Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 54
38 20. janúar 2011 FIMMTUDAGURSTRÁKARNIR OKKAR „Ég verð að segja tveir, annars vegar er að það vélmennið, Al- exander Petersson, og hins vegar Þórir Ólafsson. Hann er búinn að koma gríðarlega sterkur inn í þetta mót.” Ragnheiður Mjöll Baldursdóttir útvarps- kona. „Þetta var bara mjög notalegur fundur og það fór mjög vel á með okkur,“ segir Sverrir Þór Sverrisson sjónvarpsmaður. Sverrir og Auðunn Blöndal funduðu í gærmorgun með Umboðs- manni barna, Margréti Maríu Sigurðardóttur. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku skrifaði Umboðsmaður barna bréf á vef sínum í lok desember þar sem hann greindi frá töluverð- um fjölda kvartana vegna þáttar þeirra félaga þann 5. nóvember. Þar var leikskóli heimsótt- ur og sýnt þegar Auðunn Blöndal kúgaðist yfir barnableyjum og kynfærum og hægðum barns brá fyrir. Þá var sjónvarpsþátturinn Ameríski draumurinn einnig gagnrýndur en þar ferðuðust þeir félagar um Ameríku með Vilhelm Antoni Jónssoni og Agli Einarssyni. Einnig höfðu bor- ist kvartanir yfir því að Sverrir Þór stjórnaði barnaþætti fyrir yngstu kynslóðina um helgar en væri þess á milli að gera hluti sem teljast ekk- ert sérstaklega barnvænir. Sverrir segir að aðdáendur föstudagsþáttanna þeirra megi ekki búast við neinum gríðarlegum áherslubreytingum í kjölfar fundarins; það sé hins vegar gott fyrir þá að hafa þetta á bak við eyrað. „Það var fínt fyrir okkur að vera dregn- ir aðeins út úr þessari blöðru okkar, við höldum að við megum allt og að allt sé fyndið. Við erum auðvitað bara með sjónvarpsþátt og stundum er kvartað og stundum hlegið og stundum bæði,“ segir Sverrir. Hann sagðist hins vegar skilja áhyggjur sumra að hann væri að byggja með Villa í morgunsjónvarpinu en hlypi um á tillan- um á föstudagskvöldum. „Ég skil þetta sjónar- mið mjög vel. En hvað getur maður gert?“ - fgg Sveppi og Auddi teknir á teppið ÁNÆGÐIR Sveppi og Auddi voru nokkuð ánægðir með fundinn sem þeir áttu með Umboðsmanni barna. Þeir ætla að taka tillit til ábendinga hans í framtíðinni. „Það hafa verið mikil veisluhöld hérna, við vorum fimmtán saman í gær [í fyrradag] að horfa á leik- inn gegn Austurríki. Ættingjarnir eru alveg að fara yfir um,“ segir Jón Ólafur Óskarsson, faðir horna- mannsins knáa Þóris Ólafssonar. Þórir hefur farið mikinn á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð með „strákunum okkar“, fór á kostum gegn því austurríska í seinni hálfleik og lék við hvurn sinn fingur gegn Japönum. En þrátt fyrir að hann hafi verið við- loðandi landsliðið í tíu ár er þetta einungis annað stórmótið hjá leik- manninum Og það er varla hægt að óska sér betri byrjunar, Þórir er búinn að skora átján mörk, hefur nýtt öll skot sín nema tvö og er því með 90 prósenta skotnýtingu. „Það er nánast alveg sama hvert maður fer, það er gríðarlega mikill áhugi og það skiptir engu hvort maður fer út í búð eða sund, allir klappa manni á bakið og hrósa strákn- um,“ segir Jón Ólafur. Fjölskylda Þóris lá á bæn síð- ustu dagana fyrir HM því meiðsl- asaga hans fyrir stórmót íslenska landsliðsins hefur verið með hreinum ólíkindum. Hann var nánast öruggur um sæti í ólympíu- liðinu fræga en viðbeinsbrotnaði skömmu fyrir mótið og neydd- ist til að draga sig út úr hópn- um. Þegar kom að Evrópu mótinu í Austurríki, þar sem Íslending- ar unnu brons, var Þórir enn og aftur kallaður til starfa. En þá dundu ósköpin yfir. „Við förum alltaf saman í sund þegar hann er hérna heima og vorum eitthvað að kljást og þá rifnaði eitthvað í vöðvanum. Hann æfði reyndar eitthvað aðeins eftir það en varð að draga sig út úr liðinu,“ segir Jón Ólafur, sem var svo illa hald- inn af samviskubiti að hann horfði ekki á leiki landsliðsins það skipt- ið, fór heldur í fjallgöngu þegar þeir voru sýndir. „Ég hafði hrein- lega ekki þolinmæði fyrir því.“ En nú hangir landsliðstreyja Þóris fyrir ofan sjónvarpið á heimilinu og hinar treyjurnar eru einnig til sýnis uppi á vegg. Og Jón Ólafur er farinn að gæla við ferð til Svíþjóðar. Hann ætlar að láta það ráðast af úrslitum leiksins við Norðmenn. „Ég er sko búinn að vera að skoða miða og þegar ég sé að þeir eru að fara eitthvað langt þá skelli ég mér, tek eitthvað af börnunum og kannski tengda- soninn með.“ freyrgigja@frettabladid.is JÓN ÓLAFUR ÓSKARSSON: TREYJA ÞÓRIS HANGIR FYRIR OFAN SJÓNVARPIÐ Allir í bænum klappa manni á bakið og hrósa stráknum LUKKUTREYJAN Jón Ólafur Óskarsson fyrir framan treyjuna góðu sem hangir fyrir ofan sjónvarpið. Jón Ólafur er pabbi Þóris Ólafssonar, sem hefur farið á kostum með íslenska landsliðinu. Með honum er Jason Dagur, sonur Þóris. MYND/GKS „Þetta var frábært. Við hittum mikið af fólki sem hafði séð okkur ´84 þegar við fórum síðast og það var rosalega hamingjusamt að sjá okkur aftur,“ segir Jóhann Ásmundsson, bassaleikari Mezzo- forte. Hljómsveitin er nýkomin heim frá Japan þar sem hún spilaði á sex tónleikum í borgunum Tókýó og Osaka. Þetta voru fyrstu tón- leikar Mezzoforte í Japan í 27 ár. Sveitin spilaði í klúbbi sem heit- ir Billboard Live fyrir framan 300-400 manns í hvert skipti og viðbrögðin voru mjög góð. Eftir hverja tónleika hitti Mezzoforte aðdáendur sína og gaf eiginhandar- áritanir. „Maður var hálfhissa yfir móttökunum sem við feng- um. Þetta var mjög skemmtileg ferð og ánægjuleg að mörgu leyti en þetta var erfitt varðandi tíma- mismuninn,“ segir Jóhann en níu klukkustundum munar á Íslandi og Japan. Ferðalagið þangað var langt og strangt, um sólarhringur, og þurftu þeir félagar að milli- lenda í Kaupmannahöfn og Hels- inki á leið sinni til Tókýó. Markaðurinn í Japan er gríðar lega stór og Jóhann von- ast til að kveikja áhuga Japana á Mezzoforte enn frekar. „Með auknum áhuga gæti þetta verið mjög góð viðbót við allt annað sem við gerum,“ segir hann og útilok- ar ekki að koma þangað aftur eftir eitt til tvö ár. Engir tónleikar hafa verið bókaðir með Mezzoforte á næstunni. Þó stendur til að spila hér á landi seinna á árinu. Jóhann segir að stefnt sé að upptökum á nýrri plötu á þessu ári. - fb Hittu sömu aðdáendur og 1984 ELDHEITIR AÐDÁENDUR Japanskir aðdáendur Mezzoforte voru hæstánægðir með að sjá hljómsveitina aftur. F50190111 MEZZOFORTE Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fr á 990 Kr./kg. Allir fiskréttir Súr hvalur HM TILBOÐ Fiskfars 550 kr.kg Lau 22.1. Kl. 19:00 Sun 23.1. Kl. 19:00 Lau 29.1. Kl. 19:00 Fös 4.2. Kl. 19:00 Lau 5.2. Kl. 19:00 Mið 9.2. Kl. 19:00 Fös 18.2. Kl. 19:00 Lau 19.2. Kl. 19:00 Sun 23.1. Kl. 13:00 Sun 23.1. Kl. 15:00 Sun 30.1. Kl. 13:00 Sun 30.1. Kl. 15:00 Allra síð.sýn. U Fíasól (Kúlan) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) U Ö Sun 6.3. Kl. 13:00 Sun 6.3. Kl. 14:30 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Fim 20.1. Kl. 20:00 Mið 26.1. Kl. 20:00 Aukasýn. Sun 30.1. Kl. 20:00 Síð.sýn. Lér konungur (Stóra sviðið) Fim 3.2. Kl. 18:00 Sun 6.2. Kl. 14:00 Sun 6.2. Kl. 17:00 Sun 13.2. Kl. 14:00 Sun 13.2. Kl. 17:00 Sun 20.2. Kl. 14:00 Sun 20.2. Kl. 17:00 Sun 27.2. Kl. 14:00 Sun 27.2. Kl. 17:00 Sun 6.3. Kl. 14:00 Sun 6.3. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) U Ö Ö Hænuungarnir (Kassinn) Fös 21.1. Kl. 20:00 8. sýn Fim 27.1. Kl. 20:00 Fös 28.1. Kl. 20:00 Fös 11.2. Kl. 20:00 Lau 12.2. Kl. 20:00 Fim 17.2. Kl. 20:00 U Ö Ö Ö Ö Ö U U Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Fim 20.1. Kl. 20:00 Lau 22.1. Kl. 17:00 Aukasýn. Lau 22.1. Kl. 20:00 Sun 23.1. Kl. 17:00 Aukasýn. Sun 23.1. Kl. 20:00 Síð.sýn. U U U SJÁÐU ALLT UM HM Á VISIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.