Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 4
4 20. janúar 2011 FIMMTUDAGUR GENGIÐ 19.01.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,7642 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,81 117,37 186,67 187,57 157,28 158,16 21,106 21,230 20,093 20,211 17,618 17,722 1,4191 1,4275 181,44 182,52 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Rangur fyrirvari var settur við upplýs- ingar um vexti MP banka í Markað- inum í gær. Ranglega var sagt að MP sparnaður væri reikningur sem bundinn væri í einn mánuð. Hið rétta er að reikningurinn er óbundinn. LEIÐRÉTTING Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A Berlín á betra verði! Verð á mann í tvíbýli: 59.600 kr. Borgarferð 31. janúar –4. febrúar Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og gisting í 3 nætur á góðu hóteli með morgunverði. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og gisting í 4 nætur á góðu hóteli með morgunverði. Verð á mann í tvíbýli: 56.900 kr. 28.–31. janúar EINSTAKT TILBOÐ! VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 5° 1° 1° 2° -2° 1° 1° 20° 6° 13° -1° 25° -5° 4° 15° -2°Á MORGUN Strekkingur V-lands og með S-strönd, annars hægari. LAUGARUDAGUR Strekkingur með ströndum sums staðar, annars hægari. 5 6 2 5 5 3 4 4 46 3 2 1 -2 4 6 3 3 1 2 1 10 12 11 10 9 10 18 19 9 15 9 18 18 SUÐVESTAN Vindur verður af suðvestri næstu dagana og verður hann tals- vert stífur í dag en svo dregur smám saman úr vindi. Suðvestanáttinni fylgir úrkoma, að- allega um landið sunnan- og vestan- vert, en norðaustan- lands verður úr- komulítið. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður HAÍTÍ, AP Jean-Claude Duvalier, fyrrverandi einræðisherra á Haítí, virðist ekki njóta mikillar hylli meðal íbúa landsins. Fund- ir til stuðnings honum hafa verið fámennir. Duvalier var yfirheyrður í gær klukkustundum saman, en fékk að því búnu að fara aftur á hótel herbergi sitt í lögreglufylgd. Vegabréf var tekið af honum. Duvalier kom óvænt til Haítí á sunnudag frá Frakklandi, þar sem hann býr í útlegð. Óljóst er hver tilgangur heimsóknarinnar er. - gb Duvalier yfirheyrður: Virðist engan stuðning hafa JEAN-CLAUDE DUVALIER Kom óvænt til Haítí á sunnudag. NORDICPHOTOS/AFP Sendiherra prófessor á ný Sigríður Dúna Kristmundsdóttir lætur að eigin ósk af störfum sendiherra í Ósló 1. febrúar. Hún fer í launalaust leyfi og hverfur til starfa sem prófessor við Háskóla Íslands. Gunnar Pálsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum í New York, tekur við sem sendiherra í Ósló. Við stöðu Gunnars tekur Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggismála- sviðs utanríkisráðuneytisins. UTANRÍKISMÁL UMHVERFISMÁL Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpi um stofnun Fram- kvæmdasjóðs ferðamannastaða í gær. Verði frumvarpið að lögum er áætlað að sjóðurinn hafi úr 240 milljónum króna að spila á hverju ári til að byggja upp, halda við og vernda ferðamannastaði auk þess að taka á öryggismálum. Umhverfisstofnun birti svarta skýrslu um ástand friðlýstra svæða í nóvember, sem hagsmuna- aðilar í ferðaþjónustu og þeir sem koma að umhverfis- vernd töldu lokaviðvörun til stjórnvalda um verndun helstu náttúrugersema þjóðarinnar. Í skýrslunni kom fram að helstu náttúruperlur þjóðarinnar væru að tapa gildi sínu vegna álags, en aðstaða til að taka á móti fólki er víða í engu samræmi við gestakomur. Stofnun Framkvæmdasjóðs- ins er svar stjórnvalda við þess- um vanda og helst í hendur við frumvarp fjármálaráðherra um innheimtu á nýju farþega- og gistináttagjaldi. Áætlað er að það gefi um 400 milljónir á ári í tekjur. Gjaldið mun standa undir framlögum til Framkvæmda- sjóðsins, eða sem nemur 60 pró- sentum af þeim tekjum sem það kann að afla. Þjóðgarðar og frið- lýst svæði munu fá 40 prósent, eða 160 milljónir, sem ráðstafað verður úr ríkissjóði. Helsta gagn- rýnin sem beinst hefur að stofnun sjóðsins hefur komið frá Samtök- um ferðaþjónustunnar, sem setja spurningarmerki við fyrirkomu- lag gjaldheimtunnar. Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir því að gjöldin verði innheimt frá þeim sem selja gistingu og far- þegaflutninga. Þ ór S a a r i , þi ng maðu r Hreyfingar innar, sagði á Alþingi í gær að hann hefði efasemdir um að sjóðurinn yrði vistaður hjá Ferðamálastofu. Hann gagnrýndi jafnframt að 40 prósent nýrra gjalda rynnu í ríkissjóð en ekki beint til Framkvæmdasjóðsins. Ráðherra svaraði því til að fast hefði verið sótt að þessi hluti rynni beint í uppbyggingu þjóð- garða og friðlýstra svæða. Hún fullvissaði Þór um að þessar 160 milljónir myndu ekki „hverfa í hítina“ heldur verða nýttar beint til verkefnisins. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggj- um sínum af því að fyrirkomu- lag innheimtunnar myndi leggja nýjan skatt á Íslendinga. Gjaldið væri innheimt af seldri gistingu og farmiðum sem innlendir ferða- menn keyptu engu síður en gestir sem hingað kæmu. Jón telur hugs- anlegt að betur færi á því að fjöl- sóttustu ferðamannastaðir önnuð- ust innheimtu gjaldsins. svavar@frettabladid.is Framkvæmdaféð 240 milljónir á ári hverju Iðnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpi um stofnun Framkvæmdasjóðs ferða- mannastaða í gær. Frumvarpinu er vel tekið af fulltrúum allra flokka. Fyrir- komulag gjaldheimtu er þó gagnrýnt og að féð renni að hluta í ríkissjóð. KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR GULLFOSS Fossinn er gott dæmi um náttúruperlu sem þarf að vernda gegn sívaxandi átroðningi ferðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VINNUMARKAÐUR Að meðaltali voru 13.200 manns án atvinnu á síðustu þremur mánuðum síð- asta árs. Þetta jafngildir um 7,4 prósenta atvinnuleysi. Þetta kemur fram á vef Hag- stofu Íslands. Þar kemur enn- fremur fram að þetta er aukn- ing um 1.200 manns frá sama tímabili árið áður. Atvinnuleysið mældist 8,4 prósent hjá körlum en 6,3 pró- sent hjá konum á fjórða árs- fjórðungi ársins 2010. Atvinnuleysið var mest hjá ungu fólki, 15,4 prósent fólks á aldrinum 16 til 24 ára voru án atvinnu, en 6,6 prósent fólks á aldursbilinu 25 til 54 ára. Hjá fólki 55 til 74 ára var atvinnu- leysið 3,8 prósent. - bj Atvinnuleysi á 4. ársfjórðungi: Að meðaltali 13.200 án vinnu LANDBÚNAÐUR Norðlenskt kúabú hefur verið sektað um 50 þús- und krónur fyrir að vanrækja að tryggja mjólkurkúnum lög- bundna átta vikna útiveru yfir árið. Forsvarsmenn búsins hafa játað á sig brotið og greitt sekt- ina. Matvælastofnun Íslands kærði níu kúabú víðs vegar um landið fyrir brot á reglum um nautgripahald og lög um dýra- vernd, er fram kemur á Vísi.is. Rannsókn á sex þeirra stendur enn yfir. Stofnunin fór af stað með átaksverkefni um útivist mjólk- urkúa vorið 2009 eftir að hafa fengið ábendingar um að átján bú hleyptu kúnum ekki út á sumrin eins og lög gera ráð fyrir. - sv Norðlenskt kúabú sektað: Vanrækti átta vikna útiveru ALÞINGI Fjármálaráðherra sendi Bankasýslu ríkisins bréf í gær- morgun og óskaði eftir öllum þeim upplýsingum sem unnt væri að veita um aðdraganda að sölu Landsbank- ans á eignarhaldsfélaginu Vestiu til Framtakssjóðs Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarson spurði ráðherrann um málið á Alþingi í gær, meðal annars hvort til stæði að upplýsa um söluverð þeirra fyrir- tækja sem seld voru yfir til Fram- takssjóðsins frá Landsbankanum. Það væri grundvallaratriði. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra kvaðst ekki kannast við að nokkru hefði verið leynt í málinu. Fram hefði komið í skrif- legu svari til þingmannsins að heild- arverðið hefði verið um 15,5 millj- arðar, Landsbankinn héldi eftir 19 prósenta hlut í Icelandic Group og eignaðist 25 prósent í Framtaks- sjóðnum. Þá hefði hlutafé Iceland- is verið metið á 13,9 milljarða og saman lagt verðmæti annarra fyrir- tækja innan Vestiu á 4,25 milljarða. Steingrímur nefndi einnig að í viðræðum við fjárfestingarsjóðinn Tríton væri Framtakssjóðurinn í raun ekki samningsaðili, heldur fyrir tækið Icelandic Group, enda snerust viðræðurnar um sölu á erlendum eignum út úr félaginu. Lilja Mósesdóttir og Magnús Orri Schram, formaður og varaformaður viðskiptanefndar, voru bæði gagn- rýnin á söluferlið, sögðu það ekki yfir vafa hafið og að mögulegir kaupendur væru ekki jafnsettir. Lilja sagði að nefndin hefði í síð- ustu viku beðið Landsbankann um eignamat einstakra hluta Vestia þegar þeir voru færðir í Framtaks- sjóðinn. „Þær upplýsingar fengust ekki,“ sagði Lilja og bætti við að hún ætlaðist til að Bankasýslan útvegaði nefndinni upplýsingarnar. - sh Framtakssjóðurinn ekki aðili að viðræðum um sölu Icelandic Group þar sem selja á eignir undan félaginu: Ráðherra óskar upplýsinga um Vestiu STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Sagði auð- velt að gera hlutina tortryggilega en ekki mætti ala á tortryggninni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.