Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 20
FASTEIGNIR.IS2 10. JANÚAR 2011 Einbýli í rótgrónu hverfi Fasteignasalan Miklaborg kynnir glæsilegt einbýlishús á frábærum stað Til sölu er 307 fm. einbýlishús á glæsilegri hornlóð á mótum Hjallavegar og Ásvegar. Húsið hefur verið endurnýjað og endurhannað frá grunni. Húsið er á þremur hæðum, með samþykktri séríbúð í kjallara. Gengið er inn á miðhæð hússins. Á miðhæð eru aðal vistar- verurnar, stofa með gasarni, borðstofa, eldhús með Gorenje tækjum, skrifstofa, sjónvarpskrókur og baðherbergi. Hiti er í gólfum á miðhæð. Á efstu hæðinni eru þrjú svefnherbergi, fataherbergi er inn af hjónaherbergi og útgengt er á suðursvalir úr hjónaherberginu. Nánari upplýsingar gefa Jason Guðmundsson í síma 899-3700 og/eða Óskar R. Harðarson í síma 661-2100 hjá Fasteignasölunni Miklaborg. Sérinngangur er í snyrtilega íbúð í kjallara. Húsið er á þremur hæðum á glæsilegri hornlóð. Eignin er á þremur hæðum með innbyggðum bílskúr. Innlitin hafa vakið mikla athygli og standa öllum til boða. Fólki auðveldað að skoða fasteignir á vefnum Fasteignasalan Miklaborg býður upp á nýjung í sölu fasteigna sem þeir nefna Innlit. Innlit felst í því að seljendur fasteigna fá tækifæri til að kynna eign sína í gagnvirku vefumhverfi þar sem sýndar eru ljósmyndir af fasteigninni ásamt grunnmyndum. Innlitin eru til sýnis fyrir kaupendur á vefslóðinni www.miklaborg.is og eru mjög aðgengileg þar sem notendur geta flutt sig úr einu rými húsnæðisins í annað og skoðað einstök rými út frá ýmum sjónarhornum. Samhliða því sem kaupendur klikka á ljósmyndir birtast upplýsingar á grunnmyndinni um hvar þeir eru staddir hverju sinni út frá grunnteikningu eignarinnar. Hugsanlegir kaupendur geta því „gengið“ um eignina og skoðað hana nánast eins og þeir væru á staðnum. Helstu kostir þessarar nýjungar er að auðveldara er fyrir kaupendur að átta sig á möguleikum viðkomandi eignar og hvernig hún hentar þeim út frá fjölskyldustærð, skipulagi og öðru. Einnig getur verið gott að skoða eignina með þessum hætti á netinu eftir að farið hefur verið á staðinn í eigin persónu, áður en endanleg ákvörðun er tekin um kaup. Raðhús miðsvæðis í Reykjavík Fasteignasalan Miklaborg kynnir gott raðhús í Sólheimum Endaraðhús á þremur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Húsið stendur á hornlóð við Skeiðarvog og er samtals um 180 fm. Eignin skiptist í anddyri, gestasnyrtingu, vinnu- herbergi með glugga, bílskúr, þvottahús og geymslu undir stiga. Á 2. hæð er stórt eldhús, stofa og gott herbergi. Á 3. hæð er góður pallur, þrjú svefnherbergi og baðher- bergi. Eldhús er mjög rúmgott með stórum borðkrók og góðri hvítri viðarinnréttingu. Tengi fyrir uppþvottavél. Baðherbergið er með glugga, baðkari og flísum á gólfi og veggjum. Snyrting á jarðhæð með glugga. Þvottahús með glugga og hurð út á baklóð. Bílskúrinn er innbyggður og með góðum gluggum og er innangengt í hann út frá vinnuherbergi. Eignin er laus við kaupsamning. Við leitum að 3ja til 4ra herbergja íbúð í völdum lyftuhúsum í Salahverfi. Viðkomandi hefur þegar selt sína fasteign, sterkar greiðslur og rúmur afhendingartími í boði. - Nánari upplýsingar veitir Atli í síma 899 1178. Góðri eign í Laugarás/Teigahverfi Einbýlishús helst 180-300 fm, öruggur kaupandi. Bein kaup. - Nánari upplýsingar veitir Halldór í síma 897 4210. 2ja íbúða húsi fyrir samhenta fjölskyldu. Einbýlishús með góðri aukaíbúð þar sem skipti koma til greina. - Nánari upplýsingar veitir Óskar í síma 661 2100. 2ja til 3ja herbergja íbúð með sérinngangi Í grónum hverfum í Reykjavík. - Nánari upplýsingar veitir Atli í síma 899 1178. 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með bílskúr. Má vera í Reykjavík eða Kópavogi. Bein kaup. - Nánari upplýsingar veitir Ragna í síma 892 3342. Sumarhúsum á skrá. Mikil eftirspurn og góð sala. - Nánari upplýsingar veita Heimir og Hilmar í símum 893 1485 og 695 9500. 6 til 8 íbúða fjölbýli. Fyrir fjársterkan aðila, sem mest tilbúið. - Nánari upplýsingar veitir Halldór í síma 897 4210. Einbýli eða raðhús í Garðabæ. Þarf að losna sumarið 2011. Verð 38 - 55 milljónir. - Nánari upplýsingar veitir Jason í síma 899 3700. 220 til 300 frm einbýli í Vesturbæ Kópavogs. Hjallahverfi, Lindahverfi eða Salahverfi. - Nánari upplýsingar veita Heimir og Hilmar í símum 893 1485 og 695 9500. Mikil eftirspurn eftir sérbýlum á Höfuðborgarsvæðinu. 569 -7000 Síðumúl i 13 www.miklaborg. is 569 -7000 Síðumúl i 13 www.miklaborg. is - með þér alla leið - með þér alla leið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.