Fréttablaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2011
Genius-teikniborðin njóta sífellt
aukinna vinsælda, enda hagkvæm
og áreiðanleg, en eru auk þess jafn-
víg fyrir PC og Mac. Boðið er upp
á sex mismunandi gerðir teikni-
borða fyrir allt frá byrjendum til
atvinnumanna. Á þessari vefslóð
má skoða allar gerðirnar: http://
www.computer.is/flokkar/237/
Stafræn teikniborð eru mikil-
væg tölvutengd tæki í tækjabún-
aði grafískra hönnuða og lista-
manna. Þau örva m.a. sköpunar-
gáfuna og auka afköst. Teikniborð
gegna ýmsum tilgangi fyrir ólíka
notendur og hafa eiginleika með
það að markmiði að létta fyrir og
gera notkun tölvunnar þægilegri
og ánægjulegri.
HVAÐA TILGANGI ÞJÓNAR TEIKNI
BORÐ?
Teikniborð er tæki sem leyfir
notanda að setja upplýsingar inn
á tölvuna í formi teikninga eða
skrifta á pappírsblað. Þau koma í
stað músar og er hugsað til að not-
andi geti verið í nánari snertingu
við hönnun, teikningar eða málun
í tölvuumhverfi. Meginhlutarnir
í teikniborði eru teikniplatan (e.
pad) og penninn.
HVERNIG Á AÐ BYRJA?
Eftir að notandi hefur tengt teikni-
plötuna við USB-tengi í tölvunni
og sett upp reklahugbúnaðinn
er hægt að byrja að teikna rétt
eins og að teikna á pappír. Teikni-
forrit fylgja Genius-teikniborð-
unum en auk þess má nota forrit
eins og Micro soft Paint, Photo-
shop eða atvinnumannaforrit eins
og AutoCAD svo dæmi séu tekin.
Fullkomnar hjálparaðgerðir sem
fylgja teikniforritunum nýtast afar
vel í háþróaðri myndvinnslu.
Teikniborð frá Genius
Tæknibær fagnar 25 ára
afmæli á árinu og býður af
því tilefni upp á aukið úrval
sértilboða. Fyrirtækið hefur að
undanförnu breikkað vöru-
sviðið gríðarlega eins og sjá
má á vefsíðunum www.tb.is og
www.computer.is.
Stefnt er að því að styrkja stoðirn-
ar enn frekar sem vel þekkt smá-
sölu- og netverslunarfyrirtæki á
markaðinum að sögn Ólafs Ara-
sonar, stofnanda og framkvæmda-
stjóra Tæknibæjar. „Það munum
við gera með auknu úrvali af tölvu-
tengdum tækjum, heildarlausnum
og bættri þjónustu við alla lands-
menn,“ segir Ólafur.
NETBOOK
Netbook (Networking Notebook)
fartölvurnar eru meðal þess sem
Tæknibær leggur áherslu á en þær
hafa aukið vinsældir sínar jafnt og
þétt. „Þær komu í raun á markað-
inn árið 2007 þótt þær eigi sér að-
draganda alveg frá 1990. Nú er
þeim ætlað að skáka venjulegum
fartölvum, meðal annars sökum
léttleika og hagstæðs verðs, en
þyngdin er ekki nema um 1 kg og
verðið tugum þúsunda lægra en á
sambærilegum hefðbundnum far-
tölvum,“ segir Ólafur.
Í byrjun voru Netbook-fartölv-
urnar með 5” til 12” skjám, en nú
eru þær framleiddar með 10” og
12” skjám. Síðari hluta árs 2008
fóru Netbook-fartölvurnar að
saxa á markaðshlutdeild hefðbund-
inna fartölva og hefur sú hlutdeild
vaxið jafnt og þétt síðan, enda er
hún nægilega öflug til að fullnægja
stórum hluta nútíma PC-notenda.
Sem dæmi má nefna fór salan úr
400 þúsund árið 2007 í 11,4 millj-
ónir 2008 og á árinu 2009 seldust
meira en 35 milljónir eintaka.
„Áætlanir gera ráð fyrir að
salan á Netbook-fartölvum nái
140 milljónum eintaka á árinu
2013. Vísbendingar eru um að hlut-
deild Netbook fartölva á fartölvu-
markaðnum hafi náð 20% þegar
á árinu 2009. Í upphafi komu þær
með Linux og Windows XP en nú
er Windows 7 Starter-stýrikerfið
orðið ráðandi í þeim. Flóðgáttir
opnuðust fyrir framleiðslu Net-
book með tilkomu Intel Atom ör-
gjörvans og hitavandamál sem
hrjáðu þessa stærð af fartölvum
var þar með nánast úr sögunni,“
segir Ólafur.
Intel Atom örgjörvinn hefur
þróast síðan og núna í vikunni fékk
Tæknibær í fyrsta sinn Netbook
fartölvur frá Asus með nýja Intel
Atom Dual Core N550 1,50 GHz
örgjörvanum. Hér að ofan má sjá
helstu eiginleika tölvunnar. Verðið
er aðeins 79.900 krónur.
Aukin áhersla á Netbook-
fartölvur hjá Tæknibæ
Ólafur Arason, tæknifræðingur og eigandi Tæknibæjar, með Netbook-fartölvu sem notið hefur mikilla vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Í STUTTU MÁLI
Framleiðandi og tegund: ASUS
1015PEM-MU17-BK
Harður diskur: 250 GB, 5.400 sn./
mín
Kortalesari: 3-in-1 sem styður
MMC/ SD/ SDHC
Minni: 1 GB DDR3 SODIMM
stækkanleg í 2 GB
Myndavél: Innbyggð 0,3 MP vef-
myndavél
Netbúnaður: 10/100 netkort og
802.11b/g/n þráðlaust netkort
Rafhlaða: 6 hólfa 48W/h Li-Ion,
10 klst. hleðslutími
Skjákort: Intel UMA
Skjástærð: 10,1 tomma
Stýrikerfi: Windows 7 Starter
32ja bita
Örgjörvi: Intel Atom Dual Core
N550, 1,5 GHz
Genius-teikniborðin eru jafnvíg fyrir
PC- og Mac-tölvur.