Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 30. nóvember 2010 27 Iceland Express karla Grindavík-KR 87-77 (39-42) Stig Grindavíkur: Jeremy Kelly 20, Ómar Örn Sævarsson 19 (11 frák.), Páll Axel Vilbergsson 15, Ryan Pettinella 10 (11 frák./5 varin), Ólafur Ólafs- son 9, Þorleifur Ólafsson 7 (6 stoðs.), Guðlaugur Eyjólfsson 7. Stig KR: Marcus Walker 19, Pavel Ermolinskij 14 (11 frák./7 stoðs.), Hreggviður Magnússon 12, Jón Orri Kristjánsson 8, Brynjar Þór Björnsson 8, Fannar Ólafsson 7, Finnur Atli Magnússon 6, Ólafur Már Ægisson 3. ÍR-Hamar 89-84 (42-44) Stig ÍR: Kelly Biedler 24 (17 frák./3 varin), Eiríkur Önundarson 18, Nemanja Sovic 15, Níels Dungal 12, Sveinbjörn Claesson 5, Davíð Þór Fritzson 5, Ásgeir Örn Hlöðversson 4, Hjalti Friðriksson 3, Matic Ribic 2, Kristinn Jónasson 1 Stig Hamars: Darri Hilmarsson 23 (14 frák.), Andre Dabney 19, Ellert Arnarson 16 (10 stoðs.), Kjartan Kárason 11, Snorri Þorvaldsson 4, Svavar Páll Pálsson 4, Hilmar Guðjónsson 3, Ragnar Á. Nathanaelsson 2, Nerijus Taraskus 2. Njarðvík-Haukar 80-67 (36-33) Stig Njarðvíkur: Christopher Smith 22 (13 frák./6 varin), Jóhann Árni Ólafsson 18, Guðmundur Jónsson 17, Lárus Jónsson 7 (6 stoðs.), Rúnar Ingi Erlingsson 7, Friðrik E. Stefánsson 6 (10 frák.), Magnús Þór Gunnarsson 2, Páll Kristinsson 1 Stig Hauka: Haukur Óskarsson 22, Gerald Robinson 18 (13 frák.), Semaj Inge 12 (8 frák./9 stoðs.), Davíð Páll Hermannsson 10, Emil Barja 4, Óskar Ingi Magnússon 1 STAÐAN Í DEILDINNI: Snæfell 9 8 1 903-827 16 Grindavík 9 7 2 805-714 14 Keflavík 9 6 3 806-772 12 KR 9 6 3 886-774 12 Hamar 9 5 4 752-739 10 Stjarnan 9 5 4 795-784 10 Fjölnir 9 4 5 808-805 8 Njarðvík 9 3 6 687-762 6 ------------------------------------------------------ Haukar 9 3 6 757-819 6 Tindastóll 9 3 6 714-789 6 ------------------------------------------------------ KFÍ 9 2 7 827-907 4 ÍR 9 2 7 787-835 4 KARFAN Í GÆR Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Bardaginn um Hafnarfjörð í kvöld er einn af fjórum spennandi leikjum í næstu umferð N1 deildar karla. Fjölmennum á völlinn og styðjum okkar menn! NÚ GANGA GAFLARAR AF GÖFLUNUM! N1 DEILD KARLA FH – Haukar Kaplakriki Í kvöld kl. 19:45 Fram – HK Framhús 1. des. kl. 19:30 Afturelding – Akureyri Varmá 2. des. kl. 18:30 Valur – Selfoss Vodafonehöll 2. des. kl. 19:30 KÖRFUBOLTI Grindvíkingar eru áfram taplausir í Röstinni í vetur og komust aftur upp í annað sæti Iceland Express-deildar karla eftir tíu stiga sigur á KR-ingum, 87-77, í gær. Grindvíkingar tóku völdin í seinni hálfleiknum og héldu KR- liðinu þá í aðeins 35 stigum. „Það var hörkuvarnarleikur sem lagði grunninn að þessu hjá okkur. Við spiluðum mjög góða vörn eig- inlega allan leikinn. Það var aðeins í fyrri hálfleik þar sem við vorum að gefa þeim auðveldar körfur en í heild sinni var varnarleikurinn mjög góður og við góðir í fráköst- unum. Þetta er lið sem skorar yfir 100 stig í leik þannig að það var mjög flott að halda þeim í 77 stig- um,“ sagði Helgi Jónas Guðfinns- son, þjálfari Grindavíkur. KR-liðið komst síðan mest átta stigum yfir í öðrum leikhlutanum, 37-29, en þá fór Grindavíkurliðið í gang, skoraði átta stig í röð og jafnaði leikinn. KR var síðan með þriggja stiga forskot í hálfleik, 42- 39, eftir að Brynjar Þór Björnsson endaði hálfleikinn á þriggja stiga körfu. „Við komum fljótt til baka eftir að við lentum átta stigum undir þannig að það hafði engin áhrif á okkur því við vorum mjög inn- stilltir. Þetta var mikilvægur sigur fyrir liðið og liðsheildina. Við erum búnir að ganga í gegnum það að skipta um Kana og þetta er gott fyrir liðsandann sérstaklega,“ sagði Helgi Jónas. Þriðji leikhlutinn var æsispenn- andi þar sem liðin skiptust á að ná forustunni þar til Grindvíkingar skoruðu níu stig í röð og kom- ust í 64-57. Grindavík var síðan fimm stigum yfir, 65-60, fyrir lokaleikhlutann. KR minnkaði muninn í tvö stig, 65-63, í upphafi leikhlutans en Grindavík svaraði með sjö stigum í röð og var komið með níu stiga for- skot. Grindavík hélt góðum tökum á leiknum. „Þetta var alls ekki gott hjá okkur. Þetta byrjaði ágætlega og við stjórnuðum leiknum ágæt- lega í fyrri hálfleik þó að þeir hafi unnið upp forskotið okkar í lokin á öðrum leikhluta. Varnarleikurinn var ágætur og við vorum nokkuð yfirvegaðir í öllum okkar aðgerð- um. Í seinni hálfleik ætluðum við að auka hraðann í leiknum og mér fannst við ekki ráða nógu vel það,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. KR hefur unnið alla fimm heimaleiki sína en aðeins 1 af 4 úti- leikjum sínum. „Þetta var leikur sem við ætluðum okkur að vinna þannig að það er sárt að ná ekki að landa honum. Ef við klárum næstu leiki sterkt þá erum við ekkert í ónýtri stöðu en það er metnað- ur í þessu liði og það sættir sig enginn við svona leiki því við gátum gert svo miklu, miklu betur. Það á við um bæði leikmenn og þjálfara,“ sagði Hrafn. Besti maður vallarins í gær var Grindvíkingurinn Ómar Sæv- arsson og hann fékk líka hrós frá þjálfaranum. „Ómar barðist gríðarlega, átti frábæran leik og hann á hrós skilið,“ sagði Helgi Jónas en Ómar var með 19 stig og 11 fráköst í leiknum. Njarðvík enduðu fimm leikja taphrinu sína í deildinni með þrettán stiga sigri á nýliðum Hauka, 80-67, í Ljónagryfjunni. Haukar unnu upp forskot Njarð- víkur frá því í upphafi leiks en Njarðvíkingar voru mun sterkari í lokaleikhlutanum sem þeir unnu 25-13 og lönduðu þar með langþráðum sigri, þeim fyrsta í deildinni síðan 17. október. Botnlið ÍR-inga kom á óvart með fimm stiga sigri á Hamri, 89-84, í Selja- skólanum. ÍR náði 20 stiga forskot fimm mín- útum fyrir leikslok en Hamar var nálægt því að vinna muninn upp á síðustu fjórum mín- útum leiksins. ÍR-ingar end- uðu fjögurra leikja taphrinu með þessum sigri en liðið hafði aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum í deildinni. Hamar átti þarna möguleika á að vinna sinn þriðja leik í röð og komast í hóp efstu liða í deildinni. ooj@frettabladid.is Mikilvægur sigur fyrir liðsheildina Grindvíkingar komust aftur upp í annað sæti Iceland Express-deildar karla eftir tíu stiga sigur á KR, 87-77, í Röstinni í gærkvöldi og tvö neðstu liðin, ÍR og Njarðvík, unnu bæði langþráða sigra. ÖFLUGUR Í GÆR Ómar Sævarsson var mikilvægur fyrir Grindvíkinga í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.