Fréttablaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 2
2 19. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR Sigurjón Brink tónlistarmaður varð bráðkvaddur á heimili sínu í Garðabæ í fyrrakvöld. Hann var fæddur 29. ágúst 1974. Sigurjón var ástríðu- fullur tón- listarunn- andi og hafði af tónlist atvinnu síð- astliðinn ára- tug. Hann samdi lög, söng og lék á ýmis hljóðfæri og tók þátt í sviðsuppfærslum. Hann var einn stofnenda Vesturports og samdi tónlist við leikritið Brim. Haustið 2009 sendi hann frá sér sólóplötuna Sjonni Brink. Sigurjón tók nokkrum sinnum þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins og er lag hans og eiginkonu hans á dagskrá keppninnar á laugardag. Eiginkona Sigurjóns er leik- konan Þórunn Erna Clausen. Sigurjón lætur einnig eftir sig fjögur börn á aldrinum tveggja til fimmtán ára. Sigurjón Brink látinn SVÍÞJÓÐ Framkvæmdastjórn ESB telur sænsk stjórnvöld brjóta gegn lögum sambandsins með því að heimila veiðar á úlfum annað árið í röð. Sænskir veiðimenn mega veiða 20 úlfa í ár, og hafa þegar fellt fjórtán. Í fyrra voru 27 úlfar veiddir, en fram að því höfðu veiðar verið bannaðar í um hálfa öld, að því er segir á vef BBC. Talið er að um 200 úlfar séu í Svíþjóð. Óttast er að í svo litlum hópi sé ónóg fjölbreytni í gena- mengi dýranna. Rætt hefur verið um að flytja úlfa frá öðrum lönd- um í Evrópu yfir til Svíþjóðar til að auka fjölbreytileikann. - bj Úlfaveiðar hafnar í Svíþjóð: Stjórn ESB varar stjórnvöld við Krummi, er þá allt í mínus aftur? „Já, það er komið í mínus en er allt í plús.” Tónlistarmaðurinn Krummi og félagar í hljómsveitinni Mínus gefa út sína fyrstu plötu í þrjú ár. TÚNIS, AP Ungur atvinnulaus maður lést á sjúkra- húsi í Egyptalandi í gær. Hann hafði kveikt í sjálf- um sér í hafnarborginni Alexandríu, augljóslega að fyrirmynd annars ungs manns, Mohameds Bouazizi, sem kveikti í sér í Túnis í desember og hratt af stað uppreisn gegn stjórn forsetans þar í landi. Fleiri ungir menn hafa gripið til sama ráðs í arabaheiminum undanfarið, þar á meðal þrír aðrir í Egyptalandi, sem lifðu þó allir af. Mótmæl- endur í Máritaníu og Alsír kveiktu einnig í sér, greinilega í von um að hrinda af stað uppreisn áþekkri þeirri sem varð í Túnis. Óvissa ríkir um líf þjóðstjórnarinnar í Túnis, sem tók við völdum á mánudag eftir að harðstjór- inn Zine El Abidine Ben Ali hrökklaðist frá völd- um. Mikil óánægja er í Túnis með þátttöku náinna samstarfsmanna Ben Alis í nýju stjórninni. Í gær sögðu fjórir andstæðingar Ben Alis af sér ráð- herraembætti í nýju stjórninni, aðeins degi eftir að hún tók til starfa. Ekki var ljóst í gær hvort stjórnin væri þar með fallin. Efnt var til mótmæla í gær gegn RCD, flokki Ben Alis, og hrópuðu sumir: „Við getum lifað á brauði og vatni eingöngu, en ekki með RCD.“ - gb Óvissa um líf þjóðstjórnarinnar í Túnis eftir afsögn fjögurra ráðherra: Mótmælendur kveikja í sér MÓTMÆLI Í TÚNIS Maður með brauð í hendi borinn á hönd- um annarra mótmælenda. NORDICPHOTOS/AFP KJARAMÁL Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undirrituðu á mánudag við- ræðuáætlun um sameiginleg mál, en samkvæmt því skal ríkissátta- semjari taka að sér stjórn við- ræðna vísi eitthvert aðildarsam- taka ASÍ kjaradeilu sinni til hans. Í tilkynningu frá SA segir að báðir aðilar bíði eftir svörum ríkis- stjórnar varðandi aðkomu stjórn- valda að gerð nýrra kjarasamn- inga. Starfsgreinasamband Íslands, að undanskildum hinum svoköll- uðu flóafélögum, Eflingu, Verka- lýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, hefur þegar vísað sinni deilu við SA til sáttasemjara. Að mati samninganefndarinnar hafði viðræðum miðað hægt og var því málum vísað til sáttasemjara til að þrýsta á um markvissari við- ræður. Kjaramál hafa verið í brenni- depli síðustu vikur þar sem flest- allir samningar eru lausir og ber nokkuð á milli samningsaðila. Þá hafa einstök félög lýst sig andvíg svokallaðri samræmdri launa- stefnu. - þj Viðræðuáætlun SA og ASÍ um sameiginleg mál undirrituð: Beðið viðbragða frá stjórnvöldum KJARADEILUR Kjaraviðræður eru að komast á fullt og hafa ASÍ og SA und- irritað viðræðuáætlun um sameiginleg mál. Samtökin bíða viðbragða stjórn- valda. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KÓPAVOGUR Kostnaður vegna veislu sem bæjarstjórn Kópavogs hélt á Þorláksmessu fæst ekki uppgef- inn á bæjarskrifstofnum. Að sögn Örnu Schram upplýsingafulltrúa liggja þessar upplýsingar enn ekki fyrir. Gunnar I. Birgisson, bæjar- fullrúi minnihluta Sjálfstæðis- flokks og fyrrverandi bæjarstjóri, bað um sundurliðaðan kostnað vegna veislunnar á fundi bæjar- ráðs 6. janúar. Sagði hann um að ræða veislu sem bæjarstjórnin hefði haldið sjálfri sér í Molanum, menningarmiðstöð bæjarins fyrir ungt fólk. „Mér fannst þetta óþarfi í ljósi þess að starfsmenn fengu ekki einu sinni jólakveðju frá bæjarstjórn og bæjarstjóra nema í gegn um tölvu- póst,“ segir Gunnar. „Með minni fyrirspurn er ég bara að mótmæla þessu bulli. Þetta er bara algjör- lega úr takti við tímann.“ Hinn 7. janúar ósk- aði Fréttablaðið eftir upplýsing- um frá Kópavogs- bæ um veisluna. Meðal annars var spurt um reikn- inga og gestalista. Sem fyrr segir er engin svör að fá um málið á bæjarskrifstofum Kópa- vogs og Gunnari hefur heldur ekki verið svarað. Hann segir að gestir hafi verið bæjarfulltrúar og helstu yfirmenn og makar þeirra. Í ljósi efnahagsástandsins hafi hver veislugestur borgað 2.500 krónur upp í kostnaðinn. „Menn geta ímyndað sér að veisla sem stendur frá klukkan sjö til eitt um nótt kostar nú örugg- lega meira en það,“ bendir Gunn- ar á og ítrekar að þegar vel árar sé ekkert að því að launa framlag bæjarfulltrúa og maka þeirra sem mikið mæði á. Gunnar segir að á árunum 1990 til 1996 hafi hver bæjarfulltrúi komið með sitt eigið vín ef haldin var veisla. Þegar hann var bæjar- stjóri árið 2008 hafi hann boðið bæjarfulltrúunum í mat og drykk eftir gerð fjárhagsáætlunar. „Svo snöpuðum við nú hvítvín sem við áttum þarna en ég keypti rauðvínið í veisluna. Það gerði ég úr eigin vasa því það hefur alltaf farið mikið í taugarnar á mér að drekka á kostnað skattborgaranna. Menn geta borgað það sjálfir og sérstaklega þegar herðir að,“ undir- strikar Gunnar, sem ekki mætti í veisluna á Þorláksmessu: „Þegar við erum að skera allt niður þá passar þetta ekki gagn- vart starfsfólkinu okkar. Það hefur alltaf fengið jólakort og litla gjöf til að sýna því þakk- læti fyrir vel unnin störf. En þetta var haldið í stað- inn. Ég bara mæti ekki í svona rugl.“ gar@frettabladid.is Toppar í jólaveislu en tölvuskeyti á óbreytta Bæjarfulltrúum í Kópavogi og yfirmönnum var boðið ásamt mökum til kvöld- verðar á Þorláksmessu. Aðrir bæjarstarfsmenn fengu ekki hefðbundna jólagjöf frá bænum heldur aðeins tölvuskeyti. Veislukostnaðurinn liggur enn ekki fyrir. GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR GUNNAR I. BIRGISSON ...það hefur alltaf farið í taugarnar á mér að drekka á kostnað skattborg- aranna. GUNNAR I. BIRGISSON BÆJARFULLTRÚI SJÁLFSTÆÐISMANNA STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra sagði á Facebook-síðu sinni í gær að það væri dapurlegt að einu réttar- höldin í tengslum við hrunið, sem eitthvað kvæði að enn um sinn, væru vegna nímenninganna svo- nefndu. Aðalmeðferð í máli níumenn- inganna hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Jóhanna segir jafnframt á síðu sinni að það sé fráleitt að þetta unga fólk hafi gegnt einhverju lykilhlutverki í því erfiða ástandi sem hér ríkti í kjölfar hrunsins eða að aðgerðir þess hafi ógnað stjórnskipan landsins. Forsætisráðherra á Facebook: Réttarhöldin dapurleg LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur stað- festi í gær gæsluvarðhalds- úrskurð Héraðsdóms yfir Sigur jóni Þ. Árnasyni, fyrr- verandi banka- stjóra Lands- bankans. Hann var úrskurðað- ur í gæsluvarð- hald á föstudag til 25. janúar að kröfu sér- staks sak- sóknara vegna rannsókna á málefnum bankans. Sigurjón kærði úrskurðinn til Hæstaréttar, sem féllst á hann í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson skilaði sératkvæði í málinu og vildi hafna kröfunni. Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta bankans, var úrskurðaður í viku- langt gæsluvarðhald á föstudag- inn en látinn laus í fyrrakvöld þar sem yfirheyslum yfir honum var lokið í bili. - sh Hæstiréttur staðfestir úrskurð: Sigurjón verður áfram í haldi SIGURJÓN Þ. ÁRNASON DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem er grunaður um að hafa nauðgað konu inn á sal- erni á skemmtistað í Reykjavík um liðna helgi. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 11. febrúar. Atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudags. Rannsókn málsins er á loka- stigi. Umræddur maður er erlendur ríkisborgari en hefur unnið hér á landi um skeið. Maðurinn hefur ekki komið við sögu hjá lögreglu áður. - shá Grunaður um nauðgun: Situr áfram í gæsluvarðhaldi SPURNING DAGSINS A T A R N A Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Þvottavél og þurrkari frá Siemens. Einstök gæði. Góð þjónusta. Þetta eru tækin handa þér!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.