Fréttablaðið - 19.01.2011, Page 2
2 19. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
Sigurjón Brink tónlistarmaður
varð bráðkvaddur á heimili
sínu í Garðabæ í fyrrakvöld.
Hann var
fæddur 29.
ágúst 1974.
Sigurjón
var ástríðu-
fullur tón-
listarunn-
andi og hafði
af tónlist
atvinnu síð-
astliðinn ára-
tug. Hann samdi lög, söng og
lék á ýmis hljóðfæri og tók þátt
í sviðsuppfærslum. Hann var
einn stofnenda Vesturports
og samdi tónlist við leikritið
Brim. Haustið 2009 sendi hann
frá sér sólóplötuna Sjonni
Brink. Sigurjón tók nokkrum
sinnum þátt í Söngvakeppni
Sjónvarpsins og er lag hans
og eiginkonu hans á dagskrá
keppninnar á laugardag.
Eiginkona Sigurjóns er leik-
konan Þórunn Erna Clausen.
Sigurjón lætur einnig eftir sig
fjögur börn á aldrinum tveggja
til fimmtán ára.
Sigurjón
Brink látinn
SVÍÞJÓÐ Framkvæmdastjórn ESB
telur sænsk stjórnvöld brjóta
gegn lögum sambandsins með því
að heimila veiðar á úlfum annað
árið í röð.
Sænskir veiðimenn mega veiða
20 úlfa í ár, og hafa þegar fellt
fjórtán. Í fyrra voru 27 úlfar
veiddir, en fram að því höfðu
veiðar verið bannaðar í um hálfa
öld, að því er segir á vef BBC.
Talið er að um 200 úlfar séu í
Svíþjóð. Óttast er að í svo litlum
hópi sé ónóg fjölbreytni í gena-
mengi dýranna. Rætt hefur verið
um að flytja úlfa frá öðrum lönd-
um í Evrópu yfir til Svíþjóðar til
að auka fjölbreytileikann. - bj
Úlfaveiðar hafnar í Svíþjóð:
Stjórn ESB varar
stjórnvöld við
Krummi, er þá allt í mínus
aftur?
„Já, það er komið í mínus en er allt
í plús.”
Tónlistarmaðurinn Krummi og félagar í
hljómsveitinni Mínus gefa út sína fyrstu
plötu í þrjú ár.
TÚNIS, AP Ungur atvinnulaus maður lést á sjúkra-
húsi í Egyptalandi í gær. Hann hafði kveikt í sjálf-
um sér í hafnarborginni Alexandríu, augljóslega
að fyrirmynd annars ungs manns, Mohameds
Bouazizi, sem kveikti í sér í Túnis í desember og
hratt af stað uppreisn gegn stjórn forsetans þar í
landi.
Fleiri ungir menn hafa gripið til sama ráðs
í arabaheiminum undanfarið, þar á meðal þrír
aðrir í Egyptalandi, sem lifðu þó allir af. Mótmæl-
endur í Máritaníu og Alsír kveiktu einnig í sér,
greinilega í von um að hrinda af stað uppreisn
áþekkri þeirri sem varð í Túnis.
Óvissa ríkir um líf þjóðstjórnarinnar í Túnis,
sem tók við völdum á mánudag eftir að harðstjór-
inn Zine El Abidine Ben Ali hrökklaðist frá völd-
um.
Mikil óánægja er í Túnis með þátttöku náinna
samstarfsmanna Ben Alis í nýju stjórninni. Í gær
sögðu fjórir andstæðingar Ben Alis af sér ráð-
herraembætti í nýju stjórninni, aðeins degi eftir
að hún tók til starfa. Ekki var ljóst í gær hvort
stjórnin væri þar með fallin.
Efnt var til mótmæla í gær gegn RCD, flokki
Ben Alis, og hrópuðu sumir: „Við getum lifað á
brauði og vatni eingöngu, en ekki með RCD.“ - gb
Óvissa um líf þjóðstjórnarinnar í Túnis eftir afsögn fjögurra ráðherra:
Mótmælendur kveikja í sér
MÓTMÆLI Í TÚNIS Maður með brauð í hendi borinn á hönd-
um annarra mótmælenda. NORDICPHOTOS/AFP
KJARAMÁL Samtök atvinnulífsins
(SA) og Alþýðusamband Íslands
(ASÍ) undirrituðu á mánudag við-
ræðuáætlun um sameiginleg mál,
en samkvæmt því skal ríkissátta-
semjari taka að sér stjórn við-
ræðna vísi eitthvert aðildarsam-
taka ASÍ kjaradeilu sinni til hans.
Í tilkynningu frá SA segir að
báðir aðilar bíði eftir svörum ríkis-
stjórnar varðandi aðkomu stjórn-
valda að gerð nýrra kjarasamn-
inga.
Starfsgreinasamband Íslands,
að undanskildum hinum svoköll-
uðu flóafélögum, Eflingu, Verka-
lýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs-
og sjómannafélags Keflavíkur og
nágrennis, hefur þegar vísað sinni
deilu við SA til sáttasemjara. Að
mati samninganefndarinnar hafði
viðræðum miðað hægt og var því
málum vísað til sáttasemjara til
að þrýsta á um markvissari við-
ræður.
Kjaramál hafa verið í brenni-
depli síðustu vikur þar sem flest-
allir samningar eru lausir og ber
nokkuð á milli samningsaðila. Þá
hafa einstök félög lýst sig andvíg
svokallaðri samræmdri launa-
stefnu. - þj
Viðræðuáætlun SA og ASÍ um sameiginleg mál undirrituð:
Beðið viðbragða frá stjórnvöldum
KJARADEILUR Kjaraviðræður eru að
komast á fullt og hafa ASÍ og SA und-
irritað viðræðuáætlun um sameiginleg
mál. Samtökin bíða viðbragða stjórn-
valda. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
KÓPAVOGUR Kostnaður vegna veislu
sem bæjarstjórn Kópavogs hélt á
Þorláksmessu fæst ekki uppgef-
inn á bæjarskrifstofnum. Að sögn
Örnu Schram upplýsingafulltrúa
liggja þessar upplýsingar enn ekki
fyrir.
Gunnar I. Birgisson, bæjar-
fullrúi minnihluta Sjálfstæðis-
flokks og fyrrverandi bæjarstjóri,
bað um sundurliðaðan kostnað
vegna veislunnar á fundi bæjar-
ráðs 6. janúar. Sagði hann um að
ræða veislu sem bæjarstjórnin
hefði haldið sjálfri sér í Molanum,
menningarmiðstöð bæjarins fyrir
ungt fólk.
„Mér fannst þetta óþarfi í ljósi
þess að starfsmenn fengu ekki einu
sinni jólakveðju frá bæjarstjórn og
bæjarstjóra nema í gegn um tölvu-
póst,“ segir Gunnar. „Með minni
fyrirspurn er ég bara að mótmæla
þessu bulli. Þetta er bara algjör-
lega úr takti við tímann.“
Hinn 7. janúar ósk-
aði Fréttablaðið
eftir upplýsing-
um frá Kópavogs-
bæ um veisluna.
Meðal annars var
spurt um reikn-
inga og gestalista.
Sem fyrr segir er
engin svör að fá um
málið á bæjarskrifstofum Kópa-
vogs og Gunnari hefur heldur
ekki verið svarað. Hann segir að
gestir hafi verið bæjarfulltrúar og
helstu yfirmenn og makar þeirra. Í
ljósi efnahagsástandsins hafi hver
veislugestur borgað 2.500 krónur
upp í kostnaðinn.
„Menn geta ímyndað sér að
veisla sem stendur frá klukkan
sjö til eitt um nótt kostar nú örugg-
lega meira en það,“ bendir Gunn-
ar á og ítrekar að þegar vel árar
sé ekkert að því að launa framlag
bæjarfulltrúa og maka þeirra sem
mikið mæði á.
Gunnar segir að á árunum 1990
til 1996 hafi hver bæjarfulltrúi
komið með sitt eigið vín ef haldin
var veisla. Þegar hann var bæjar-
stjóri árið 2008 hafi hann boðið
bæjarfulltrúunum í mat og drykk
eftir gerð fjárhagsáætlunar.
„Svo snöpuðum við nú hvítvín
sem við áttum þarna en ég keypti
rauðvínið í veisluna. Það gerði ég
úr eigin vasa því það hefur alltaf
farið mikið í taugarnar á mér að
drekka á kostnað skattborgaranna.
Menn geta borgað það sjálfir og
sérstaklega þegar herðir að,“ undir-
strikar Gunnar, sem ekki mætti í
veisluna á Þorláksmessu:
„Þegar við erum að skera allt
niður þá passar þetta ekki gagn-
vart starfsfólkinu okkar. Það hefur
alltaf fengið jólakort og litla
gjöf til að sýna því þakk-
læti fyrir vel unnin störf.
En þetta var haldið í stað-
inn. Ég bara mæti ekki í
svona rugl.“
gar@frettabladid.is
Toppar í jólaveislu en
tölvuskeyti á óbreytta
Bæjarfulltrúum í Kópavogi og yfirmönnum var boðið ásamt mökum til kvöld-
verðar á Þorláksmessu. Aðrir bæjarstarfsmenn fengu ekki hefðbundna jólagjöf
frá bænum heldur aðeins tölvuskeyti. Veislukostnaðurinn liggur enn ekki fyrir.
GUÐRÚN
PÁLSDÓTTIR
GUÐRÍÐUR
ARNARDÓTTIR
GUNNAR I.
BIRGISSON
...það hefur alltaf farið
í taugarnar á mér að
drekka á kostnað skattborg-
aranna.
GUNNAR I. BIRGISSON
BÆJARFULLTRÚI SJÁLFSTÆÐISMANNA
STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra sagði á
Facebook-síðu sinni í gær að það
væri dapurlegt að einu réttar-
höldin í tengslum við hrunið, sem
eitthvað kvæði að enn um sinn,
væru vegna nímenninganna svo-
nefndu.
Aðalmeðferð í máli níumenn-
inganna hófst í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Jóhanna segir jafnframt á síðu
sinni að það sé fráleitt að þetta
unga fólk hafi gegnt einhverju
lykilhlutverki í því erfiða ástandi
sem hér ríkti í kjölfar hrunsins
eða að aðgerðir þess hafi ógnað
stjórnskipan landsins.
Forsætisráðherra á Facebook:
Réttarhöldin
dapurleg
LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur stað-
festi í gær gæsluvarðhalds-
úrskurð Héraðsdóms yfir
Sigur jóni Þ.
Árnasyni, fyrr-
verandi banka-
stjóra Lands-
bankans. Hann
var úrskurðað-
ur í gæsluvarð-
hald á föstudag
til 25. janúar
að kröfu sér-
staks sak-
sóknara vegna
rannsókna á
málefnum bankans.
Sigurjón kærði úrskurðinn til
Hæstaréttar, sem féllst á hann í
gær. Jón Steinar Gunnlaugsson
skilaði sératkvæði í málinu og
vildi hafna kröfunni.
Ívar Guðjónsson, fyrrverandi
forstöðumaður eigin viðskipta
bankans, var úrskurðaður í viku-
langt gæsluvarðhald á föstudag-
inn en látinn laus í fyrrakvöld
þar sem yfirheyslum yfir honum
var lokið í bili. - sh
Hæstiréttur staðfestir úrskurð:
Sigurjón verður
áfram í haldi
SIGURJÓN Þ.
ÁRNASON
DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti
í gær gæsluvarðhaldsúrskurð
yfir manni sem er grunaður um
að hafa nauðgað konu inn á sal-
erni á skemmtistað í Reykjavík
um liðna helgi. Maðurinn sætir
gæsluvarðhaldi til 11. febrúar.
Atvikið átti sér stað aðfaranótt
sunnudags.
Rannsókn málsins er á loka-
stigi. Umræddur maður er
erlendur ríkisborgari en hefur
unnið hér á landi um skeið.
Maðurinn hefur ekki komið við
sögu hjá lögreglu áður. - shá
Grunaður um nauðgun:
Situr áfram í
gæsluvarðhaldi
SPURNING DAGSINS
A
T
A
R
N
A
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
Þvottavél og þurrkari
frá Siemens.
Einstök gæði.
Góð þjónusta.
Þetta eru tækin
handa þér!