Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 10. janúar 2011 15 Hafðu samband Ný og skemmtileg spil með strákunum okkar Strákarnir í handboltalandsliðinu verða í nokkrum útibúum Arion banka í dag kl. 15 - 16 ( Kringluútibú 15:30 - 16:30) og árita plaköt og gefa handboltaspilin. Líttu við í útibú nálægt þér: Vesturbæjarútibú v/ Hagatorg Kringluútibú Hafnarfjörður, Firðinum Garðabær, Garðatorgi Kópavogur, Smáratorgi Ásmundur Einar Daðason er enginn villiköttur sem fer bara sinna eigin ferða. Hann er þvert á móti mjög öflugur liðs- maður – í Heimssýn, samtökum andstæðinga Evrópusambands- ins. Hann er samherji Jóns Vals Jenssonar, Páls Vilhjálmssonar og Styrmis Gunnarssonar en ekki Steingríms J. Sigfússonar, Árna Þórs Sigurðssonar eða Katrínar Jakobsdóttur. Hann á samleið með Davíð Oddssyni en ekki Svandísi Svavarsdóttur. Í Heimssýnarflokknum er hann ómetanlegur félagi. Honum hefur hann svarið sína trúnaðareiða. Út frá sjónarhóli hans vegur hann og metur mál. Þegar hann situr hjá við fjárlög þá er það vegna and- stöðu við þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðu af aðildarviðræð- um Íslendinga að ESB. Ásmundur Einar kann að hafa verið kosinn á þing sem fulltrúi VG en hann starfar ekki sem slíkur í þing- flokki þess flokks, heldur sem fulltrúi Heimssýnarflokksins. Atlamál Þó að flokksráðsfundur VG hafi samþykkt í nóvember að leyfa íslensku þjóðinni að kjósa um aðild að loknum viðræðum við ESB þá varðar Ásmund Einar Daðason ekkert um það. Honum kemur ekkert við hvað er ályktað um hjá stofnunum VG. Hann er ekki fulltrúi þess flokks á þingi. Annar öflugur liðsmaður, Atli Gíslason, dró einmitt til baka ályktun um að slíta aðildar- viðræðunum að ESB á þessum flokksráðsfundi þegar í ljós kom að ekki væri hljómgrunnur fyrir henni á fundinum, þrátt fyrir undirskriftasöfnun og liðsafnað. Í stað þess áréttaði flokkurinn þá afstöðu sína að hagsmunum Íslendinga væri betur borgið utan þessa bandalags um leið og Flokksráð ítrekaði „mikilvægi þess að niðurstaða þess umsóknar- ferlis sem nú stendur yfir verði lögð í dóm þjóðarinnar“. Þessa niðurstöðu Flokksráðs um að klára málið og leyfa svo þjóðinni að taka afstöðu hefur Atli kosið að hafa að engu. Vandræði VG eru ekki síst komin til af því að útbreiddur stuðningur er meðal kjósenda flokksins við aðild að ESB, enda samræmist slík aðild prýðilega hugsjónum um kynjajafnrétti, umhverfisvernd, lýðréttindi, kjarajöfnuð og önnur slík mál sem þessir kjósendur bera fyrir brjósti, jafnvel frekar en óljósar hugmyndir um „fullveldi“ sem ekki er til annars staðar en í heimi frummyndanna og áfram- haldandi kverkatak kvótagreif- anna á íslensku efnahagslífi. „Þingmaður VG“ Enn er fjallað um það í fjölmiðl- um sem frétt að Lilja Mósesdótt- ir, „þingmaður VG“ sé andvíg tilteknum málum ríkisstjórnar- innar. Ætli hitt teldist þó ekki meiri frétt ef svo vildi einhvern tímann til að hún styddi eitt- hvert mál ríkisstjórnarinnar? Nú síðast lýsti Lilja yfir andstöðu sinni við svonefnda „sóknaráætl- un ríkisstjórnarinnar“ – mark- mið fyrir árið 2020 - sem Lilja segir vera „kreppudýpkandi“ en helsta mótbára Lilja við þessa áætlun virðist þó sú að hún sam- rýmist skilyrðum sem kennd eru við Maastricht og ber að uppfylla til að taka upp evru og taka þátt í myntbandalagi Evrópu. Ekki varð sérstaklega vart við þessa ESB- andstöðu Lilju þegar hún settist á þing, enda hefur hún sem fræði- maður fjallað á fremur jákvæðan hátt um hugsanleg áhrif aðildar Íslands að ESB á íslenskan vinnu- markað. Hún studdi það líka þegar samþykkt var á Alþingi að sækja um aðild að ESB. Nú er hins vegar allt í einu engu lík- ara en að hún sé farin að vega og meta mál frá sjónarhóli Heims- sýnarflokksins. Teitur Atlason, sá ágæti blogg- ari, birtir lista um nokkur mark- mið í þessari sóknaráætlun ríkis- stjórnarinnar fyrir árið 2020, sem Lilja hefur lagst gegn. Þetta er í fimmtán liðum og ekki hér ráðrúm til að rekja öll þau fram- faramál sem Lilja hefur hrakist út í að andæfa, en má þó nefna að lækka hlutfall atvinnulausra niður fyrir 3%; auka jöfnuð, vellíðan og góða andlega heilsu; að lækka hlutfall fullorðinna Íslendinga sem ekki hafa hlotið framhaldsmenntun úr 30% og niður í 10%; efla nýsköpun, rann- sóknir og þróun og hátækniiðnað; að notkun á vistvænu eldsneyti í sjávarútvegi og öðrum samgöng- um verði orðin að minnsta kosti 20%, 75% fólksbíla gangi fyrir vistvænu eldsneyti og að Íslend- ingar taki á sig sömu skuldbind- ingar í lofslagsmálum og ríki Evrópu … og þannig mætti áfram telja. Nema það séu áform um lækkun vaxta, skulda ríkisins og verðbólgu sem valda and- stöðu hennar. Að hún vilji sem sé hækkun vaxta, aukna skulda- söfnun og meiri verðbólgu – minni nýsköpun, meiri mengun, minni menntun, meira atvinnu- leysi … Verri lífskjör – bara ef við stöndum utan ESB. Öflugir liðsmenn Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Ásmundur Einar kann að hafa verið kosinn á þing sem fulltrúi VG en hann starfar ekki sem slíkur í þingflokki þess flokks, heldur sem fulltrúi Heimssýnarflokksins. AF NETINU Bjarni úti að aka Rosalega er ég feginn, að Bjarni vafningur Benediktsson er ekki forsætis. Telur söfnun Wikileaks og birtingu New York Times á bandarískum leyniskjölum vera ólöglegt athæfi. Honum finnst þá líklega, að birting New York Times á Pentagon-skjölunum og Washington Post á Watergate- skjölunum vera ólöglega á sínum tíma. Skoðun Bjarna stingur í stúf við almennar, vestrænar skoðanir á birtingu leyniskjala. Viðbrögð hans lykta eindregið af þeim sama fas- isma og einkenndi ríkisstjórnirnar, sem urðu sér til ævarandi skamm- ar í Pentagon og Watergate-mál- unum. Bjarni er úti að aka í þessu máli sem og flokkur hans. jonas.is Jónas Kristjánsson Þeir greiða sem keyra Víðast hvar í Evrópu hefur sú leið verið farin að byggja stór og skilvirk samgöngumannvirki sem fjármögnuð eru að mestu með vegtollum. Þegar ráðist er í slíkar framkvæmdir er oft hægt að stytta leiðir töluvert sem spara vegfar- endum oftast tíma og eldsneyti. Auk þess sem ríkið minnkar um leið atvinnuleysi, umhverfisvanda- mál og slysatíðni. Það gerir ríkið með framkvæmdum, styttingu vega sem leiða til minni elds- neytisnotkunar og öryggi slíkra vega. Þó er það þannig í flestum tilfellum þar sem þetta tíðkast að bifreiðareigandinn getur valið hvort ekið sé um gjaldfrjálsa vegi eða tollvegi. Þar sem aðstæður eru eins og hér er lýst er það hagur allra að ráðast í slíkar framkvæmdir og vegtollar réttlætanlegir. Deiglan.is Janus Arn Guðmundsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.