Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 20. janúar 2011 3 Stjórnmálamenn hafa mis-munandi skoðanir og stefnur en í Frakklandi er munurinn á þeim minni en ætla mætti ef litið er á klæða- burð þeirra og flíkurnar oft frá tískuhúsum sem hægt er að telja á fingrum annarrar handar. Þetta á sérstakleg við um karl- mennina en konur, sem oft eru í drögtum, virðast þó leyfa sér meiri fjölbreytileika og hafa meira val. Dauðlegur almúginn þekkir oft hvorki haus né sporð á þess- um tískuhúsum stjórnmála- mannanna sem geta státað af því að hafa forseta, kónga og önnur fyrirmenni í viðskiptavinahópi sínum. Því fyrirmennin standa ekki endilega í biðröðum hjá Dior, Prada, eða Saint Laurent líkt og kínverskir ferðamenn. Stjórnmálamenn sækja í glæsi- leika og þagmælsku eins og hjá Francesco Smalto þar sem hver pöntun fær dulkóða svo starfs- fólkið viti ekki fyrir hvern er verið að sauma. Kannski ekki svo skrýtið þegar efnin sem notuð eru í jakkafötin geta kostað allt að 4.000 evrur metrinn eins og hjá Marc de Luca sem lengi hefur klætt stjórnmála- menn. Ítalska fjöl- skyldu fyrirtækið Marinella má einnig nefna sem framleiðir bindi fyrir ekki ómerkari menn en Jóhann Karl Spánarkon- ung, Zapat- ero, Obama, Sark ozy og fleiri. Litir og munstur eru mismunandi enda þúsund framleidd á viku. Sjálfsagt er hægt að finna fleiri en einn stíl hjá stjórnmálamönnum eftir aldri en í Frakklandi eru fáar búðir sem geta státað af annarri eins velgegni og Arnys, í Sèvres-götu í 6. hverfi Parísar. Í kappræðum fyrir forsetakosn- ingarnar 1988 gat Arnys státað af því að hafa saumað jakkaföt beggja frambjóðrndanna, Mitt- errands og Chiracs! Stundum fá föt meira vægi en þeim er ætlað á opinberum vettvangi og ekki alltaf gott að taka áhættu eins og Jack Lang, fyrrverandi menningarmála- ráðherra, fékk að kynnast en hann er þekktur á Íslandi fyrir að hafa hlustað á Sykurmolana með Vigdísi Finnbogadóttur og Mitterand í Duus-húsi. Það vakti hörð viðbrögð þegar hann mætti á franska þjóðþingið í jakka með kínakraga, sem var þó engin pól- itísk yfirlýsing heldur hönnun vinar hans Thierry Mugler. Árið 2003 í miðri hitabylgju þegar fimmtán þúsund eldri borgarar létust var heilbrigðisráðherr- ann, Jean-François Mattei, tekinn tali í sumarhúsi sínu á Rívíerunni í Lacoste-bol, sem þótti illa viðeigandi. Hann sagði af sér nokkru síðar þó ekki sé vitað hvort það skrifist á Lacoste. Rolex- úrið sem Sar- kozy var með í sjónvarpsviðtali fyrir nokkru þótti einnig tákn um hroka og gleymist seint og þótti ekki endilega góð auglýsing fyrir söluna hjá Rolex. bergb75@free.fr Fötin skapa manninn Flík úr smiðju Francesco Smalto. ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Meirihluti þjóðarinnar situr sem límdur við sjónvarpsskjáinn þessa dagana yfir Heimsmeistarakeppninni í handbolta. Ekki eru þó allir að horfa af einlægum íþróttaáhuga eða hvað? Fréttablaðið grunar ákveðinn hóp um að horfa frekar á útlit leikmanna en getu þeirra í íþróttinni og tók saman nokkra kappa sem greinilega hugsa um hárið á sér. heida@frettabladid.is Hártískan í handboltanum Hártíska íþróttaheimsins er jafn skrautleg og annars staðar. Fréttablaðið tíndi til nokkra valinkunna handboltakappa sem hafa skartað hárgreiðslu sem tekið er eftir. Leikmenn íslenska liðsins eru nánast allir snöggklipptir á mótinu nema Björgvin Páll Gústavs- son. Logi Geirsson birtist áhorfendum á skján- um sem álitsgjafi eftir leiki. Hann hefur jafnan þótt bera ljósa lokkana vel og greiðslan haggast ekki. Róbert Gunnarsson er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt og hefur oft skartað skemmtilegri hárgreiðslu. NORDICPHOTOS/GETTY Staffan Olsson sveiflaði síðu hárinu á vellinum í áraraðir. Enn sveiflar hann makkanum þegar hann les yfir hausamótunum á sænska liðinu, sem hann þjálfar í dag. NORDICPHOTOS/GETTY Iker Romero, leikmaður spænska landsliðsins, var ófeiminn við að breyta um lit á hárinu. Hér er hann með ljósa rönd í kambinum. MYND/NORDICPHOTOS GETTY Stefan Kretzschmar, fyrrverandi leikmaður þýskalands, hefur gegnum tíðina ýmist skartað síðum dökkum lubba eða verið með það knallstutt og aflitað. NÝ SENDING KOMIN! ÚTSALAN Í FULLUM GANGI 50-70% AFSLÁTTUR Sm ár al in d S: 52 2- 83 83 ; K rin gl an 5 22 8 39 3 Útsala 60-70% afsláttur af öllum útsöluvörum SMÁRALIND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.