Fréttablaðið - 07.02.2011, Page 2
2 7. febrúar 2011 MÁNUDAGUR
Fréttablaðið skorar á lesendur að senda inn tilnefn-
ingar til samfélagsverðlauna blaðsins 2011. Til greina
koma allir sem hafa lagt sitt af mörkum til að bæta
íslenskt samfélag, jafnt þekktir sem óþekktir einstakl-
ingar eða félagasamtök sem hafa verið öðrum fyrir-
mynd með gjörðum sínum og athöfnum.
Verðlaunin eru veitt í fimm flokkum:
Hvunndagshetjan, sem hefur sýnt af sér einstaka
óeigingirni eða hugrekki við einn atburð eða í lengri
tíma.
Frá kynslóð til kynslóðar, þar sem til greina koma
hvers kyns uppfræðarar sem skarað hafa fram úr –
einstaklingar eða félagasamtök.
Til atlögu gegn fordómum nefnast verðlaun sem
falla í skaut einstaklingi eða samtökum sem hafa
unnið að því að eyða fordómum í samfélaginu.
Heiðursverðlaun fær einstaklingur sem hefur helg-
að líf sitt baráttu fyrir betra samfélagi.
Samfélagsverðlaunin vinna félagasamtök sem hafa
unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruvernd-
arstarf. Í verðlaun fyrir þennan síðasta flokk er ein
milljón króna.
Skilafrestur er til miðnættis þann 21. febrúar og
tilnefningum skal skilað á netfangið samfelagsverd-
laun@frettabladid.is eða bréfleiðis merkt Samfélags-
verðlaun Fréttablaðsins. Verðlaunin verða veitt í apríl
í fimmta sinn, en í þeim mánuði þetta árið fagnar
Fréttablaðið tíu ára afmæli. - sh
Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin í sjötta sinn á tíu ára afmælisári:
Óskað eftir verðlaunatilnefningum
VEL AÐ VERÐLAUNUM KOMIN Hér gefur að líta samfélagsverð-
launahafa Fréttablaðsins árið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þórhallur, skapar Þórhallur
hamingjuna?
„Sköpum við ekki öll hamingjuna?“
Fréttir af þáttunum Hamingjan sanna á
Stöð 2 komu sóknarprestinum Þórhalli
Heimissyni í opna skjöldu, þar sem hann
hafði komið hugmynd að svipuðum
þætti á framfæri við stöðina á síðasta ári.
VESTMANNAEYJAR Hópur fólks
fylgdist með því þegar útselskópn-
um Golla var sleppt í Höfðavík
við Stórhöfða í gær. Golli fannst
við Breiðdalsvík fyrir um þremur
mánuðum og hefur verið í uppeldi
í Þekkingarsetri Vestmannaeyja,
og fóstra sínum Georg Skærings-
syni, síðan þá.
Golli hefur unnið hug og hjörtu
starfsfólks Þekkingarsetursins og
vakti meðal annars athygli fyrir
getspeki sína í síðasta mánuði,
þegar hann spáði fyrir um úrslit
leikja Íslands á HM í handbolta.
- kg
Kópur í Vestmannaeyjum:
Getspaka Golla
sleppt lausum
SELEB-SELUR Golli gaf sér góðan tíma til
að kanna aðstæður áður en hann synti
til hafs. MYND/ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON
KJARAMÁL Samninganefnd AFLs starfsgreina-
félags og Drífanda stéttarfélags starfsmanna
í fiskimjölsverksmiðjum hefur slitið viðræð-
um við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjara-
samning. Í kjölfarið verður boðað til atkvæða-
greiðslu meðal starfsmanna um verkfall sem
gæti hafist um miðja næstu viku.
„Við gengum mjög langt í gær og töldum
okkar samningstilboð vera þess eðlis að menn
myndu bara ljúka málinu. Því var hafnað og
það kom gagntilboð sem hvert mannsbarn hefði
getað sagt sér að við myndum aldrei ganga að,“
segir Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri
AFLs. Hann segir samningsvilja SA takmark-
aðan og sér finnist sem samtökin séu beinlín-
is að ögra bræðslumönnum til verkfalls. „Það
þarf eitthvað mikið að gerast til að það verði
ekki verkfall,“ segir Sverrir.
Verði af verkfalli mun loðnuvinnsla stöðvast
í átta fiskimjölsverksmiðjum á Austurlandi og
í Vestmannaeyjum en mikilvægasta tímabil
loðnuvertíðarinnar hefst á næstu dögum.
Í tilkynningu á vefsíðu SA segir að komi til
verkfalls muni þjóðfélagið verða af miklum
verðmætum, fyrirtæki fyrir tjóni og starfs-
menn þeirra tapa launagreiðslum. SA hafi hafn-
að kröfum um 30 prósenta launahækkun sem
myndi óhjákvæmilega flæða yfir allan vinnu-
markaðinn og leiða af sér verðbólguöldu, enn
lægra gengi krónunnar, hærri vexti, meira
atvinnuleysi, skattahækkanir og enn lakari
lífskjör. - mþl
Kjaraviðræðum AFLs og Drífanda við Samtök atvinnulífsins hefur verið slitið:
Bræðslumenn greiða atkvæði um verkfall
LOÐNUVEIÐAR Flest stefnir í verkfall starfsmanna í fiski-
mjölsverksmiðjum. Verði af verkfalli mun loðnuvinnsla
stöðvast á lykiltímabili vertíðarinnar.
DÓMSMÁL Kim Landsman, lög-
maður meirihluta stefndu í Glitn-
ismálinu í New York, furðar sig á
þeirri ákvörðun slitastjórnarinn-
ar að áfrýja frávísunarúrskurði
dómarans ytra. Þetta kemur
fram í yfirlýsingu frá Landsman.
„Við erum sannfærð um að
ákvörðun um frávísun muni
standa þrátt fyrir áfrýjun. Þau
skilyrði sem dómarinn setti hafa
nú þegar verið samþykkt af Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni, Ingibjörgu
Pálmadóttur, Þorsteini Jónssyni,
Lárusi Welding og Jóni Sigurðs-
syni, og verða skjöl því til stað-
festingar send dómstólnum á
morgun. Af því leiðir að dómstól-
ar á Íslandi eru rétti vettvangur-
inn fyrir málið,“ segir Landsman.
- sh
Lögmaður Glitnismanna:
Hissa á áfrýjun
í máli Glitnis
REYKJAVÍKURBORG Gísli Marteinn
Baldursson og Hildur Sverris-
dóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins í umhverfis- og samgöngu-
ráði Reykjavíkur, leggja til að
bílastæðin sunnan við Tollhúsið
í Tryggvagötu verði færð úr sól-
inni og í skuggann hinum megin
götunnar.
Hugmyndin kviknaði hjá Gísla
Marteini og Hildi þegar Hilmar
Þór Björnsson arkitekt dró fram á
bloggsíðu sinni tillögu frá kolleg-
um sínum, Stefáni Erni Stefáns-
syni og Reyni Vilhjálmssyni, úr
samkeppni um Listasafn Reykja-
víkur frá árinu 1997. Þegar bíla-
stæði eru farin, á samkvæmt
tillögunni að breikka stéttina
framan við Tollhúsið og setja þar
niður bekki svo borgarbúar geti
átt notalega stund á sólríkum
dögum.
Stefán Már segir að hugmynd
þeirra Reynis um flutning bíla-
stæðanna hafi á sínum tíma tengst
því að þeir vildu hafa inngang í
listasafnið að austanverðu. „Ég
held að það sé mjög áhugavert að
taka þetta upp til skoðunar í sam-
bandi við tengingar miðbæj-
arins við Tónlistarhúsið
og gömlu höfnina,“ segir
Stefán um endurvakn-
ingu hinnar gömlu hug-
myndar. Hann bendir á
að breytingin geti einn-
ig tengst áætlunum sem
uppi séu um stíga með-
fram höfninni allt vest-
ur á Granda.
„Á gangstéttinni við
Tollhúsið nýtur sólar
ákaflega vel, húsið
veitir skjól fyrir
norðanáttinni
sem skapar
svipaðar
aðstæður og við Kaffi París.
Þarna getur verið sól og hiti, þótt
norðannæðingur kæli aðra hluta
miðborgarinnar. Bílarnir munu
ekkert kvarta þótt þeir þurfi að
standa í skugganum,“ segir Gísli
Marteinn meðal annars á blogg-
síðu sinni um tillöguna.
„Allir staðir í bænum þar sem
fer saman sól og skjól verða mjög
eftirsóttir, til dæmis við Austur-
völl og í Austurstræti og þannig
getur það líka orðið þarna við
mósaíkverkið hennar Gerðar
Helgadóttur. Fyrir utan hvað það
er sjálfsagt og eðlilegt að gera
þessu flotta listaverki hennar
svolítinn sóma – þannig að það sé
hægt að horfa á það almennilega,“
segir Stefán Örn Stefánsson.
gar@frettabladid.is
Borgarar njóti sólar
við vegg Tollhússins
Hugmynd tveggja arkitekta frá 1997 um að fjarlægja bílastæði sunnan við
Tollhúsið á Tryggvagötu hefur verið dregin fram af fulltrúum í umhverfisráði
Reykjavíkur sem vilja skapa sólarreit við húsið. Bílar verði handan götunnar.
SÓL VIÐ TOLLHÚSIÐ Hugmynd Stefáns Arnar Stefánssonar og Reynis Vilhjálmssonar
felur í að sér að fjarlægja bílastæði við suðurhlið Tollhússins. Tillagan var unnin
vegna samkeppni um Listasafn Reykjavíkur á sínum tíma. MYND/ARGOS
GÍSLI MARTEINN
BALDURSSON
STEFÁN ÖRN
STEFÁNSSON
KAÍRÓ, AP Omar Suleiman, vara-
forseti Egyptalands, fundaði í
gær í fyrsta skipti með forystu-
mönnum stjórnarandstöðunnar
og mótmælahreyfingarinnar sem
risið hefur upp í landinu.
Rætt var um fjölmiðlafrelsi,
að óvinsælum neyðarlögum verði
aflétt og að þeim mótmælend-
um sem handteknir hafa verið að
undanförnu verði sleppt.
Talsmenn mótmælendanna
sögðu þetta einungis fyrsta fund-
inn af mörgum en enn ætti eftir
að ræða um helstu kröfu þeirra;
að Hosni Mubarak, forseti lands-
ins frá 1981, fari frá völdum án
tafar. - mþl
Upplausn í Egyptalandi:
Viðræður um
umbætur
KAÍRÓ Í GÆR Mótmæli héldu áfram
í gær víða um Egyptaland þrettánda
daginn í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
OFBELDI Gestur á kosningaballi
stúdentahreyfingarinnar Vöku
aðfaranótt föstudags kastaði glasi
inn á dansgólfið með þeim afleið-
ingum að tvær stúlkur slösuðust.
Önnur hlaut alvarleg meiðsl af
árásinni og brotnuðu meðal ann-
ars fimm tennur.
Á innri vef háskólans lýsir for-
svarsmaður skemmtistaðarins
Sódómu Reykjavík árásinni og
auglýsir eftir vitnum að henni.
Þeim, sem veitt geta upplýsing-
ar sem hjálpa til við að upplýsa
málið, er heitið 50 þúsund krón-
um og fullum trúnaði. - sh
50 þúsund fyrir upplýsingar:
Auglýst eftir
árásarmanni
SPURNING DAGSINS
Skráðu þig á www.almenni.is
A
N
T
O
N
&
B
E
R
G
U
R
Á ég að taka út séreignarsparnaðinn minn?
Borgar sig að taka út séreignarsparnað og greiða niður lán?