Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 42
26 10. janúar 2011 MÁNUDAGUR FÓTBOLTI „Þú verður rekinn á morgun,“ sungu stuðningsmenn Manchester United til Kenny Dal- glish þegar hann gekk til búnings- klefa í hálfleik í stórleik ensku bik- arkeppninnar í gær. Heimamenn í United voru 1-0 yfir og Liverpool þar að auki manni færri eftir að fyrirliðanum Steven Gerrard var vísað af velli með rautt spjald. Reyndust þetta svo lokatölur leiksins. Fyrir hádegi á laugardag til- kynnti stjórn Liverpool að Roy Hodgson hefði verið rekinn og var Dalglish ráðinn í hans stað. Dalglish var staddur á skemmti- ferðaskipi í Dubai þegar hann fékk símtalið og kom til Englands á laugardagskvöld, ekki mörgum klukkutímum áður en flautað var til leiks á Old Trafford. Dalglish fékk gríðargóðar mót- tökur hjá stuðningsmönnum Liver- pool enda stýrði hann liðinu til fjölmargra titla þegar hann hélt um stjórnartaumana 1985-1991. Þetta var hins vegar hans fyrsti leikur sem knattspyrnustjóri á þessari öld. En byrjunin á hans fyrsta leik var sem martröð. Erkifjendurnir frá Manchester fengu vítaspyrnu þegar Dimitar Berbatov féll innan teigs eftir viðskipti við Daniel Agger. Dómarinn Howard Webb benti á punktinn en á endursýn- ingum sást að sá búlgarski lét sig falla skrefi eftir að snerting hafði átt sér stað og gestirnir mótmæltu skiljanlega. Dómnum var þó ekki hagg- að og Ryan Giggs, sem átti glim- randi leik í gær, skoraði úr vítinu. Heimamenn komnir yfir og ekki tvær mínútur liðnar. Liverpool fann taktinn hægt og bítandi eftir þetta snemmbúna áfall og virtist vera að ná völdunum á miðjunni þegar annað áfall dundi yfir. Fyrirliðinn Steven Gerrard fór þá í tveggja fóta tæklingu á Michael Carrick og var í kjölfarið sendur í bað. Glórulaust hjá Gerr- ard sem hefur gert margt gáfu- legra á lífsleiðinni. Skiptar skoðanir Þrátt fyrir liðsmuninn og nokkr- ar þungar sóknarlotur tókst United ekki að bæta við öðru marki. Gest- irnir börðust vel og voru líflegri en undanfarnar vikur. Þeim gekk bölvanlega að skapa hættu upp við mark heimamanna en reyndu hvað þeir gátu að sigrast á mótlætinu og spila fínan bolta. Í loftinu voru margar vísbendingar um að stuðn- ingsmenn liðsins fá fleiri tækifæri til að gleðjast það sem eftir lifir tímabils. Vél Manchester United heldur áfram að malla. Þrátt fyrir að liðið sýni enga meistaratilburði og virðist eiga mikið inni þá er það á beinni braut og hefur til að mynda ekki enn tapað í deildinni. Eftir að hafa rutt Liverpool úr vegi verður Southampton mótherjinn í næstu umferð bikarsins en dregið var í hana strax eftir leikinn. „Þessi vítaspyrnudómur var grín. Þetta var kolrangt nema þeir hafi breytt reglunum eitthvað,“ sagði Dalglish. „Mér fannst rauða spjaldið líka harður dómur.“ Heimamenn í United eru honum ekki sammála. „Auðvitað var þetta víti. Það var snerting, nægilega mikil til að ég missti jafnvægið. Fólk sem þekkir mig veit að ég læt mig ekki falla af ástæðulausu,” sagði Berbatov eftir leik. Sir Alex Ferguson, stjóri United, tók í sama streng og bætti við varð- andi rauða spjaldið hjá Gerrard: „Hann tók tveggja fóta tæklingu og með lappirnar í loftinu. Maður er ekki vanur því að sjá svona frá Steven Gerrard en dómarinn átti ekki aðra kosti en að reka hann af velli,“ sagði Ferguson. „Það er í raun með ólíkindum að við höfum ekki náð að vinna þenn- an leik stærra en 1-0. Við áttum að gera út um þetta í seinni hálf- leiknum. Allt getur gerst þegar forystan er svona tæp og ýmislegt hefur gengið á í þessari keppni.“ Wayne Rooney, Edwin van der Sar og Nemanja Vidic voru allir fjarri góðu gamni hjá United í gær en reiknað er með því að þeir verði klárir í slaginn í næsta leik. elvargeir@frettabladid.is Sveinar Sir Alex kunna ekki að tapa Kenny Dalglish lenti í miklu mótlæti í sínum fyrsta leik sem stjóri Liverpool í 20 ár. Dómarinn Howard Webb bættist ekki á jólakortalista hans eftir að liðið féll úr bikarnum með tapi gegn Manchester United. ERFIÐ BYRJUN Kenny Dalglish er aftur kominn í stjórasætið hjá Liverpool en átti erfiðan fyrsta dag í vinnunni í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Þriðja umferð ensku bik- arkeppninnar vekur ávallt mikla athygli en það er í þeirri umferð sem liðin úr tveimur efstu deild- unum í Englandi taka fyrst þátt. Oftar en ekki vilja nokkur stórlið falla úr leik fyrir óþekktum liðum úr neðri deildunum og var engin undantekning þar á nú. Alls taka 739 lið utan efstu tveggja deildanna þátt í ensku bik- arkeppninni, flest í undankeppn- inni, en aðeins 44 þeirra komust alla leið í þriðju umferð aðalkeppn- innar. Enska D-deildarliðið Stevenage kom mest á óvart með því að vinna 3-1 sigur á Newcastle. „Við einbeittum okkur að því fyrir leik hvernig við gætum unnið 5- 0 sigur,“ sagði Graham Westley, stjóri Stevenage. „Við áætluðum að þó svo að okkur myndi ekki tak- ast nema 20 prósent af því sem við ætluðum okkur myndi það samt duga til sigurs.“ Dregið var í fjórðu umferðina í gær en Stevenage mun þá mæta Íslendingaliðinu Reading sem leik- ur í ensku B-deildinni. Reading sló út úrvalsdeildarlið West Brom á laugardaginn. Meistararnir í Chelsea unnu kærkominn sigur í gær er liðið vann Ipswich, 7-0, í bikarnum og mætir næst Everton. Notts County sló út úrvalsdeild- arlið Sunderland um helgina og mætir annað-hvort Manchester City eða Leicester sem skildu jöfn í gær. Leikur Liverpool og Manchest- er United var eina innbyrðisviður- eign úrvalsdeildarfélaga um helg- ina en auk fyrrnefnda liðsins féll Blackpool úr leik eftir tap fyrir Southampton. - esá D-deildarlið Stevenage sló Newcastle út í ensku bikarkeppninni en 3. umferðin fór fram um helgina: Sagði strákunum að vinna Newcastle 5-0 GLEÐI Leikmenn og stuðningsmenn Stevenage fagna. NORDIC PHOTOS/GETTY Enska bikarkeppnin Arsenal - Leeds 1-1 0-1 Robert Snodgrass, víti (55.), 1-1 Cesc Fabre- gas, víti (90.). Lincoln City - Hereford United 3-4 Blackburn - QPR 1-0 Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR. Bolton - York 2-0 1-0 Kevin Davies (83.), 2-0 Johan Elmander (89.) Grétar Rafn Steinsson var ekki í hópnum hjá B. Brighton - Portsmouth 3-1 Hermann Hreiðarsson kom inn á sem varamaður í hálfleik hjá Portsmouth. Bristol City - Sheffield Wednesday 0-3 Burnley - Port Vale 4-2 Burton Albion - Middlesbrough 2-1 Coventry - Crystal Palace 2-1 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cov. Doncaster - Wolves 2-2 0-1 Nenad Milijas (38.), 1-1 Billy Sharp (41.), 2-1 James Hayter (42.), 2-2 Stephen Hunt (57.) Fulham - Peterborough 6-2 Huddersfield - Dover 2-0 Jóhannes Karl Guðjónsson var á bekknum hjá H. Hull - Wigan 2-3 Norwich - Leyton Orient 0-1 Preston - Nottingham Forest 1-2 Reading - WBA 1-0 1-0 Shane Long (41.) Ívar Ingimarsson var á bekknum hjá Reading. Scunthorpe - Everton 1-5 0-1 Louis Saha (4.), 0-2 Jermaine Beckford (32.), 1-2 Michael Collins (46.), 1-3 Seamus Coleman (57.), 1-4 Maroune Fellaini (73.), 1-5 Leighton Baines (82.) Sheffield United - Aston Villa 1-3 0-1 Kyle Walker (8.), 0-2 Marc Albrighton (33.), 1-2 Jamie Ward (47.), 1-3 Stiliyan Petrov (90.) Southampton - Blackpool 2-0 1-0 Lee Barnard (53.), 2-0 G. Do Prado (88.) Stoke City - Cardiff City 1-1 0-1 Michael Chopra (7.), 1-1 Tuncay Sanli (44.) Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í hópnum hjá S. Sunderland - Notts County 1-2 0-1 Craig Westcarr (4.), 0-2 Lee Hughes (74.), 1-2 Darren Bent (80.) Swansea - Colchester 4-0 Torquay - Carlisle 1-0 Watford - Hartlepool 4-1 0-1 Antony Sweeney (45.), 1-1 Piero Mingoia (66.), 2-1 Marvin Sordell (67.), 3-1 Marvin Sordell (81.), 4-1 Danny Graham (89.). Ármann Smári Björnsson var á bekknum hjá Hartlepool. West Ham - Barnsley 2-0 1-0 J. Spector (29.), 2-0 Frederic Piquionne (90.) Manchester United - Liverpool 1-0 1-0 Ryan Giggs, víti (2.). Tottenham - Charlton 3-0 1-0 Andros Townsend (49.), 2-0 Jermain Defoe (58.), 3-0 Jermain Defoe (60.). Chelsea - Ipswich 7-0 1-0 Solomon Kalou (33.), 2-0 Daniel Sturridge (33.), 3-0 sjálfsmark (41.), 4-0 Nicolas Anelka (49.), 5-0 Sturridge (52.), 6-0 Frank Lampard (78.), 7-0 Frank Lampard (79.). Leicester - Manchester City 2-2 1-0 Souleymane Bamba (1.), 1-1 James Milner (23.), 1-2 Carlos Tevez (45.), 2-2 Andy King (64.). Spænska úrvalsdeildin Deportivo - Barcelona 0-4 0-1 David Villa (26.), 0-2 Lionel Messi (52.), 0-3 Andres Iniesta (80.), 0-4 Pedro (81.). Real Madrid - Villarreal 4-2 0-1 Cani (7.), 1-1 Cristiano Ronaldo (10.), 1-2 Marco Ruben (18.), 2-2 Ronaldo (45.), 3-2 Ron- aldo (80.), 4-2 Kaka (82.). Powerade-bikar kvenna 8-LIÐA ÚRSLIT Njarðvík - Haukar 70-68 Skallagrímur - KR 62-98 Snæfell - Hamar 71-94 Keflavík - Grindavík 78-61 Powerade-bikar karla 8-LIÐA ÚRSLIT KR - Fjölnir 82-74 KR: Brynjar Þór Björnsson 18, Fannar Ólafsson 15, Marcus Walker 14, Hreggviður Magnússon 13, Pavel Ermolinskij 11, Finnur Atli Magnússon 7, Skarphéðinn Ingason 3, Jón Orri Kristjánsson 1. Fjölnir: Brandon Springer 17, Sindri Kárason 15 Ægir Þór Steinarsson 14/11 fráköst/6 stoð- sendingar, Tómas Heiðar Tómasson 8, Jón Sverr- isson 7, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 7, Sigurður Þórarinsson 2, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Trausti Eiríksson 2. Haukar - Njarðvík 98-84 Haukar: Gerald Robinson 27, Semaj Inge 18/14 fráköst/14 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 18, Sævar Ingi Haraldsson 16, Sveinn Ómar Sveins- son 15, Örn Sigurðarson 2, Emil Barja 2. Njarðvík: Christopher Smith 36, Magnús Þór Gunnarsson 15, Friðrik E. Stefánsson 9, Rúnar Ingi Erlingsson 7, Guðmundur Jónsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 4, Egill Jónasson 3, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Lárus Jónsson 2. Tindastóll - Skallagrímur 72-48 Tindastóll: Hayward Fain 15, Dragoljub Kitanovic 14, Svavar Atli Birgisson 14/11 fráköst, Friðrik Hreinsson 9, Sean Kingsley Cunningham 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 5/18 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 4, Halldór Halldórsson 2. Skallagrímur: Darrell Flake 17/11 fráköst, Mateuz Zowa 8/8 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Halldór Gunnar Jónsson 7, Birgir Þór Sverrisson 6, Davíð Guðmundsson 3. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Þrír leikir fóru fram í Powerade-bikarnum í körfubolta í gær og unnust heimasigrar í þeim öllum. KR, Tindastóll og Haukar verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin. KR vann Fjölni í Reykjavíkur- slag 82-74. KR hafði undirtökin í leiknum lengst af og var með tólf stiga forystu í hálfleik en Fjöln- ismenn sóttu í sig veðrið og buðu upp á spennu á lokamínútunum. „Þetta Fjölnisliðið er bara alvöru lið og þessi Bandaríkjamaður á eftir að nýtast þeim ágætlega sýn- ist mér. Við lögðum grunninn að þessu með vörninni okkar í fyrri hálfleik og um helmingur stiga okkar þá kom úr hraðaupphlaup- um,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. Haukar unnu Njarðvík 98-84. Njarðvíkingar virðast ekki ætla að finna beinu brautina og töp- uðu enn einum leik sínum í vetur. Þeir byrjuðu mun betur og voru tíu stigum yfir eftir fyrsta leik- hluta. Haukarnir fóru þá af stað og gátu sýnt listir sínar í seinni hálfleiknum. „Þetta var hrikalegt,“ sagði Njarðvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson. „Við ákváðum að byrja vel núna en vorum svo bara lélegir það sem eftir var.“ En hvað þurfa þeir að gerast til að koma sér úr þessari erfiðu stöðu? „Ef við myndum vita það værum við löngu komnir úr henni,“ sagði Magnús en hans lið er í harðri baráttu fyrir lífi sínu í deildinni. Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sitt lið. „Þeirra leikur hrapaði eftir fyrsta leikhluta en við héldum bara áfram að gera það sem við erum að gera. Skotin hjá þeim hættu að detta. Við vitum að Njarðvík er með hörkulið, þarna eru sex landsliðsmenn og frábær útlendingur,“ sagði Pétur. „Við gáfumst ekkert upp. Okkar leikmaður, Haukur Óskarsson, átti afmæli í dag og við ákváðum að spila afmælisvörn og afmælis- sókn. Þetta var bara góður sigur. Við erum einum leik frá úrslita- leik í Laugardalshöll og við tökum á honum þegar þar að kemur.“ Það var engin spenna á Sauðárkróki þar sem Tindastóll burstaði Skalla- grím 72-48. Það er því aðeins einn leikur eftir í átta liða úrslitum en það er viðureign Grindavíkur og Laugdæla. - egm Þremur leikjum af fjórum lokið í fjórðungsúrslitum Powerade-bikarkeppni karla: Heimavöllurinn dýrmætur í bikarnum ÞREFÖLD TVENNA Semaj Inge var öflugur hjá Haukum og bauð upp á þrefalda tvennu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.