Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 30
22 30. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR22 menning@frettabladid.is GARÐAR CORTES Í SELINU Garðar Cortes tenórsöngvari og sænski píanóleikarinn Robert Sund halda tónleika í Selinu á Stokkalæk klukkan 20 á fimmtudag. Saman hafa þeir gefið út þrjá geisladiska með þekktum sönglögum og negrasálmum. Á tónleikunum flytja þeir kunnar og vinsælar dægurlagaperlur, jólalög, negrasálma og íslensk sönglög. í sögu. Jenný sú sem nefnd er í titl- inum er sögumaður bókarinnar, hún segir okkur söguna af ferða- lagi þeirra Jóns og Arnar til Hull á vit föðurarfs Arnar, tæplega 200 para af mokkasínum sem gamli maðurinn safnaði um ævina. Inn í sögu þeirra félaga flétt- ast svo handritið að kvikmynd sem þeir vinna að og inni í þeirri kvikmynd er önnur kvikmynd og þá eru ekki upp taldar allar þær sögur sem fléttast inn í ferða- lag þeirra kumpána og frásögn Jennýjar. Framan af bókinni getur les- anda liðið eins og hann sé stadd- ur í flóknu völundarhúsi, persón- urnar eru margar og sögurnar sem þær tilheyra líka. Sögukon- an Jenný reynist ásamt öðru vera höfundur glæpasagna sem hún skrifar undir dulnefni, en sagan af handritinu er gagnólík þeim. Lesandinn má hafa sig allan við enda segir sögukona í upphafi síðasta kafla bókarinnar: „Eins og lesandinn sem hefur engan áhuga á skáldsögu sem hleyp- ur út undan sjálfri sér til að fela sig fyrir söguþræðinum, hefur skáldsagan engan áhuga á þeim lesanda.“ (430) Samanburðurinn við glæpasögur er engin tilviljun. Handritið... er margbrotin saga, í eina röndina er hún hæggeng- ur farsi sem minnir á fyrri verk Braga þar sem persónurnar lenda í pínlegum aðstæðum sem engin lausn fæst á. Á hinn bóginn er hún líka rannsókn á skáldsagnaform- inu, allt frá Laurence Sterne til nútímans. Jenný er sérkennilegur sögumaður, meðvituð og ágeng og minnir lesandann sífellt á að hann sé að lesa skáldsögu. Auk þessara einkenna, sem sumir myndu kalla póstmódernísk en Jenný minn- ir sjálf á að eru jafngömul skáld- sögunni, er Jenný í hæsta máta óáreiðanleg heimild um líf per- sónanna og ferðalag tvímenning- anna. Hún er ekki með þeim í för og á sjálf við nóg að etja á heima- vígstöðvunum þar sem hún situr við skrifborð og spinnur upp sögu þeirra. Það er með öðrum orðum ekki hægt að treysta neinum í þessari sögu, allra síst sögukon- unni sem þykist hafa flesta þræði í hendi sér. Handritið … er að sögn önnur bókin í fjögurra bóka flokki sem hófst með Sendiherranum. Ef mæla ætti bókina og bókaflokk- inn á mælikvarða hefðbundinna epískra frásagna mætti kannski ímynda sér að hún væri dæmigerð miðbók, það er ekki leyst úr vanda nokkurs manns og engir endahnút- ar hnýttir. En lesandann grun- ar líka að þannig verði það líka í framhaldinu. Sá heimur sem Bragi skapar í þessum sögum þenst bara út, hann er fullur af dularfullum gloppum, eyðum og ormagöng- um og lítil von til þess að sá les- andi sem óskar eftir hefðbundinni skáldsögu með einum snurðulaus- um þræði fái það sem hann óskar sér. Sá sem er á hinn bóginn til- búinn í ferðalag um þennan ein- kennilega söguheim fær það ríku- lega launað. Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Nýjasta skáldsaga Braga Ólafssonar er flókið skáldverk og metnaðarfullt. Þar birtast öll bestu höfundareinkenni Braga, hún er launfyndin og spakleg rannsókn á skáldsögunni og lífinu sjálfu. Bækur ★★★★ Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnús- sonar um uppnámið á veit- ingahúsinu eftir Jenny Alex- son Bragi Ólafsson Titill nýjustu skáldsögu Braga Ólafssonar er engin smásmíði. Og ekki nóg með það, hann er ekki alveg eins á kápu bókarinnar og titilsíðu. Sú sem segir söguna heit- ir ýmist Jenný Alexon eða Jenný Alexson, sem er kannski fyrirboði um það sem koma skal – Jenný er ekki sérstaklega áreiðanlegur sögumaður. Sagan heitir Handritið að kvik- mynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veit- ingahúsinu eftir Jenný Alex(s)on. Þeir Jón og Örn eru lesendum Braga að góðu kunnir. Sonur Jóns, ljóðskáldið Sturla Jón Jónsson, var söguhetja Sendiherrans, síð- ustu skáldsögu hans. Sturla kemur raunar við sögu hér þar sem hann dvelur að því er virðist í góðu yfirlæti í Hvíta-Rússlandi ásamt skáldkonu sem hann kynntist á ljóðahátíð í Litháen og aldraðri móður hennar. Eins og titillinn gefur fyrirheit um er hér saga innan í sögu innan Jenný segir frá Bjargey Ólafsdóttir mynd- listarmaður teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul á föstudag. „Þetta gekk lygilega vel,“ segir Bjargey um ísbjörninn stóra á Langjökli. Verkið var hluti af alþjóðlega verkefninu 350 Earth, þar sem listamenn á sautján stöð- um víðs vegar um heim bjuggu til gríðarstór listaverk sem teknar voru loftmyndir af. Tilefnið var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóð- anna sem hófst í Mexíkó í gær. Bjargey var mætt á Langjökul klukkan að ganga tíu á föstudags- morgun ásamt níu manna föru- neyti, sem aðstoðaði hana við að teikna myndina af birninum. Að auki voru þrír um borð í þyrlunni sem myndirnar voru teknar úr. „Lykillinn af því hvað þetta gekk vel var að valinn maður var í hverju rúmi, eins og í öllum farsælum verkefnum.“ Bjargey segir mestan tíma hafa farið í undirbúninginn, að setja upp punktanet og strengja kíló- metra af snæri á milli til að mála eftir. „Við vorum í sjálfu sér fljót að mála björninn, það tók ekki nema um tvær klukkustundir.“ Hún segir það hafa verið magnaða upp- lifun að svífa upp með þyrlunni og berja björninn augum. „Maður sá auðvitað ekkert þarna niðri annað en línur á milli staura. Það var því alveg dásamlegt að fljúga þarna upp og sjá hvað þetta heppnaðist frábærlega.“ Bjargey segir verkefnið hafa verið krefjandi og lærdómsríkt. „Bestu verkin eru þau sem maður lærir mest af og það sem gefur þessu starfi gildi. Þetta er hluti af því að lifa lífinu lifandi og halda manni alltaf á tánum.“ Finna má myndir af hinum loft- verkunum á heimasíðu verkefn- isins, 350.org – þar á meðal verk Thom Yorke, söngvara Radio- head, sem sett var upp í Brighton á laugardag. bergsteinn@frettabladid.is BJÖRNINN UNNINN Á LANGJÖKLI DRÖG AÐ ÍSBIRNI Bjargey Ólafsdóttir með uppdrátt af ísbirnin- um sem var teiknaður á jökulinn. MYND/HALLDÓR KOLBEINS MILLI PUNKTA Sett var upp punktanet með stikum til að sýna hvar ætti að hella litnum. MYND/HALLDÓR KOLBEINS HÓPURINN Bjargey fékk tíu manns til liðs við sig til að teikna björninn, auk þriggja í viðbót um borð í þyrlunni. MYND/HALLDÓR KOLBEINS HVÍTABJÖRN Á JÖKLI Alls fóru tíu lítrar af matarlit, 900 lítrar af vatni og einn kílómetri af snæri í ísbjörninn, sem var um 4.000 fermetrar. MYND/CHRISTOPHER LUND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.