Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 6
6 20. janúar 2011 FIMMTUDAGUR STJÓRNSÝSLA Full ástæða er til að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna til að auðvelda forstöðumönnum ríkisstofnana að segja upp starfs- mönnum, að mati Ríkisendurskoð- unar. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar kemur fram að það ferli sem þarf að eiga sér stað áður en til upp- sagnar ríkisstarfsmanns kemur sé þunglamalegt og tímafrekt. Kerfið leiði til þess að starfsmenn sem hafi brotið af sér í starfi eða séu ekki hæfir til að gegna starfi sínu fái ríkari vernd en til sé ætl- ast. Áður en ríkisstarfsmanni er sagt upp þarf að áminna hann fyrir brot í starfi og gefa honum kost á að bæta ráð sitt. Brjóti hann af sér með svipuðum hætti innan eðlilegra tímamarka, gjarnan 12 til 24 mánaða, er hægt að segja honum upp. Á árunum 2004 til 2009 fengu aðeins sautján ríkisstarfsmenn áminningu, þar af þrír forstöðu- menn. Á þeim tíma voru um 24 þúsund ríkisstarfsmenn við störf, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að endurskoða ákvæði um skyldu forstöðumanna til að áminna starfsmenn og gefa þeim kost á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Þau rök sem færð hafa verið fyrir því að önnur lögmál gildi um uppsagnir ríkisstarfsmanna og starfsmanna á almennum vinnu- markaði eru þau að verja þurfi ríkisstarfsmennina fyrir pólit- ískum afskiptum. Þessi rök telur Ríkisendurskoðun ekki eiga við lengur þar sem önnur lög verndi ríkisstarfsmennina, svo sem stjórnsýslulög. Þess sé kraf- ist að ákvarðanir séu rökstuddar og málefnalegar, og með því hafi umboðsmaður Alþingis eftirlit. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að rök um pólitísk afskipti eigi vart við um stóra hópa, svo sem heilbrigðis- starfsmenn og kennara. Geir H. Haarde, þáverandi fjár- málaráðherra, lagði fram frum- varp árið 2004 þar sem breyta átti lögum til að auðvelda uppsögn ríkis starfsmanna. Frumvarpið mætti andstöðu stéttar félaga ríkis starfsmanna og dagaði uppi óafgreitt á þinginu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að ekki séu nein ákvæði um gerð starfslokasamninga við ríkis- starfsmenn í lögum. Þrátt fyrir að svo sé hafa um sautján pró- sent forstöðumanna gert slíkan samning, til dæmis um að starfs- maður þurfi ekki að vinna upp- sagnarfrestinn. Ríkisendurskoðun hvetur til þess að heimilað verði að gera slíka samninga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það sé engum til hagsbóta að til dæmis starfsmaður sem ekki standi sig í starfi sé látinn vinna uppsagnar- frestinn. brjann@frettabladid.is Telur of erfitt að segja upp ríkisstarfsmönnum Breyta ætti lögum til að auðvelda uppsögn starfsmanna ríkisins að mati Ríkisendurskoðunar. Stjórnsýslu- lög veita næga vernd. Aðeins sautján ríkisstarfsmenn af 24 þúsund fengu áminningu á sex ára tímabili. STARFSMENN RÍKISINS Hægt er að flokka starfsmenn ríkisins í annars vegar embættismenn á borð við dómara, lögreglumenn og presta og hins vegar almenna starfsmenn, til dæmis kennara og starfsmenn heilbrigðisstofnana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Forstöðumenn ríkisstofnana hafa þegar yfir nægum úrræðum að ráða til að gera stofnanir sínar skilvirkari, segir Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB. Hún segir ekki ástæðu til að fella ákvæði um áminningar úr lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Við teljum að kerfið sé í lagi, því er bara ekki beitt,“ segir Helga. Hún vísar til þess að aðeins um helmingur forstöðumanna ríkisstofnana láti fara fram reglulegt mat á frammistöðu starfsmanna. Þar megi vinna úr málum án þess að til áminningar komi og auka skilvirkni stofnan- anna. Forstöðumenn hafa næg úrræði HELGA JÓNSDÓTTIR MÍMIR Léttur og lipur fl ísfóðraður pollagalli fyrir börn. Endurskin að framan og aftan. Hægt er að smella hettunni af. pollagalli Verð: 11.500 kr. Stærðir: 86-116 100 % PU n ælon DUNLOP Fóðruð og heilsteypt stígvél með grófum sóla. Létt og hlý. Þola -20°C. fóðruð stígvél Verð: 6.800 kr. (Stærð: 22-28) Verð: 7.800 kr. (Stærð: 29-37) PU e fni barna kuldaskór Verð: 16.800 kr. (Stærðir: 25- 38) K E EN Góðir vatnsheldir barna kuldaskór með snjóvörn. Leður neðst á skóm, gott grip í sóla og távörn. ALÞINGI „Það má ekki dragast lengur að koma á gagngerum breytingum á fiskveiði- stjórn okkar, kerfið er að kyrkja byggðirnar,“ sagði Ólína Þorvarðardóttir, Samfylkingu, á Alþingi í gær. Tilefnið var gjaldþrot Eyrarodda, stærsta fyrirtækisins við Flateyri við Önundarfjörð. „Þetta er enn eitt áfallið fyrir fyrrum blómlegt sjávarpláss,“ sagði Ólína en Eyrar- oddi var settur á stofn til að gera út með leigukvóta eftir að eigandi fyrirtækis sem áður var burðarás í atvinnulífi staðarins seldi 90% aflaheimilda staðarins og fluttist á brott. Ólína sagði að þarna birtust í hnotskurn afleiðingar kvótakerfisins, það væri lokað nýliðum og kvótalaus fyrirtæki eins og Eyraroddi visnuðu upp. „Hér hefðu frjálsar handfæraveiðar hjálpað upp á sakirnar og þar er ég að tala um alfrjálsar handfæra veiðar smábáta,“ sagði Ólína. Flateyri væri nálægt gjöfulum fiskimiðum sem íbúar fengju ekki að bjarga sér sjálfir og nýta. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og Lilja Rafney Magnúsdóttir, VG, tóku undir með Ólínu. Jón sagði að Flateyri hefði eitt byggðarlaga fengið hámarksúthlutun byggðar- kvóta. Önnur fyrirtæki en Eyraroddi gætu nýtt sér það. Lilja sagði að íbúar Flateyrar hefðu byggt upp fiskvinnslufyrirtækin og sjávarútveginn. Þeir ættu fullan rétt á að hafa atvinnu áfram og búa við öryggi. - pg Stjórnarþingmenn ítreka vilja til að breyta fiskveiðistjórnun í tilefni af gjaldþroti Eyrarodda: Ólína segir kerfið vera að kyrkja byggðirnar FLATEYRI Yfir fjörutíu manns hafa misst vinnuna við gjaldþrot Eyrarodda, stærsta fyrirtækisins á staðnum. ALÞINGI Könnun á hagkvæmni þess að flytja Landhelgisgæsl- una til Suðurnesja er ekki hafin þótt niðurstöður eigi að liggja fyrir hinn 1. febrúar, staðhæfði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, á Alþingi í gær. Ríkisstjórnin fól Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra verkefnið á fundi í Reykjanes- bæ í nóvember. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, skoraði á ráð- herrann, að ljúka verkinu fyrir 1. nóvember svo að málið gæti fengið framgang. „Það þarf ekki að taka langan tíma,“ sagði Björgvin. - pg Rætt um Gæsluna á Alþingi: Könnun á hag- kvæmni flutn- ings ekki hafin ÞJÓÐKIRKJAN Róbert R. Spanó, for- maður rannsóknarnefndar sem rannsaka á viðbrögð og starfs- hætti þjóð- kirkjunnar í kjölfar ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni bisk- upi, segir starf nefndarinnar vera á áætlun. Nefndin hefur aflað gagna um málið. Tekin hafa verið viðtöl við þá aðila sem eiga í hlut og starfsmenn kirkj- unnar og þá tekur við skýrslu- gerð og frágangur. Ekki er ljóst hvenær vinnu nefndarinnar lýkur. Nefndin er skipuð þeim Róbert R. Spanó, Berglindi Guðmunds- dóttur og Þorgeiri Inga Njáls- syni. - sv Rannsóknarnefnd kirkjunnar: Formaður segir starf á áætlun RÓBERT SPANÓ Telur þú Ísland standa framar- lega í umhverfismálum á heimsvísu? Já 43% Nei 57% SPURNING DAGSINS Í DAG Fylgist þú með réttarhöldunum yfir nímenningunum sem sak- aðir eru um árás á Alþingi? Segðu skoðun þína á Visir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.