Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 18
18 20. janúar 2011 FIMMTUDAGUR Loftslagsbreytingar hafa fært næsta umhverfi okkar, norðrið, nær hringiðu heimsmálanna. Hlýn- un jarðar veldur því að ísþekja Norður-Íshafsins fer hraðminnk- andi og nú stefnir í að áður torsótt haf- og strandsvæði opnist fyrir siglingum og auðlindanýtingu. Þessum breytingum fylgja tæki- færi en líka hættur sem íslensk stjórnvöld þurfa að bregðast við jafnt heima fyrir og í samstarfi við önnur ríki. Alþjóðapólitísk ábyrgð og vægi Íslands og annarra norðurskauts- ríkja mun fara vaxandi og stjórn- völd þurfa að skilgreina og tryggja hagsmuni Íslands í ljósi þeirra breytinga sem eru óhjákvæmileg- ar. Á sama tíma verðum við að beita okkur af einurð fyrir alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreyting- um en þær hafa óvíða alvarlegri afleiðingar en á viðkvæma náttúru og samfélög á norðurslóðum. Stefna í málefnum norðurslóða Málefni norðurslóða eru eitt af kjarnamálum í utanríkisstefnu ríkis stjórnarinnar og nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga mín um norðurslóðastefnu Íslands. Þar eru sett fram skýr stefnumið er miða að því að tryggja hagsmuni Íslendinga á sviði auðlindanýtingar, siglinga, umhverfismála og sjálf- bærrar þróunar. Eitt af grundvallaratriðum norður slóðastefnu Íslands er að tryggja að Ísland hafi bein áhrif á þróun og alþjóðlega ákvarðanatöku í málefnum svæðisins. Ísland á bæði land og hafsvæði innan norður- heimskautsbaugs og engum dylst að Íslendingar reiða sig á viðkvæm náttúrugæði norðurslóða s.s. við fiskveiðar, ferðaþjónustu og orku- vinnslu. Ábyrgur málflutningur í alþjóðasamskiptum auk lagalegra, vistfræðilegra og efnahagslegra raka gegnir hér lykilhlutverki. Jafnframt er í stefnunni lagt til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir víð- tækri skilgreiningu á norður slóðum sem byggi ekki aðeins á landfræði- legri afmörkun heldur tryggi að undir norðurslóðir falli einnig lönd og svæði sem tengjast því nánum böndum gegnum efnahagsleg, sam- félagsleg, pólitísk og öryggistengd vensl. Norðurskautsráðið er mikil- vægasti vettvangur alþjóðlegrar samvinnu og stefnumótunar um hagsmunamál norðurskautsríkj- anna átta; Bandaríkjanna, Dan- merkur f.h. Grænlands, Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands og Svíþjóðar. Tillagan kveður skýrt á um að efla beri ráðið til að takast á við yfirstandandi breytingar og vaxandi áhuga alþjóðasamfélags- ins á málefnum norðurslóða. Það er sérstakt ánægjuefni að aðildar- ríki Norðurskautsráðsins skyldu ljúka viðræðum um fyrsta bind- andi alþjóðasamninginn um leit og björgun á norðurslóðum í Reykja- vík fyrir skemmstu. Hann er mikil- vægt fordæmi fyrir frekari samn- ingagerð s.s. um mengunarvarnir og vöktun á norðurhöfum. Málefni hafsins eru eðli málsins samkvæmt samþætt hagsmunum Íslands á norðurslóðum. Íslending- ar þurfa að standa vörð um Haf- réttarsamning Sameinuðu þjóð- anna og vinna að því að hann verði lagður til grundvallar við úrlausn allra álitamála er tengjast nýtingu hafsins. Íslendingar voru leiðandi við gerð Hafréttarsamningsins og mikilvægt er að tryggja áfram- haldandi samningagerð og sam- vinnu við önnur ríki um málefni er varða hagsmuni Íslands. Þetta varð- ar öryggishagsmuni, rannsóknir og viðbúnað til eftirlits og mengunar- varna. Sömuleiðis verða Íslending- ar að beita sér gegn hervæðingu svæðisins. Norðurslóðir mega aldrei aftur verða vettvangur vígbúnaðar- kapphlaups eða stórveldaspennu. Nú er tækifæri að gera svæðið að fyrirmynd um alþjóðlega samvinnu um sameiginlega hagsmuni, frið og öryggi. Það er mikilvægt að efnahags- þróun á norðurslóðum stuðli að lífvænlegri samfélögum og hag- sæld fyrir alla íbúa svæðisins, líka Ísland. Stefna okkar þarf að tryggja að íslenskir aðilar, sem búa yfir þekkingu, tækni og reynslu sem falla að aðstæðum norðurslóða, geti nýtt sér þau tækifæri sem kunna að skapast í kjölfar vaxandi efnahags- umsvifa tengdum auðlindanýtingu, ferðaþjónustu, siglingum og rann- sóknum. Vísindarannsóknir og fræðsla um málefni norðurheimsskautsvæðis- ins eru forsenda ábyrgrar þátttöku Íslendinga í umræðu og ákvarð- anatöku um framtíðarþróun þess. Því þarf að efla þátttöku íslenskra fræðimanna í alþjóðlegu samstarfi um vísindarannsóknir og fræðslu og leggja rækt við innlent vísinda- starf. Fjárfesting í rannsóknum á öllum þáttum norðurslóða getur ekki annað en styrkt stöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum svæðisins, og byggt undir málstað okkar. Síðast en ekki síst þurfum við að efna til öflugs samráðs og skoðana- skipta innanlands um stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki. Sú stefna stjórnvalda sem nú hefur verið lögð fram, er fyrsta skrefið. Norðurslóðir í deiglunni Norðurslóðir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Vistfræðifélag Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri vegna ummæla talsmanna garð- yrkju og skógræktar um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um náttúruvernd, sem birst hafa í Fréttablaðinu undanfarna daga: Þótt alltaf megi finna skiptar skoðanir meðal vísindamanna, má fullyrða að meðal vistfræð- inga hérlendis sem erlendis er það viðhorf ríkjandi að útbreiðsla ágengra framandi lífvera geti haft mjög róttækar líffræðilegar afleiðingar. Þessi skilningur er alls ekki bundinn við þröngan hóp vísindamanna heldur er hann almennt viðurkenndur í sam- skiptum ríkja á alþjóðavettvangi. Þar ríkir sátt og samstaða um þá alvarlegu ógn sem steðjar að náttúrulegum vistkerfum vegna ágengra framandi lífvera. Er hún til komin af slæmri reynslu þjóða heims og endurspeglast meðal annars í fjölda alþjóðlegra samn- inga sem Ísland er aðili að og hafa það að markmiði að draga úr neikvæðum áhrifum manna á náttúru jarðar. Má nefna Samn- inginn um líffræðilega fjöl- breytni, Bernarsamninginn, Ramsarsamninginn, hafréttar- samning Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamning um plöntuvernd. Ágengar framandi tegundir eru taldar meðal helstu ógna náttúru- legra vistkerfa. Kemur þetta skýrt fram í Þúsaldarskýrslu Sameinuðu þjóðanna (Millennium Ecosystem Assessment), ályktun nefndar Alþjóðanáttúruverndar- ráðsins (IUCN) um tegundir í útrýmingarhættu og með grein- ingum á válistum mismunandi landa. Þá valda ágengar framandi lífverur gríðarlegu fjárhagslegu tjóni um allan heim en áætlað hefur verið að það nemi meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Til samanburðar lögðu ríki OECD að jafnaði 6,2% af vergri lands- framleiðslu til menntamála (öll skólastig) árið 2007. Þá bendir allt til þess að vandamál í tengslum við ágengar framandi tegundir eigi eftir að aukast á heimsvísu á næstu árum. Til að spyrna gegn þessari þróun hafa margar þjóðir sett sérstök lög eða lagagreinar um framandi tegundir og reynt að takmarka innflutning þeirra. Er þetta gert af illri nauðsyn, ekki til að leggja stein í götu hagsmuna- aðila. Í vísindasamfélaginu er almenn sátt um það hvaða tegundir telj- ist framandi. Staðfestingu á því má m.a. sjá í efnislega samhljóð- andi skilgreiningum á framandi lífverum í líffræðilegum orða- bókum, alþjóðlegum samningum og samvinnuverkefnum, ritrýnd- um vísindagreinum, fræðibókum um ágengar framandi lífverur og löggjöf fjölda landa. Í þessu sam- bandi er bent á úttekt Falk-Pet- ersen o.fl. sem birtist í tímarit- inu „Biological Invasions“ árið 2006 og samantekt á alþjóðlegum samningum og lögum sem sjá má á heimasíðu NOBANIS verkefnis- ins um framandi og ágengar teg- undir í Norður- og Mið-Evrópu, www.nobanis.org. Ísland er þátt- takandi í því verkefni. Samkvæmt skilgreiningu er lífvera framandi ef menn hafa flutt hana viljandi eða óviljandi út fyrir sitt náttúrulega útbreiðslu- svæði, þ.e. út fyrir það svæði sem lífveran gæti numið á náttúruleg- an hátt án tilstilli manna, óháð því hvenær það gerðist. Reynslan hefur sýnt að um 10% framandi tegunda sem ná fótfestu í náttúru- legu umhverfi verða ágengar, þ.e- .a.s. rýra líffræðilega fjölbreytni, valda efnahagslegu eða umhverfis- legu tjóni eða verða skaðlegar heilsufari manna. Það er hins vegar tvennt sem gerir ágengar tegundir sérlega erfiðar viðfangs. Í fyrsta lagi getur reynst mjög erfitt að sjá fyrir hvaða tegund- ir verði ágengar þar sem teg- undir haga sér oft allt öðruvísi á nýjum stað en þær gera í sínum náttúrulegu heimkynnum. Hegð- un tegundar á öðrum svæðum þar sem hún telst framandi veitir þó vísbendingu um hvort hún verði ágeng. Í öðru lagi getur reynst mjög erfitt og kostnaðarsamt að losna við ágenga tegund ef beðið er með aðgerðir gegn henni þar til hún er orðin útbreidd og ekki fer milli mála að hún valdi tjóni. Fjöl- mörg vel rannsökuð dæmi eru um mjög alvarlegar og óafturkræfar neikvæðar afleiðingar ágengra tegunda. Þetta eru ástæður þeirr- ar varkárni sem boðuð er gagn- vart framandi tegundum í alþjóða- samningum og regluverki. Við endurskoðun íslenskra laga um náttúruvernd verður að teljast eðlilegt að samræma skilgrein- ingar við þá alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að og taka mið af reynslu annarra þjóða varðandi framandi lífverur. Þess skal þó getið að í þeim drögum sem nú eru til skoðunar er alls ekki tekið fyrir allan innflutning framandi tegunda. Verði drögin að lögum verða útbúnir listar yfir tegund- ir sem ekki þarf að fá leyfi fyrir innflutningi eða dreifingu á. Þar sem þörf er á áhættumati verð- ur innflutningur eða dreifing væntan lega leyfð ef litlar líkur eru taldar á að viðkomandi tegund verði ágeng. Þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem finna má í núverandi drögum að frumvarpi um breyt- ingu á lögum um náttúruvernd munu að áliti Vistfræðifélagsins draga verulega úr þeirri áhættu sem fylgir innflutningi og dreif- ingu framandi lífvera, íslenskri náttúru og skattborgurum í hag. Stjórn Vistfræðifélags Íslands: Ingibjörg Svala Jónsdóttir Gísli Már Gíslason Guðrún Lára Pálmadóttir Lísa Anne Libungan Tómas Grétar Gunnarsson Starfshópur Vistfræðifélagsins um ágengar tegundir: Menja von Schmalensee Kristín Svavarsdóttir Ása L. Aradóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hafdís Hanna Ægisdóttir Ragnhildur Sigurðardóttir Rannveig Magnúsdóttir Róbert A. Stefánsson Þóra Ellen Þórhallsdóttir Ágengar framandi lífverur eru umhverfisvandamál Náttúruvernd Fjórtán félagar í Vistfræðifélagi Íslands skrifa Alþjóðapólitísk ábyrgð og vægi Íslands og annarra norður skautsríkja mun fara vaxandi. Staðreyndir um norðurslóðir ■ Talið er að um 13% af ófundnum olíulindum og 30% af gaslindum sé að finna á norður- skautssvæðinu. ■ Með opnun nýrra skipaleiða vegna bráðnunar íss á norðurslóð- um er áætlað að siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttist um 40%. ■ Ísland er ásamt Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð aðildarríki að Norðurskautsráðinu sem stofnað var 1996 í Ottawa í Kanada.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.