarbúðina þar sem ætlunin er að selja vörur frá öllum sem framleiða mat- eða snyrtivörur úr íslenskum jurtum. Þóra og Ólöf í nýju Gömlu matarbúðinni í Hafnarfirði, þar sem eingöngu fást vörur unnar úr íslenskum jurtum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þetta verður fræðandi og notaleg morgunstund þar sem þátttakendur fá sýn á nýjar leiðir til að takast á við daglegt líf án streitu og fara inn í jóla- undirbúninginn með ró í huga og frið í sál,“ segir Björg Stefánsdóttir, skrif- stofustjóri hjá Náttúrulækningafélagi Reykjavíkur, um morgunfundinn næsta laugardag. Stundin byrjar með næringu í formi safa og ávaxta ásamt slökunaræfingum, síðan kenn- ir Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræð- ingur þátttakendum að meta eigin streitu og streituvalda, Magna Fríður Birnir, hjúkrunarforstjóri HNLFÍ, fjall- ar um streitu og slökun og Erla Gerð- ur Sveinsdóttir, yfirlæknir HNLFÍ og Heilsuborgar, nefnir sinn fyrirlestur Hvað á ég að gera til að bæta heilsuna. Fundurinn er í Heilsuborg, Faxafeni 14. Nánari upplýsingar eru á heilsu- borg.is Daglegt líf án streitu SKJÖLDUR OG SVERÐ GEGN STREITU ER YFIRSKRIFT FRÆÐSLUFUNDAR NÁTT- ÚRULÆKNINGAFÉLAGS REYKJAVÍKUR LAUGARDAGINN 4. DESEMBER SEM STENDUR FRÁ KLUKKAN 9 TIL 13. Magna Fríður Birnir er meðal frummæl- enda á fundinum. Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Skörun blaðalesturs að meðaltali á dag, mán.-lau., höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Heimild: Blaðakannanir Capacent ágúst – október 2010. Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið Lesa bara Morgunblaðið Lesa bara Fréttablaðið 67,9% 5,5% 26,6% Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup sýnir ótvírætt. Allt sem þú þarft... Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 94% lesenda blaðanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.