Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 28
 20. JANÚAR 2011 FIMMTUDAGUR Nýherji hf. Borgartúni 37 www.netverslun.is Lenovo ThinkPad Edge Glæsileg fartölva fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Vökvaþolið lyklaborð og fallvörn. Örgjörvi: AMD Turion II Neo X2 Dual Core K625 64bit Skjár: 13“ Þyngd: 1,74 kg Verð: 129.900 kr. Lenovo IdeaPad U160 Fislétt og skemmtileg fartölva fyrir heimilið með nýjustu Intel Core tækni. Örgjörvi: Intel Core i3-330UM Dual Core Flýtiminni: 3MB Skjár: 11,6” LED HD Þyngd: 1,4 kg Verð: 114.900 kr. Lenovo IdeaPad Z560 Kraftmikil margmiðlunartölva fyrir skólafólk. Öflug vél með nýjustu Intel Core tækni. Örgjörvi: Intel Core i3-350M Dual Core 2,26GHz Þyngd: 2,6 kg Verð: 139.900 kr. Lenovo ThinkPad T410 Sameinar nýjustu tækni, gæði og einstaka hönnun. Vökvaþolið lyklaborð og fallvörn. Örgjörvi: Intel Core i3 370M (2,40GHz) með 2 kjörnum Skjár: 14,1” TFT LED breiðtjaldsskjár m. innbyggðri myndavél Þyngd: frá 2,27 kg Verð frá 194.900 kr. Allar vélar eru með 3 ára ábyrgð. Skemmtilegi vinnufélaginn Frábær fyrir skólann Algjör vinnuhestur Flott á netið Lenovo-merkið er þekkt fyrir svartar fartölvur enda svartur tímalaus litur. „Við hjá Nýherja erum með mjög breiða línu af Lenovo-fartölvum við allra hæfi. Það má eiginlega segja að viðskiptavinir velji fyrst skjástærð og þyngd en skoði síðan þær gerðir sem koma til greina. Ef valið snýst um létta 13” vél þá eigum við vélar frá 129.900 kr. en margir hafa áttað sig á því hve þægilegt er að vera með netta vél, til dæmis í skóla,“ segir Gísli Þorsteinsson hjá Nýherja. Hann segir að smærri vélarnar hafi komið mörgum á óvart, einkum hversu öflugar þær séu miðað við stærð. Lenovo-framleiðandinn er meðal annars þekktur fyrir svarta litinn á ThinkPad-vélum sínum og segir Gísli að oft sé sagt í gamni að ThinkPad sé með margar út- færslur af svörtu. „Nú hefur hins vegar ThinkPad Edge línan verið fáanleg í rauðu. Svart er engu að síður tímalaus litur sem þolir sí- breytilega tískustrauma og eru ThinkPad-vélarnar oft notaðar í 5-7 ár. Reyndar er endingin í Len- ovo ThinkPad vélunum afar góð, þetta eru miklir vinnuhestar. Við höfum til dæmis fengið í endur- sölu sex ára gamlar ThinkPad- vélar sem lifa góðu lífi.“ Aðspurður segir Gísli þarfir fólks mismiklar, til dæmis dugi tölvur með 2GB vinnsluminni, 250 GB disk og Windows 7 flest- um sem eru í skóla. „Vægi ör- gjörva er ekki eins mikið og áður því nær allar skólavélar eru nógu öflugar og því ekki þörf á að huga sérstaklega að þeim þætti, nema ef fólk hyggst nota tölvurnar til þess að spila leiki.“ Þá segir Gísli að gríðarlegur áhugi sé á hvers kyns miðlun á netinu, hvort sem það sé í gegnum Facebook eða Youtube og það hafi kallað á nýja notendamöguleika fyrir fólk. „Má þar nefna vaxandi áhuga á gerð myndbanda fyrir netið og innbyggðar vefmynda- vélar til dæmis fyrir samskipti í gegnum Skype.“ Vinnuhestar sem þola síbreytilega tískustrauma Gísli Þorsteinsson hjá Nýherja segir endingu fartölva frá Lenovo afar góða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VOTTUN FYRIR ORKUSPARANDI TÖLVUR Tölvuframleiðandinn Lenovo hefur hlotið Svansmerkið, nor- ræna umhverfisvottun, fyrir orkusparandi tölvur. Svanurinn gerir neytendum kleift að velja umhverfisvænni vörur og þjónustu sem hefur minni skaðleg heilsuáhrif. Strang- ar kröfur Svansins tryggja að búið er að lágmarka neikvæð umhverf- is- og heilsuáhrif tengd ferli vör- unnar, allt frá hráefnis- og orku- notkun, notkun hættulegra efna, flutninga, meðhöndlun úr- gangs o.fl., segir á heima- síðu Umhverfisstofnunar. Svansvottaðar tölvur, eins og frá Lenovo, eru orkusparandi, auk þess sem búið er að lágmarka notk- un hættulegra efna, svo sem þungmálma og eldvarnarefna. Öll plastefnin í tækin þurfa að vera klórfrí. Lögð er áhersla á að notkunarþægindi, uppfærslu- möguleikar og endurvinnanleiki tækjanna sé eins og best verður á kosið, segir á vefnum. Umbúðir Lenovo-tölva eru einnig úr endur- unnum efnum. AÐEINS SJÖ SEKÚNDUR AÐ RÆSA WINDOWS Lenovo, sem er einn stærsti fram- leiðandi tölvubúnaðar í heiminum, sló í gegn á CES-tæknimessunni (Consumer Electronics Show) í Las Vegas í janúar, en þar kynnti fyrirtækið ýmsar nýjungar og spennandi hugmyndir um þróun tölvubún- aðar á þessu ári. Meðal þess sem er væntanlegt á markað í vor eru nýir örgjörvar frá Intel (Core i) sem auka afköst tölvubúnaðar verulega og verða í öllum vörulín- um Lenovo. Tölvuframleiðandinn hefur einnig unnið með Micro soft að þróun Windows 7-stillinga sem gerir það að verkum að Lenovo ThinkPad tölva er aðeins sjö sek- úndur að ræsa Windows. Meðal áhugaverðra lausna eru tvær gerðir spjaldtölva sem koma á markað síðar á árinu og svo uppfærsla á öllum gerðum Think- Pad-véla sem Ný herji mun kynna á næstu mán- uðum. Meiri hraði og orkusparnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.