Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 16
16 30. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Í lok september birti Frétta-blaðið grein eftir mig undir fyrirsögninni „Notkun á jarð- gufu eingöngu til raforkufram- leiðslu er hrikaleg rányrkja á auðlind“. Ég benti þar á að í tveimur jarðorkuverum er nýt- ingin til fyrirmyndar, annars vegar á Nesjavöllum og hins vegar á Svartsengi. Á Nesja- völlum er gufuaflið fyrst látið snúa túrbínum sem framleiða rafmagn, síðan er gufan látin hita upp vatn í varmaskiptum. Það vatn nægir til að hita upp öll hús í Kópavogi, Garðabæ. Hafnarfirði og Álftanesi. En þá er nýting orkunnar komin upp í 85%. Þá sagði ég að tæplega væri hægt að komast lengra í nýtingu. En þar skjátlaðist mér því jarðgufuvirkjunin á Svartsengi á líklega heimsmet í nýtingu jarð- gufu. Þar er framleidd raforka með túrbínum, þar á eftir hitað upp vatn í varmaskiptum sem hitar upp öll hús á Suðurnesjum. En þar með er ekki öll sagan sögð. Eftir að gufan hefur farið í gegnum varmaskiptana þéttist hún og verður að vatni sem hefur samt enn í sér mikinn varma. Þetta vatn myndar Bláa lónið, þá víðfrægu bað- og heilsulind. Og ekki nóg með það; úr vatninu eru unnin margs konar heilsu- efni sem m.a. vinna gegn psor- iasis og fleiri húðkvillum. Ég benti á það í minni fyrri grein að í Kröfluvirkjun væri hrikaleg sóun á auðlind, þar er aðeins framleitt rafmagn og guf- unni síðan kastað með ærinni fyrirhöfn. Ég benti á það hvort ekki væri hægt að reisa geysi- afkastamikið ylræktarver við Kröflu, þar væri næg hitaorka og reyndar hafði ég bent á þetta í mínum gömlu pistlum „Lagna- fréttum“ í Morgunblaðinu forð- um. En þetta vakti enga athygli þar til Björk Guðmundsdóttir, okkar ágæti listaambassadör, kom í Návígi Þórhalls Gunnars- sonar og ræddi um orkumálin af mikilli þekkingu. Og hún benti á hvort ekki væri rétt að breyta um notkun á járn- grindahúsunum við Helguvík og setja þar upp ylræktarver í stað álbræðslu. Og þar með flaug hugmyndin um ylræktarver til allra fjölmiðla og hefur verið talsvert í umræðu síðan. En eins og við Kröfluvirkjun er hagkvæmast að ylrækt- arver væri nánast sambyggt orkuverinu. Og hvers vegna? Þá er hægt að spara allan kostnað við varmaskipta, þá þarf ekki að færa orkugjafann úr gufu yfir í vatn, þarna spar- ast mikill stofnkostnaður. Það er einfaldlega hægt að hita upp ylræktarverið með gufukerfum, slík kerfi voru algeng á upphafstímum mið- stöðvarhitunar á Englandi fyrir rúmri öld og gufukerfi hafa verið til margvíslegra nota hérlendis áður fyrr í fisk- vinnsluverum og síldarbræðsl- um. Meira að segja Thor Jensen setti upp gufuketil þegar hann reisti sitt stóra bú að Korpúlfs- stöðum, þar var gufan notuð til þvotta og dauðhreinsunar á mjólkurílátum. En þá var gufan ekki ókeypis, til að hún mynd- aðist þurfti að brenna kolum og síðar olíu. En möguleikarnir eru til bæði á Suðurnesjum og við Kröflu. Satt best að segja finnst mér undarlegt að þetta hafi ekki vakið nokkurn áhuga þeirra sem telja sig mesta náttúru- verndarmenn, þeir hafa yfir- leitt ekki sparað að láta heyra í sér en um þetta hafa þeir þagað þunnu hljóði. Ylræktarver við jarðgufuvirkj- anir gjörbreytir orkunýtingu Orkumál Sigurður Grétar Guðmundsson vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, Þorlákshöfn Finnst mér undarlegt að þetta hefur ekki vakið nokkurn áhuga þeirra sem telja sig mesta náttúruverndarmenn Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið og dafnað um árabil og er orðin einn af mikilvægustu atvinnuvegum landsmanna. Tekj- ur af ferðamönnum námu að talið er um 155 milljörðum króna árið 2009. Hlutfall erlendra ferða- manna á íbúa er nú hærra á Íslandi en í Frakklandi, Spáni og Ítalíu og benda spár til þess að fjöldi ferðamanna gæti farið yfir millj- ón innan eins eða tveggja áratuga. Náttúra Íslands er sú auðlind sem ferðaþjónustan byggir á. Mikill meirihluti erlendra ferðamanna segist koma til Íslands til að upp- lifa náttúruna, sem er mjög ólíkt því sem þekkist í þéttbýlli lönd- um. Náttúra Íslands er óneitan- lega stórfengleg, með eldfjöllum sínum, jöklum og fossum, en hún getur líka verið viðkvæm. Ástand friðlýstra svæða Nýleg greinargerð Umhverfis- stofnunar um ástand friðlýstra svæða hefur vakið mikla athygli. Í henni er fjallað um okkar þekkt- ustu ferðamannastaði sem margir hverjir hafa látið á sjá og nauðsyn- legt þykir að grípa til ráðstafana ef þeir eiga ekki að missa verndar- gildi sitt. Geysissvæðið og Gullfoss eru hér á meðal, auk Landmanna- lauga og Mývatns. Þessi svæði eru meðal okkar dýrmætustu náttúru- gersema. Þetta er áhyggjuefni, en vand- inn er fyrst og fremst bundinn við afmörkuð svæði og því er hægt að bregðast við honum. Bætt land- varsla, skipulag, aðstaða og stíga- gerð eru ekki óyfirstíganlega fjár- frekar aðgerðir, en geta skilað miklu. Það er hins vegar ekki kost- ur í stöðunni að gera ekki neitt. Sinnuleysi um náttúruperlur okkar er vont fyrir framtíð ferðaþjónustu og þá ímynd sem við viljum skapa af Íslandi sem ferðamannalandi. Frá sjónarhóli náttúruverndar er það einnig óásættanlegt. Umhverfisstofnun bendir á ýmsar leiðir til að bæta ástandið sem fæstar eru mjög dýrar. Kostn- aður við náttúruvernd er að mestu leyti fjármagnaður af skattfé, enda er náttúra landsins ein okkar dýr- mætasta eign sem þjóðar. Það er hins vegar eðlilegt að kostnaður við aðstöðu og umbætur á fjölsóttum ferðamannastöðum sé á einhvern hátt borinn af ferðamönnum. Það er í samræmi við nytjagreiðslu- regluna svokölluðu, sem er einn af hornsteinum umhverfisréttar, og það er í samræmi við almenn sanngirnissjónarmið. Umræða um gjaldtöku Ferðamenn sýna hóflegri gjaldtöku oftast skilning ef þeir sjá að fénu er sannanlega varið í góða aðstöðu og metnaðar- fulla vernd náttúrunnar sem þeir koma til að upplifa. Það eru hins vegar skiptar skoðanir um hvaða fyrirkomulag er best í þessu sam- bandi. Umræðan um þessi mál er brýn í ljósi vaxandi fjölda ferða- manna og aukinnar kröfu um nátt- úruvernd. Ferðamenn eru ekki ógn við náttúruvernd, heldur má segja þvert á móti að vaxandi ferðaþjónusta styrki kröfuna um náttúruvernd. Fyrirhyggjuleysi við móttöku ferðamanna er hins vegar ógn. Vanbúnaður í þeim efnum getur vald- ið skemmdum á náttúru Íslands og takmarkað möguleika ferðaþjónustu til vaxtar. Markmið okkar er að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður fólks sem vill sjá stórbrotna náttúru og víð- erni en njóta um leið öryggis og þæginda. Við megum aldrei taka Gullfossi, Geysi, Mývatni, Skafta- felli, Þingvöllum og öðrum vin- sælustu náttúruperlum okkar sem sjálfsögðum hlut. Þær eru hluti af okkar þjóðararfi og þær eru andlit okkar gagnvart umheiminum. Nátt- úrufegurð Íslands er grundvöllur ferðaþjónustunnar og mun vera það áfram um langa framtíð, svo fremi að við berum gæfu til að vernda náttúruna gegn átroðningi og búa henni umgjörð við hæfi. Náttúruvernd og ferðaþjónusta Náttúruvernd Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra of Í kjölfar hrunsins rak þjóðin ríkis stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar af höndum sér. Hrunstjórnina. Ráðherrar úr hrun- stjórninni settust aftur í ríkisstjórn í kjölfarið. Það er hneykslið í íslenskum stjórnmálum. Þjóðin sem var í losti fyrst eftir hrun er farin að átta sig örlítið. Núverandi ríkisstjórn er uppsuða úr gömlu hrunstjórninni, að við- bættri bitlausri stjórn- arandstöðu síðustu ára. Ríkisstjórn sem þannig er til komin hefði þurft að vera hreinskiptnari og ganga ákveðnari til verks er raunin hefur orðið, ekki síst við uppgjör á hruninu. Reyndar er nærtækt að álykta að ríkisstjórn- in sé ófær um slíkt uppgjör. Vantraustið sem ríkir í garð ríkis- valdsins er hættulegt. Við því þarf að bregðast af ábyrgð. Ekki dugir að skamma almenning og heimta virð- ingu hans með þjósti. Um ástæður vantraustsins má vísa í þingsálykt- un sem samþykkt var nýlega með öllum 63 atkvæðum á Alþingi. Þar segir að skýrsla rannsókn- arnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönn- um og stjórnsýslu. Fleira kemur til. Orð og gjörðir þurfa að fylgjast að. Ekki nægir að segjast bera ábyrgð en koma sér síðan undan því að axla hana. Mikilvægur þráður raknaði þegar ráðherrar í ríkisstjórninni beittu sér til þess að koma sam- ráðherrum sínum úr hrunstjórn- inni undan réttvísinni. Málið var persónugert. Sjá lfur forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, kastaði ryki í augu almennings. Hún sló því fram að þeir fjórir fyrrum ráðherr- ar, sem Alþingi bar að ákveða hvort dregnir yrðu fyrir dóm, hefðu ekki getað komið í veg fyrir hrunið. Kæru- efnin á hendur ráðherr- um snerust ekkert um það, eins og forsætisráð- herra vissi vel. Ráðherr- ann lét sér einfaldlega sæma að líta framhjá kæruefnunum, en taka samt þátt í atkvæða- greiðslunni. – Engin til- viljun réði því að upp úr sauð 4. október. Vandséð er hvernig núverandi ríkisstjórn getur áunnið traust á ný. Eins er ófært að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, hvort sem er með þjóðstjórn eða á annan hátt. Landið þarfnast ríkisstjórnar sem almenn- ingur þorir að treysta og getur borið virðingu fyrir. Stjórnar sem er í aðstöðu til að flytja landsmönnum vondar fréttir og vekja með þeim vonir um leið. Núverandi meirihluti á Alþingi á að eiga frumkvæði að myndun utan- þingsstjórnar og verja slíka stjórn falli. Utanþingsstjórn af því tagi hefði raunar átt að skipa í síðasta lagi daginn eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hneykslið í íslensk- um stjórnmálum Hrunið Hjörtur Hjartarson sagnfræðingur Ekki dugir að skamma al- menning og heimta virð- ingu hans með þjósti. Ferðamenn sýna hóflegri gjaldtöku oft- ast skilning fylgir Fréttablaðinu einu sinni í mánuði Næsta blað kemur út á morgun. … allt sem þú þarft Óvenju mörg tilboð í gangi – útsölur næstum allt árið halda lífi í verslunum. Lánshæfi landsins – matsfyrirtækjum mislagðar hendur við mat á stöðu þjóðarbúsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.