Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 36
20 10. janúar 2011 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is Fyrrverandi Playboy-kanínan Holly Madison óskaði Hugh Hefn- er til hamingju með trúlofun sína í raunveruleikaþætti sínum. Mad- ison segist hafa orðið miður sín við fréttirnar og vilji að allur heimur- inn viti hvernig henni líði. „Þegar ég heyrði fréttirnar ákvað ég að fela tilfinningar mínar, ég vildi segja honum hvernig mér liði í sjónvarpsþættinum mínum. Ég vildi að allir fengju að vita hvernig mér liði,“ sagði Madison, sem hafði sjálf lengi vonast eftir því að ganga í hið heilaga með Hefner. Hann hafði þó ávallt haldið því fram að hann vildi ekki giftast aftur og því eru fréttirnar um trúlofun hans og hinnar 24 ára gömlu Crystal Harris mikið áfall fyrir Madison. „Þetta var mjög persónulegt fyrir mig,“ sagði Madison í viðtali við tímaritið People. Holly geymdi tárin fyrir sjónvarpið ÁFALL Holly Madison var ekki ánægð þegar hún heyrði af trúlofun Hugh Hefn- er og Crystal Harris. NORDICPHOTOS/GETTY milljónir dala, eða tæpa 6 milljarða íslenskra króna, þarf fyrrum Frasier-leikarinn Kelsey Grammer að borga eiginkonu sinni fyrrverandi, Camille Grammer, en hjónin ákváðu að skilja eftir 13 ára hjónaband. Grammer hefði betur skrifað undir kaupmála fyrir brúðkaupið, en um helmingur auðæfa hans rennur nú til Camille. 50 Opið frá kl. :- - afsláttur af notuðum og nýjum tækjum Háfar á vegg og yfir eyjur Borðviftur Kaffivélar Uppþvottavélar Kæli- og frystiskápar fyrir heimili og fyrir iðnaðareldhús Að auki eru tilboð á völdum vörum í verslun LAGERSALA TAKMARKAÐ MAGN – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 30 11 1 2/ 11 15% afsláttur af öllum Nicorette vörum í janúar Nicorette Fruitmint 2mg 210 stk. 4.975 kr. 4.229 kr. Nicorette Freshmint 2mg 210 stk. 5.670 kr. 4.819 kr. Hlín Einarsdóttir og fylgdarlið hennar á vefnum bleikt.is blésu til mikillar veislu á skemmtistaðnum Esju við Austur- stræti. Vefurinn hefur náð miklum vin- sældum á skömmum tíma og það virðist ekkert lát ætla að vera á uppá komum í kringum hann. Ritstjórinn Hlín upplýsti meðal annars að brátt færi í loftið Kama Sutra-stellingavefur og að í næstu viku hæfist keppni milli þriggja kvenna um að komast í sem best form. BLEIKT STUÐ Á ESJU Kidda og Elvar Logi voru í stuði. Brynja Guðmundsdóttir, Gunnhildur Geira og Líney Sandholt mættu á svæðið. María Kristjánsdóttir, Klara Egils og Kristín Þórsdóttir létu sig ekki vanta. Tinna Björg, Bryndís Gyða og Birgitta Ólafsdóttir brostu sínu breiðasta. Björn Ingi Hrafnsson, einn eigenda Bleikt.is, og Hlín Einarsdóttir, ritstjóri Bleikt.is. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.