Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 30
FASTEIGNIR.IS12 10. JANÚAR 2011 Menntaáætlun Nordplus 2011 Auglýst eftir styrkjum til samvinnu á sviði menntunar á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum Nordplus menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar stuðlar að gæðum og nýsköpun í menntakerfum Norður- landa og Eystrasaltslanda með styrkjum til ýmiskonar samstarfsverkefna og samstarfsneta. Heildarfjármagn menntaáætlunar Nordplus starfsárið 2011 er u.þ.b. 8 miljónir evra. Einnig er auglýst eftir umsóknum um styrki í Norrænu tungumála- og menningaráætlun Nordplus (Nordplus Nordiske Sprog- og kulturprogram). Menntaáætlun Nordplus samanstendur af fjórum undiráætlunum og eru meginmarkmið og áherslur þeirra tilgreindar hér að neðan. Þar að auki er lögð sérstök áhersla árið 2011 á loftlagsmál sem á við allar undiráætlanirnar fjórar. Nordplus Junior Styrkir samvinnu þátttökulanda á sviði grunn- og fram- haldsskóla og styður samstarfsnet leik-, grunn- og framhaldsskóla. Árið 2011 verður sérstök áhersla lögð á eftirfarandi svið: • Gæði í menntun, iðnmenntun, heilsa, brottfall úr skólum, fjölmenning í kennslu, frumkvöðlastarf, nýsköpun og hugvit. Nordplus fyrir háskólastigið Stuðlar að samvinnu á milli skóla á háskólastigi í þátt- tökulöndunum auk annarra stofnana og félagasamtaka sem starfa á sviði háskólamenntunar. Mynduð eru sam- starfsnet þar sem miðlað og skipst er á upplýsingum um reynslu, góð vinnubrögð og frumlegar niðurstöður. Árið 2011 verður áhersla lögð á eftirfarandi svið: • Þróun á sameiginlegum námsleiðum, þróun á námsefni og gæðaeftirliti á háskólastiginu. Einnig endurnýjun og stækkun samstarfsneta og þá sérstaklega aðkomu nýrra skóla frá Eystrasaltslöndunum. Nordplus Voksen Styrkir samvinnu og samstarfsnet þeirra sem vinna að fullorðinsfræðslu. Árið 2011 verður sérstök áhersla lögð á eftirfarandi svið: • Grunnfærni fullorðinna og viðurkenning og mat á raunfærni. Bæta aðgengi og framboð í fullorðinsfræðslu. Sérstök áhersla er lögð á að ná til landsbyggðarfólks. Samspil fyrirtækja og fullorðinsfræðslustofnana í þjálfun og menntun fullorðinna. • Áherslur á loftslagsmál og umhverfi en einnig að frumkvöðlastarfsemi. Nordplus Horisontal Styrkir þverfaglega samvinnu á milli sviða menntageirans og styður samstarfsnet og verkefni sem ná til fleiri en ein- nar undiráætlana Nordplus og styðja við áherslur þeirra. Árið 2011 verður sérstök áhersla lögð á eftirfarandi svið: • Samstarfverkefni og samstarfnet sem hafa að mark miði að þróa gæðamenntun fyrir alla sem stunda nám í þátttökulöndunum, t.d. með því að fjalla um brottfall og aðgengi að námi. • Kennaramenntun og uppeldisaðferðir, óháð kennslu- greinum, sem fjalla t.d. um nýstárlega samvinnu og tengsl milli grunn- og framhaldsskóla, fullorðinsfræðslu, háskólamenntunar, rannsókna, fyrirtækja og félaga- samtaka. Nánari upplýsingar á heimasíðu Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, landskrif- stofu Nordplus: www.nordplus.is Umsóknarfrestur í öllum hlutum Menntaáætlunar Nordplus er 1. mars 2011 Öllum umsóknum verður að skila rafrænt í gegnum umsóknarkerfið ARS á slóðinni: http://ars.norden.org Leiðbeiningar og frekari upplýsingar á www.nordplusonline.org Norræna tungumála- og menningaráætlun Nordplus 2011 (Nordplus Nordiske Sprog- og kulturprogrammet) Auglýst eftir styrkjum til verkefna á sviði Norðurlandatungumála og til námsferða í grunn- og framhaldsskólum. Tungumála- og menningaráætlun Nordplus er sér- stakur vettvangur helgaður norrænum tungumálum. Þau lönd sem standa að áætluninni eru Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð. Einnig eiga sjálfsstjórnarsvæðin Færeyjar, Grænland og Áland- seyjar ásamt samíska málsvæðinu aðild að áætlun- inni. Tungumála- og menningaráætlun Nordplus hefur alls til umráða 6.517.480 danskar krónur (DKK) til starfsemi sinnar árið 2011. Þar af eru 2.000.000 DKK sérstaklega ætlaðar námsferðum nemenda og starfs- fólks grunn- og framhaldsskóla. Meginmarkmið Tungumála- og menningar- áætlunar Nordplus á árunum 2008-2011 eru: • Að styrkja málskilning og þá sérstaklega skilning á grannmálunum (dönsku, norsku og sænsku). • Að auka áhuga, þekkingu og skilning á norrænni menningu, málum og lífsháttum. Áætlunin er tvískipt: • Annar hluti hennar er helgaður norrænum málum. Veittir verða styrkir til verkefna og samstarfsneta. • Hinn hluti hennar er ætlaður námsferðum á sviði grunn- og framhaldsskóla. Styrkir verða veittir til nemenda- og starfsmannaskipta með það að markmiði að styrkja málskilning, málkunnáttu og menningarvitund nemenda/uppeldisstarfsfólks. Þessi hluti áætlunarinnar er fyrst og fremst ætlaður bekkjum á grunn- og framhaldsskólastigi en einnig kennurum og öðrum sem starfa að uppeldis- málum innan grunn- og framhaldsskóla. Áherslur 2011 • Verkefni sem efla málskilning barna og ungmenna (á dönsku, norsku, sænsku). • Verkefni sem innihalda leiðbeiningar um hvernig best sé að kenna dönsku, norsku og sænsku í Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi og samísku svæðunum. • Verkefni sem innleiða verkefnið ’sprogpiloterne’ í kennslu ungmenna (14-19 ára). (sjá www.sprogpiloter.dk). • Verkefni sem styrkja stöðu málskilnings í kennaramenntun og styrkja samvinnu um stefnu- mótun á sviði norrænna mála í kennaramenntun á Norðurlöndunum. • Verkefni sem innihalda hugleiðingar um val háskóla á tungumálum sem kennt er á. • Samstarfs- og þróunarverkefni á sviði tungutækni. • Verkefni sem stuðla að því að markmið norrænu tungumálaherferðarinnar (Nordisk Sprogkampagne) náist. (sjá www.nordisksprogkampagne.org). Öllum umsóknum verður að skila rafrænt í gegnum umsóknarkerfið ARS á slóðinni: http://ars.norden.org Umsóknarfrestur í öllum áætlunum Nordplus er 1. mars 2011 Nánari upplýsingar á heimasíðu Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, landskrif- stofu Nordplus: www.nordplus.is Upplýsingar á norrænum málum á aðalsíðu Nordplus: www.nordplusonline.org/sca/sprog_kultur HEILDSALAR – FATNAÐUR Óskum eftir samstarfi við eða kaupum á lítilli eða meðalstórri rekstrareiningu sem selur fatnað á fyrirtækja- eða endursölumarkaði Áhugasamir vinsamlegast sendið svar á net- fangið box@frett.is fyrir föstudag 14. janúar 2011. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN VERTU MEÐ VIÐSKIPTIN Í RASSVASANUM Meiri Vísir. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.