Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 24
 20. 4 „Ég sat einhverju sinni á hár- greiðslustofu og heyrði að konan í næsta stól vildi frekar gefa sínum heittelskaða bjórvönd heldur en blómvönd á bóndadag- inn. Mér þótti hugmyndin svo góð að ég dreif mig í vínbúð þar sem ég valdi nokkrar bjórflösk- ur handa eiginmanninum. Af því að þetta átti að vera vöndur pakkaði ég þeim fallega inn í sell- ófan og slaufur svo úr varð feg- ursti bjórvöndur, sem var svo settur í blómavasa og beið hans á stofuborðinu þegar hann kom heim,“ segir Inga María Leifs- dóttir, kynningarstjóri Íslensku óperunnar, en henni bregst ekki bogalistin þegar kemur að óvænt- um glaðningi. „Bjórvöndinn hef ég gert nokkr- um sinnum aftur á bóndadag og ávallt við góðar undirtektir, en ég gæti þess jafnan að velja spenn- andi flöskubjóra sem gaman væri að smakka fyrir okkur hjónin og nú sjö girnilegar ölflöskur, fjór- ar íslenskar og þrjár belgískar. Þetta verður því eins og lítil bjór- smökkun í sellófani,“ segir Inga María, full tilhlökkunar. „Bóndadagurinn er í uppáhaldi og ég reyni alltaf að gera eitthvað huggulegt. Stundum ber ég fram þorramat, sem hann er meira fyrir en ég, en í anda dagsins vel ég það skásta úr þorrabakkanum á veislu- borðið, en læt mig ekki hafa það að borða súran pung og bringu- koll,“ segir Inga María, sem gift- ist eigin manni sínum, Kristbirni Helgasyni, fyrir sjö árum. „Bóndadagurinn er kærkomin upplyfting í skammdeginu til að gera sér dagamun í mat, drykk og rómantískum stundum saman og fyrir íslenskar konur að vera góðar við maka sína,“ segir Inga María og leggur áherslu á að hvorki þurfi að vera dýrt né flók- ið að gleðja karlmenn. „Á bóndadaginn í fyrra keypti ég kjúklingavængi og gos sem beið hans heima á eldhúsborði um miðjan dag, bara svona lítil, óvænt hvunndagsgjöf sem hann gæddi sér á einn og alveg í skýj- unum. Það er nefnilega ástar- hugur og þessi óvænta fyrirhöfn, að þekkja maka sinn og muna hvað hann kann að meta, sem hitt- ir menn í hjartastað,“ segir Inga María sem þótt sniðug sé sjálf í óvæntum uppákomum segir eig- inmann sinn slá sig út hvað slíkan dagamun varðar. „Hann kemur mér sífellt á óvart með skemmtilegum gjöfum og upplifunum, og nýlega sendi hann mér SMS þar sem hann benti mér á að kíkja í fremra hólf handtösku minnar en þar leyndist fallegur miði sem útlistaði mjög nákvæm- lega ævintýri kvöldsins. Ég held að öllum þyki innst inni gaman að láta koma sér á óvart, því það kitl- ar og gefur lífinu lit.“ thordis@frettabladid.is Kjúklingavængir með ástarkveðju Á morgun er bóndadagur, sem markar upphaf þorra. Þá skulu karl- menn hoppa í kringum bæ sinn á nærhaldinu einu klæða en konur hlúa að bændum sínum með ástarhug, þorramat og gustuk. Inga María með bjórvöndinn góða sem hún útfærði sjálf eftir að hugmyndin hafði skotið upp kollinum. Hún segir flestar vínbúðir búa yfir innpökkunarborði og auðvelt sé að líma flöskurnar saman með límbandi og pakka inn í fallegan vönd sem síðan gleður mannsins hjarta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hefðbundinn þorramatur er á öðru en á hinu nýtískulegri réttir á borð við kryddbakaða bleikju með piparrótarkremi og svartfuglsþynnur með djúpsteiktum Brie. Aðalréttur er svo borinn fyrir hvern og einn, eldsteikt lambafille, kryddlegið í brennivíni með kúmeni. Feðgarnir Brynjar Eymundsson og Logi sonur hans hafa kokkað þetta saman og telja þorramatseðilinn henta „jafnt byrjendum sem lengra komnum“ og taka við sérpöntunum fyrir virka daga. Nánari upplýsingar eru á www.hofnin.is Bæði hefðbundið og nýstárlegt Tvenns konar hlaðborð með yfir þrjátíu rétt- um eru á þorrahelgarveislum Hafnarinnar við Geirsgötu. Þorri er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tíma- talinu. Þorri hefst í þrettándu viku vetrar (18.-24. janúar miðað við gregoríanska tímatalið) og alltaf á föstudegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.