Fréttablaðið - 19.01.2011, Síða 24
4
HANNYRÐIR
Margir eru sjálfsagt með hugann við skírnarkjóla en þá er hægt
að kaupa, leigja eða gera sjálfur. Víða á netinu er að finna upp-
skriftir að skírnarkjólum og eins eru í boði ýmis námskeið þar
sem kennt er að búa þá til.
„Ég er uppalin á Egilsstöðum
og hef því haft hreindýrin fyrir
augum frá unga aldri,“ segir Jóna
Björt Friðriksdóttir klæðskeri,
sem hóf að nýta hreindýraleður
í flíkur fyrir um fjórum árum.
„Mér fannst líka svo mikil synd
hve mörgum skinnum er hent en
1.300 hreindýr eru veidd á ári og
ég myndi halda að um þúsund af
þeim skinnum fari í súginn,“ segir
Jóna Björt, sem kaupir skinnin sín
beint af veiðimönnunum. „Ég reyni
að fá þau eins fljótt og unnt er en
það mega ekki líða margir klukku-
tíma frá því dýrið er fláð og þar til
skinnið fer í salt svo það fari ekki
að úldna,“ útskýrir Jóna Björt,
sem geymir skinnin í salti fram í
september þegar hún sendir þau í
sútun á Sauðárkrók með leiðbein-
ingum um liti og áferð.
Jóna Björt segir nokkra sér-
hæfingu þurfa til að vinna með
hreindýraskinnið. „Ég hef prófað
mig áfram til að finna út hvernig
best sé að vinna með efnið. Ann-
ars er það mjög mjúkt og skemmti-
legt hráefni og alveg æðislegt að
klæðast því, enda er það ótrúlega
þunnt og lipurt, næstum eins og
silki“ segir hún.
Jóna Björt segir áferð leðursins
mjög sérstaka. „Ég fæ þetta líka
svo skemmtilega sútað. Til dæmis
er holdrosinn, hliðin sem snýr að
dýrinu, þannig að æðarnar sjást,
og er næstum eins og endurprent-
un af dýrinu sjálfu,“ segir hún og
bætir við að hvert skinn hafi mjög
sterkan karakter. „Stundum get ég
ekki hugsað hvernig flíkin eigi að
vera fyrr en ég hef séð skinnið og
velt því á alla kanta. Leðrið stjórn-
ar í raun útkomunni á flíkinni.“
Jóna saumar mest kjóla úr skinn-
inu en einnig toppa, pils og buxur.
Nýlega fór hún að búa til reiðfatn-
að úr skinninu, bæði reiðskálmar
og reiðbuxur. „Reiðskálmar eru
oft úr þykku leðri sem getur verið
hamlandi en skálmar úr hrein-
dýraleðri eru liprar og góðar,“
segir Jóna, sem gerir bæði skálm-
ar og reiðbuxur eftir máli fyrir
hvern og einn.
Nánari upplýsinga má leita á
vefsíðunni www.klaedskerinn.is
og í síma 867-1441 en Jóna er með
vinnustofu bæði í Reykjavík og á
Egilsstöðum. solveig@frettabladid.is
Leðrið stjórnar flíkinni
Jóna Björt Friðriksdóttir klæðskeri hefur síðastliðin ár hannað og saumað flíkur úr íslensku hreindýra-
skinni. Hún segir leðrið mjúkt og létt og henta vel í kjóla, töskur, slár og reiðfatnað.
Jóna Björt við vinnu sína.
Reiðskálmar úr hreindýraskinni.
Æðar dýrsins sjást í leðrinu. Reiðbuxur sem voru hannaðar í því augnamiði að hægt væri að nota þær líka á
veiðum. MYND/KOX
Heimilisiðnaðarfélagið stendur fyrir fjölmörgum áhuga-
verðum námskeiðum á vorönn. Þar má nefna
rússneskt lopapeysuhekl, sem er glænýtt nám-
skeið. Kennari verður Patrick Hassel Zein en
uppskriftir verða sóttar í nýútkomna bók sem
Patrick gaf út sumarið 2010, Rússneskt hekl.
Meðal annarra námskeiða sem eru á boð-
stólum hjá Heimilisiðnaðarfélaginu eru: Prjón
fyrir byrjendur, þjóðbúningur kvenna – upp-
hlutur eða peysuföt, þjóðbúningur karla,
barnabúningur, víravirki, spuni og svuntuvefn-
aður og er þá fátt eitt talið til.
Nánari upplýsingar er að finna á www.heimilis-
idnadur.is
Hekl, prjón og þjóðbúningar
ARAGRÚA ÁHUGAVERÐRA NÁMSKEIÐA ER AÐ FINNA Á
VEFSÍÐU HEIMILISIÐNAÐARFÉLAGSINS.
www.istex.is
Spurðu um sápuna þar sem lopinn fæst.
Fékkstu lopapeysu
í jólagjöf?
Farðu vel með hana og notaðu
Lopa ullarsápu við þvottinn.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRA SKÚBB
Meiri Vísir.