Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 16
16 20. janúar 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Borgarstjórn býður þeim borgar búum sem búa við fötlun velkomna í þjón- ustu borgarinnar nú eftir að ríkið hefur fært félagslega þjónustu yfir til sveitarfélaga. Nú í vikunni samþykkti borgar- stjórn framtíðarsýn í þjónustu við fatlaða þar sem samningur Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi fatlaðs fólks er leiðarljós borgarinnar. Í því felst viður- kenning á sjálfstæðu lífi á eigin forsendum, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélag- inu, réttur til aðstoðar við að lifa innhaldsríku lífi og viður kenning á fjölbreytileika mannlífsins og mannréttind- um allra. Borgarstjórn lítur svo á að hér sé stigið stórt skref í mannréttindum. Fólk er ekki flokkað í fatlaða og ófatl- aða íbúa sem er bent á sitthvorn stað- inn þegar þeir þurfa á persónulegri aðstoð að halda, hér í Reykjavík leita allir til þjónustumiðstöðvar í sínu hverfi. Við vonum svo sannarlega að notendur þjónustunnar finni einungis fyrir því með jákvæðum hætti að borgin beri nú ábyrgð. Við getum a.m.k. hætt þeirri þekktu aðferð að varpa málum einstakl- inga á milli ríkis og borgar þar sem ábyrgðarskiptingin var aldrei skýr. Við berum ábyrgð- ina og viljum standa undir henni. Framtíðarsýnin er sett fram í fimm meginpunktum: ■ Margbreytilegum þörfum borgarbúa verði mætt með sveigjanlegri og einstaklings- miðaðri þjónustu sem veitt er af ábyrgð, virðingu og fag- mennsku. ■ Aðgengi að þjónustu verði tryggt í nærumhverfi borgar- búa. ■ Jafnræði í þjónustu verði tryggt. ■ Víðtækt samráð verði haft við notendur, hagsmunasamtök, starfsfólk og háskóla- samfélagið um þróun þjónustunnar. ■ Borgarbúar sem þurfa aðstoð í daglegu lífi hafi val um hvernig aðstoðinni við þá er háttað. Unnið verði að þróun not- endastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Við í borgarstjórn fögnum því að vera skrefinu nær því að vera eitt samfélag fyrir alla. Framtíðarsýn í þjónustu við fatlaða Fatlaðir Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Flott Stundum koma fréttir þægilega á óvart. Það á aldeilis við um nýja skýrslu Viðskiptaráðs um ábyrgð þess á bankahruninu og stemningunni í samfélaginu misserin á undan. Í stuttu máli gengst Viðskiptaráð við ábyrgð á sínum parti bullsins og skammast sín. Farið er í saumana á nokkrum ásökunum á hendur ráðinu, mistök viðurkennd og bót og betrun heitið. Ekki verður annað séð en að einlægni búi að baki. Það eru því horfur á að Við- skiptaráð, undir formennsku Tómasar Más Sigurðssonar, geti öðlast tiltrú úti í samfélaginu. Fámennið Þótt Ísland kunni að vera „stórasta“ land í heimi er það fámennt. Í það minnsta vasast sömu mennirnir í öllu. Það má til dæmis sjá á lög- mannavali Landsbankamannanna tveggja sem hnepptir voru í varðhald vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Forstöðumaðurinn fann sér lögmann í skilanefnd Kaupþings og bankastjórinn leitaði til fyrrverandi stjórnarmanns í Glitni. Ámóta myndi líklega ekki gerast annars staðar í heiminum. Leti Alþingismenn leggja stundum ágætar fyrirspurnir fyrir ráðherra. Svörin geta verið fróðleg og jafnvel gagnleg. Svarleysi getur líka verið fréttnæmt. Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokki er að líkindum spurulasti þingmaðurinn. Nú bíður utanríkisráðherra (enn einu sinni) að svara spurningum Vigdísar. Að þessu sinni um umfang íslensku utanríkis- þjónustunnar og tengd mál. Meðal þess sem Vigdís vill vita er í hve stóru húsnæði erlend sendiráð á Íslandi starfa. Einnig vill hún vita hvað Ísland hefur stjórnmálasamband við mörg ríki og í hvaða löndum Ísland starfrækir sendiráð. Ef Vigdís nennti gæti hún flett þessu upp sjálf. Það tekur þrjár mínútur. bjorn@frettabladid.is Í vikunni samþykkti borgarstjórn framtíðarsýn í þjónustu við fatlaða. B aráttan um jafnrétti kynjanna hefur að mestu hvílt á konum. Þeir eru ekki margir karlarnir sem hafa valið að leggja þessum málstað lið en svo sannarlega er hverjum og einum fagnað. Það sama hefur gilt um umræðuna um kynjajafnrétti. Á þeim vettvangi hafa konur aðllega átt orðið. Vera kann að hér sé einhvers konar vítahringur á ferð, þ.e. að vegna þess að nánast eingöngu konur eru sýnilegar í jafnréttis- baráttu finnist körlum sem þessi barátta komi þeim ekki við eða jafnvel að þeir séu ekki velkomnir í raðir baráttukvennanna. Á sama hátt kann að vera að einhverjum karlmönnum finnist ekki vera eftirspurn eftir rödd- um þeirra í umræðunni um jafn- rétti kynjanna vegna þess að sú umræða fer fyrst og fremst fram meðal kvenna, og er þá átt við hinn málefnalega þátt umræð- unnar, þann hluta sem snýst um inntakið. Einkennilega stór hópur karlmanna hefur svo tekið sér fyrir hendur að reyna að tala niður jafnréttisumræðuna (eða væri kannski nær að segja hér baula niður?) og ekki bara umræðuna sjálfa heldur einnig þær konur persónulega sem hafa beitt sér í jafnréttisumræðunni. Í þessu samhengi eru iðulega notuð stór orð og á tíðum dólgsleg einnig. Ekki er óhugsandi að þessi viðbrögð hafi fælingarmátt á þann hátt að karlmenn veigri sér við að taka þátt í jafnréttisumræðu, á sama hátt og viðbrögðin hafa áreiðan- lega fælt margar konur frá því að láta til sín taka á þessum vett- vangi. Það er því fagnaðarefni þegar tekst að virkja karlmenn í bar- áttunni fyrir jafnrétti kynjanna; samfélagi þar sem jafnræði og virðing ríkir með öllu fólki óháð kyni þess, samfélagi þar sem sjónarmið og kraftar bæði karla og kvenna fá notið sín til fulls, samfélagi sem er áreiðanlega gjöfulla fyrir konur, karla og ekki síst börn. Átakið Öðlingurinn 2011 hefst á morgun, á bóndadeginum, og stendur fram á konudaginn, 20. febrúar. Í Öðlingsátakinu í ár eru karlar virkjaðir til að skrifa um jafnréttismál þannig að hvern einasta dag á þorra mun karl skrifa grein sem birtist undir merkj- um Öðlingsátaksins á Vísisvefnum. Reglulega munu greinar úr Öðlingsátakinu einnig birtast hér í Fréttablaðinu. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur bókarinnar Á mannamáli, þar sem fjallað er um kynbundið ofbeldi, er upphafskona Öðlings- átaksins. Hún sagðist í samtali við blaðið í gær hafa valið að nota orðið sem vopn í Öðlingsátaki ársins. „Vegna þess að því meira sem við ræðum málin, þeim mun meira ráðumst við á þessa þögn sem hefur ríkt lengi í kringum ýmsa anga jafnréttisbaráttunnar,“ segir Þórdís. Hún segist hafa viljað kanna hvort karlar væru tilbúnir að stökkva um borð ef byggð yrði fyrir þá brú yfir í jafnréttis- umræðuna. Sú hefur orðið raunin og mun afraksturinn birtast í einni grein á dag næsta mánuðinn þar sem karlmenn fjalla um jafnréttismál frá mörgum sjónarhornum. Karlar skrifa um jafnréttismál á þorra. Öðlingar komnir á kreik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.